Sköpun útflutningsverðmæta

Þessir menn eru greinilega ekki bara óforbetranlegir, heldur eru þeir líka hreinlega óborganlegir. Það hlýtur að teljast dæmigert fyrir íslenskt mikilmennskubrjálæði að þessir guttar skuli raunverulega, að því er virðist á örfáum mánuðum, sett upp eitt vandaðasta "methlab" sem sögur fara af svo vitnað sé í sérfræðinga Europol. Ósjálfrátt grunar mann vegna fyrri tengsla Jónasar Inga við litháenska fíkniefnasmyglara að þarna gæti verið erlendur maðkur í mysunni, ekki síst í ljósi ummæla Karls Steinars yfirfíknó um að afkastgeta verksmiðjunnar hafi verið slík að þetta kunni að hafa verið til útflutnings. Sköpun útflutningsverðmæta er auðvitað af hinu góða almennt séð ekki síst núna í gjaldeyriskreppunni, en hinsvegar held ég að megi fullyrða að í þessu tilviki hafi verið kominn einum of mikill "hraði" í útrásina!

SmileHappyLoLGrinWink

Sem betur fer virðist flest benda til þess að eiturframleiðslan hafi ekki staðið yfir mjög lengi eða jafnvel ekki verið hafin að fullu þegar lögreglan lét til skarar skríða. Þau vímuefni sem var sagt að hefðu fundist voru aðallega kannabisefni og ummerki eftir nokkrar sakleysislegar plöntur. Fyrirtækið var jú með innflutning á garðyrkju- og efnafræðivörum skráðan sem aukastarfsemi, frekar viðeigandi eða hvað? Svei mér þá ef Ísland í dag er ekki farið að minna á skáldsögu eftir Kafka... ;)


mbl.is Höfuðpaurar á reynslulausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband