Og þetta er ekki pípa...

100 milljarða evra lán Spánar úr neyðarsjóðum evrusvæðisins sem tilkynnt var um á blaðamannafundi í kvöld, er að sögn efnahagsráðherra landsins engin björgun.

Það er alveg spurning hvort slík yfirlýsing muni auka tiltrú fjárfesta, og er varla á bætandi, slíkur hefur viðsnúningurinn í yfirlýsingum ráðamanna verið. Þetta sagði forsætisráðherra spánar í ávarpi fyrir 12 dögum síðan: "Það verða engar björgunaraðgerðir fyrir spænska banka."

 

En í dag var haft eftir forsætisráðherra Svíðþjóðar Fredrik Reinfeldt: "Ástandið er alvarlegt, í raun erum við að horfa fram á umfangsmestu fjárhagslegar björgunaraðgerðir sem litið hafa dagsins ljós fram að þessu."

Guð blessi evruland! Hér er listi yfir þá sem fjármagna björgunarsjóðina. Athugið að Spánn er einmitt þar á meðal, eða kannski ekki lengur? Og líka lönd á borð við Írland, Portúgal og Grikkland!

Svona mikinn pening þarf þegar Ítalía fer líka og svona mikið er til af lánsloforðum:

Baron Munchhausen yrði svo stoltur! En þetta er jafnvel fegruð mynd því Ponzi-sjóðurinn EFSF hefur ekki enn verið samþykktur af þýska þinginu sem mun þó sitja uppi með bróðurpartinn af reikningnum, og þar hefur legið fyrir að ekki verði samþykkt að hann láni beint til banka heldur aðeins til þjóðríkja sem skuli sjálf endurfjármagna sín bankakerfi.

Þessi geðklofi sem kominn er upp varðandi hvort ríki skuli gangast í ábyrgð eða ekki fyrir lánveitingum sem er ekki einu sinni til peningur svo megi veita, og hvort þær skuli renna í ríkissjóði eða til banka gerir auðvitað ekkert nema auka vandann og óvissuna.

Burtséð frá öllum orðaleikjum þá er neyðarlán Spánar svo stórt að þar í landi var sett á fót sérstök stofnun til að taka á móti því: "Fund for orderly bank restructuring" eða FROB. Þessi vafningur utan um neyðarlán til, meðal annars spænska innstæðutryggingasjóðsins, eru reyndar alveg stórkostleg leiktjöld til að dylja óbeina veitingu ríkisábyrgðar á allt heila klabbið sem er auðvitað harðbannað allavega opinberlega. Ég hvet áhugasama til að lesa þessa hrollvekjandi kynningu sem virðist þó merkilega auðmeltanleg eftir að hafa sporðrennt kynningum á öðrum eins flóknum samningum: Upplýsingar um FROB

Samkvæmt yfirlýsingum spænskra stjórnvalda fylgja lánveitingunum engin skilyrði. Við eigum eftir að sjá það koma á daginn í Berlín... annars er stundum sagt að ein mynd segi þúsund orð. Þessi hérna segir hundruðir milljarða evra:

Loks er hér alvöru Grikki sem útskýrir á mannamáli gildruna sem Þjóðverjar gætu allt eins verið gengnir í þarna suður við Miðjarðarhaf:


mbl.is „Þetta er ekki björgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Og það er ekki liðinn sólarhringur þegar:

Írland krefst þess að endursemja á sömu skilmálum og Spánn

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2012 kl. 04:31

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir, þetta er allt að gerast það sem ég hef spáð og séð fyrir seinni bylgjan er alveg rosaleg og hrunið svo stórt að ekki verður við ráðið!

Sigurður Haraldsson, 10.6.2012 kl. 06:21

3 identicon

það er náttúrulega alveg ljóst að svona alvarlegu misræmi eins og ríkir í ESB verður ekki viðhaldið til lengdar nema með hervaldi. Pólitísk valdbeiting endar alltaf með ósköpum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 10:24

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkilegt hvað "Já-kyngja-ælunni" þjóðflokkurinn er þögull núna...

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2012 kl. 12:48

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skrítin umræða. það að Spánn fái lán á langt um betri kjörum en markaðskjörum - er afar gott fyrir Island. Afar gott.

Tilfelli Spánar er allt annað en Írland og Grikklands. Vegna þess að fjárlagahalli er ekkert eins mikill. þurfa vissar aðhaldsaðgerðir - en það er ekkert eins stórt dæmi og í tveimur áðurnefndum löndum.

þetta lán er til að styrkja eiginfjárstöðu banka vegna taps á húsnæðismarkaðnum aðallega. Í raun er samt óljóst hvort Spánn þurfi að nota peninganna eða hve mikið af þeim. þetta er aðallega hugsað sem bakköpp í víðara samhengi og þá td. haft í huga að grikkir verða kannski reknir úr Evrunni vegna fíflagangs öfgamanna þar.

þó þessi upphæð sé stór í tölum - þá er hún smá í samhengi Spánar. þetta er sennilega innan við 10% af gdp Spánar. Ef það þarf ekki meira en þetta - þá erum við að tala um smáaura í spænsku samhengi.

Til samanburðar má hafa að skuldir íslensku bankanna voru álíka.

það sem íslendingar eru oft að feila sig á er, hve sjallar voru búnir að klúðra málum hérna feitt. Og ennfremur feila þeir sig á að setja tölur í samhengi. Innbyggjar hérna tala allt af útfrá tölum á Íslandi - eins og íslendingar væri 300 milljónir! Jafnframt gleyma þeir því að þeiru að tala um milljóna og tugmilljóna þjóðir útí heimi. þeir gleyma því eða vita ekki af því.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 13:50

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott fyrirsögnin hjá þér Guðmundur, þetta síast inn í þykkan skrápinn hjá mér.  En ég er sammála því að það er alveg ótrúlegt að fólk sem fer með peningavöld stórs hluta heimsins, sé ekki betur að sér í aðgerðarfræði og eða leiti sér ekki ráða helstu hagfræðinga heimsins þegar svona mikið er í húfi.  Sýnir bara að þetta fólk er EKKI að  hugsa um hag almennings, heldur hlaða undir sjálfa sig völdum og auði.  Ógeðslegt bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.6.2012 kl. 13:52

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. ennfremur er augljóslega allt rangt sem sumir og sumir hafa verið að segja hérna uppi í fásinnu. Sumir og sumir hafa verið að segja að einhver ,,íslensk leið" hljóti mikils fylgis útí heimi og þá hefur Spánn oft verið nefnt.

þetta er augljóslega al-rangt hjá sumum. Alrangt.

Spánn er ekki að fara neina íslenska leið. þvert á móti. Og maður er hissa á því vegna þes einfaldlega að íslenska leiðin er svo sneddý.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.6.2012 kl. 14:04

8 identicon

Flottur pistill Guðmundur. 

Og fyrirsögnin minnir mig einnig á það þegar fína yfirstéttarfrúin skammaði málarann Henri Matisse fyrir að málverk hans væri ekkert líkt konu.  Þá sagði Matisse álíka ódauðleg orð og þú vísar til:  "Frú, (kannski var sú frú forveri Angela Merkozy Rajoy Hollande?) þetta er ekki kona, heldur málverk."

Læt svo fylgja með hlekk á mjög raunsannan pistil Ambrose Evans-Pritchard um hver staðan er nú og að þetta evru-kjaftæði bíði nú dauðahryglanna:

http://www.telegraph.co.uk/finance/comment/9322861/Europes-democracies-must-not-subcontract-their-destiny-to-the-Bundebank.html

Nú gildir öllu að hinn sauðsvarti almúgi allra landa hryndi af sér glóbalískum viðbjóði yfirstéttarinnar, vinstri/hægri, og standi saman um fullveldi hvers lands fyrir sig, til lýðræðis, lífs og velferðar alls hins venjulega fólks.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 18:17

9 identicon

57

A state may be ruled by (measures of) correction; weapons of
war may be used with crafty dexterity; (but) the kingdom is made one's
own (only) by freedom from action and purpose.

How do I know that it is so? By these facts:--In the kingdom the

multiplication of prohibitive enactments increases the poverty of the
people; the more implements to add to their profit that the people
have, the greater disorder is there in the state and clan; the more
acts of crafty dexterity that men possess, the more do strange
contrivances appear; the more display there is of legislation, the
more thieves and robbers there are.

Therefore a sage has said, 'I will do nothing (of purpose), and the

people will be transformed of themselves; I will be fond of keeping
still, and the people will of themselves become correct. I will take
no trouble about it, and the people will of themselves become rich; I
will manifest no ambition, and the people will of themselves attain to
the primitive simplicity.'

Þessi orð Lao-tze eru úr Bókinni um veginn, sögð fyrir 2700 árum og eru alltaf sönn.  Og þessi orð ber sérstaklega að endurtaka og undirstrika:

How do I know that it is so? By these facts:--In the kingdom the
multiplication of prohibitive enactments increases the poverty of the
people;

the more implements to add to their profit that the people
have, the greater disorder is there in the state and clan;

the more acts of crafty dexterity that men possess, the more do strange
contrivances appear; the more display there is of legislation, the more thieves and robbers there are
.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 19:09

10 identicon

En varðandi stöðu okkar hér á hjara veraldar, vil ég taka undir orð Lilju Mósesdóttur:

"Efnahagsstefna sem gengur út á að skuldsetja skattgreiðendur upp í rjáfur til að bjarga bönkum mun leiða til samfélagslegrar upplausnar í Evrópu. Kjósendur verða að hafna þessari efnahagstefnu ef koma á í veg fyrir að velferðarkerfin verði eyðilögð og börnin okkar hneppt í skuldaánauð.

Sterk peningaöfl á Íslandi reyna að þagga niður í okkur sem berjumst fyrir almennri leiðréttingu lána og að snjóhengjunni verði ekki komið yfir á börnin okkar. Á þingi eru flokkar sem hafna almennri leiðréttingu og vilja koma snjóhengjunni yfir á skattgreiðendur með gengishruni eða láni frá ESB."

Er ekki kominn tími til að allt hið venjulega fólk hér á landi sýni samstöðu og hefji byltingu til lífs okkar, fullveldis, lýðræðis og velferðar og varpi af sér oki illsku glóbalískrar elítunnar og skapi þannig eitt lítið fordæmi ... litla lífsins glóð ... fyrir því hvernig gera megi hlutina, venjulegu fólka allra þjóða til hagsbóta? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 19:27

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki: "fullyrðingar, fullyrðingar, fullyrðingar" (engin rök)

"Í þetta sinn er það öðruvísi." Já örugglega vinur, hafðu það bara þannig.

Pétur Örn: Ekki taka mark á neinum sem boðar neina efnahags- eða peningamálastefnu fyrr en þú ert búinn að spyrja hann einnar grundvallarspurningar: "Hvernig verða peningar til og úr hverju?" Trúverðugleiki svarsins ber ágætt vitni um hvort viðkomandi hafi skilning á því sem liggur til grundvallar hans eigin stefnu og boðskap.

P.S. Ég hef oft fengið snjóhengjur yfir mig. Hef líka skíðað þær niður og er því ekki hræddur við að takast á við hengjur, ekki heldur í myndlíkingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2012 kl. 10:05

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Wall Street Journal skýrir frá því að stærstu kaupendur spænskra ríkisskuldabréfa undanfarið ár hafi verið þarlendir bankar, sem þannig hafa þá fjármagnað hallarekstur spænska ríkisins að miklu leyti.

Neyðarlánið var semsagt ekki fyrir þá, heldur síðbúin endurfjármögnun lána fyrir ríkisútgjöldum Spánar, en þau hafa hrapað í greiðslumati að undanförnu og þannig rýrt eiginfjárgrunn bankanna sem er líklega ástæðan fyrir því að þeir þurfa nú að leitaá náðir björgunarsjóða sem eru hvergi til nema í þjóðsögum.

En það mun líka engu bjarga, enda er það engin björgun!

Viva Espana.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2012 kl. 10:14

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Gjaldeyrishöftin eru skjól

 - segir Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2012 kl. 10:32

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Kýpur að fá lán hjá Rússum? - Frétt - Evrópuvaktin

Vassos Shiarly, fjármálaráðherra Kýpur gaf til kynna í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að þetta væri rétt.

Hmmm.... Rússalán á ögurstund fjármálahruns. Kemur svo næst einhver sem heitir Al Thani og kaupir hlut í stærsta bankanum á Kýpur? Mun Lee Buchheit eiga stutt ferðalag frá Grikklandi á næsta viðkomustað sinn? Það eru fullt af spennandi spurningum sem þetta vekur... eða þannig.

Eftir helgi kemur í ljós að það var aldrei neitt Rússalán.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.6.2012 kl. 23:51

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

AGS: Engin áform um að bjarga Spáni - mbl.is

Svosem alveg rétt, AGS er ekki að lána Spáni.

Nema þá óbeint gegnum það traust sem hann ljáir evrunni enn.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2012 kl. 09:45

17 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lánshæfi Spánar í ruslflokk | Tíðarandinn

Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn spænska ríkisins um þrjá flokka, niður í svokallaðan ruslflokk. Er Spánn þar með kominn í sama flokk og íslenska ríkið fór niður í stuttu eftir bankahrunið.

Moody´s lækkar lánshæfismat hollenzkra og belgískra banka - Frétt - Evrópuvaktin

Matfyrirtækið Egan Jones lækkar lánshæfiseinkunn Frakklands vegna stefnu nýs forseta landsins - Frétt - Evrópuvaktin

Hversu slæmt verður ástandið? Neyðarfundir um allan heim vegna kosninga í Grikklandi « Eyjan

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2012 kl. 21:15

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vísir - Framtíð Grikkja ræðst á morgun

Allra augu beinast að Grikklandi | RÚV 

Í dag, 17. júní, eru þingkosningar í Grikklandi. Niðurstaða þeirra er sögð muni ráða miklu um örlög myntsamstarfs Evrópuríkjanna, en meðal þess sem tvo stærstu flokkana hefur greint á um í kosningabaráttunni eru skilyrði þau sem landið hefur undirgengist vegna neyðarlána ESB í skuldakreppunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.6.2012 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband