Harðstjórnarríkið USA.

Nú hlýtur að vera fokið í flest skjól vestan hafs fyrst alræðisstjórn valdaræningjanna er byrjuð að láta handtaka mótmælendur í stórum stíl, og ekki bara einn eða tvo öfgamenn heldur "tugi manna" í (a.m.k.!) tveimur borgum. Af lýsingum að dæma fyrir þær sakir einar að taka þátt í setuverkfalli, svipað og t.d. íslenskir námsmenn hafa stundum gert þegar þeim þykir tilefni til mótmæla. Miðað við fréttaflutning að vestan undanfarin misseri má svo fastlega gera ráð fyrir því að mun fleiri hafi í raun verið handteknir en af er látið, í fréttinni er t.d. aðeins minnst á tvær borgir en hvað með aðra staði? Er ekki rétturinn til slíkra mótmælafunda órjúfanlegur hluti af því heilaga "frelsi" sem þeir þykjast vera að berjast fyrir í stríði sínu gegn hryðjuverkum? Miðað við þeirra eigin skilgreiningu á andstæðingnum og markmiðum hans þá er greinilegt af þessum fréttum hver er að vinna það stríð, og ekki er það bandarískur almenningur!

Ég er farinn að hallast að því að endalok Sovétstjórnarinnar hafi verið misskilningur, hún hafi í raun aldrei fallið heldur hafi hún bara flutt sig um set yfir annað hvort hafið (Atlants- eða Kyrra-) og tekið þar völdin á bakvið tjöldin (það rímar!;). Fyrst Neskaupstaður var á sínum tíma uppnefndur Litla-Moskva þykir mér vel við hæfi að héðan í frá verði Washington DC kallað Nýja-Moskva. Einnig að fangabúðirnar sem þeir hafa verið að reisa víðsvegar um heiminn (meðal annars á sínu eigin fósturlandi!), verði kallaðar sínu réttara heiti: Gulag.

 


mbl.is Mótmælt í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk her að mótmæla með ofbeldi eða hótunum þá er það handtekið í Bandaríkjunum eins og annarstaðar, við erum að tala um minna en 0.1% mótmælenda.

Veit ekki betur en Við Íslendingar vorum að handtaka tugi manns hérna á síðasta ári fyrir að mótmæla stóriðju. Það jafngildir því að tugþúsundir Bandaríkjamanna væru hendteknir í þessum mótmælum.

Ef þú telur þessar aðgerðir stjórntæki harðstjórnar þá ættirðu að byrja á að líta í eigin barm og venda málfrelsi á Íslandi.

Gilbert (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skal heldur betur taka undir það að málfrelsið þarf að varðveita vel á Íslandi eins og annarsstaðar. Ég hef t.d. oft séð mbl.is breyta fréttum og jafnvel fyrirsögnum eða fella út texta eftir að hann er birtur. Það var meira að segja gert við fréttina sem ég bloggaði þetta við þegar ég var rétt svo nýbúinn að því! Ég veit ekki betur en að slíkt kallist ritskoðun ef breytingin/leiðréttingin er hvergi sjáanleg, og gott ef það jaðrar ekki við sögufölsun líka. Svei mér ef maður fær það ekki bara stundum á tilfinninguna að þeir sitji og lesi bloggin og uppfæri fréttirnar jafnóðum, svona eins og verið sé að framfylgja einhverri óopinberri áróðurs-ritstefnu. Getur verið að hjá mbl sé enn að finna einhverja "almannatengslafulltrúa" (les. flugumenn) íhaldssamra hægriafla sem hugsanlega eru hliðholl bandaríkjastjórn??? En í alvöru talað gætu þeir allt eins sleppt því að vera að fela það því ÞETTA ER HVORT EÐ ER ALLT OF AUGLJÓST HJÁ ÞEIM!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2008 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband