Ólöglegt athæfi þýskra stjórnvalda

Það sem ekki fylgir fréttinni er að þetta athæfi sem þýska leyniþjónustan hefur þarna orðið uppvís að, þ.e. að koma fyrir hugbúnaði á tölvu annars manns án vitundar hans og samþykkis, er athæfi sem brýtur blákalt í bága við evrópsk lög. Afsökunarbeiðni dugar nú skammt til að breiða yfir þá staðreynd að þýsk og önnur vestræn stjórnvöld eru hvert af öðru komin langt út fyrir eigin siðgæðisviðmið. Framkoma stjórnvalda þeirra, og þó sér í lagi njósnastofnana eins og í þessu tilviki, er farin að minna sífellt meir á gömlu Sovét-blokkina. Sorglegt ástand!
mbl.is Þjóðverjar flæktir í njósnamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband