Tekur einhver mark á þeim lengur?

Fréttin fjallar um meinta ósanngirni "alþjóðlegu matsfyrirtækjanna" gagnvart íslensku bönkunum. En eru allir búnir að gleyma því að þetta eru sömu fyrirtækin og bera ábyrgð á klúðrinu sem leiddi til lausafjárkreppunnar sem enn stendur yfir? Auk þess er margt sem bendir til að lykilstarfsmenn þeirra hafi hagnast umtalsvert á viðskiptum tengdum þessu meinta "klúðri" sínu... þó svo að forritunarvillu hafi verið kennt um þá er það ekki marktæk afsökun þar sem komið er í ljós að villunni var haldið leyndri allengi eftir að hún uppgötvaðist. Persónulega myndi ég allavega ekki taka það nærri mér þó ég fengi "ósanngjarna gagnrýni" frá slíkum aðilum sem eru best þekktir af rangindum og leynimakki, og liggja þar að auki undir grun um glæpastarfsemi. Bankar og fjármálastofnanir á Íslandi sem og annarsstaðar ættu einfaldlega að hætta að taka mark á þessu eins og hverju öðru rugli og snúa sér að einhverju skynsamlegra. Þessi fyrirtæki eru að bjóða fram þjónustu á grundvelli trúverðugleika, sem nú hefur komið í ljós að er ekki mikill og því hafa þau í raun ekkert að bjóða nema draumóra og skýjaborgir. Ef menn vilja meta traust og áhættu í viðskiptum þá geta þeir vel gert það sjálfir eins og tíðkast hefur um aldir án þess að kaupa þurfi dýra þjónustu frá erlendum aðilum með nöfn sem hljóma virðulega. Og ef menn vilja gefa hlutunum einkunn, afhverju er þá ekki alveg eins notuð stjörnugjöf eins og fyrir hótel og veitingastaði eða bara kvarðinn 1-10 eins og í skóla? Bull eins og "AAa+" o.s.frv. er frá sjónarhóli almennrar skynsemi bara kjánalegt og til þess fallið að flækja hlutina óþarflega mikið. Afherju er ekki bara hægt að tala mannamál og segja að lánshæfi sé annaðhvort gott eða slæmt, og áhætta annaðhvort mikil eða lítil? Þetta eru jú hvort eð er bara ímyndaðar tölur á blaði einhversstaðar...


mbl.is „Matsfyrirtæki pynta íslenska banka"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband