Farsælt komandi ár

Senn líður að því að nýtt ár hefji innreið sína. Á slíkum tímamótum er siður margra að reyna að spá fyrir um atburði á hinu nýja ári. Ég hef sjaldan þóst vera mikill spámaður en ætla þó að spreyta mig í þetta sinn, þó ekki sé nema eingöngu til gamans.

Áramótaspáin mín: Á komandi ári munu íslenskir bankar (einn eða fleiri) hrynja. Ástæðan er einfaldlega sú að þeim verður gert að fara að lögum sem í landinu gilda, og leiðrétta falsaða ársreikninga mörg ár aftur í tímann eða í sumum tilvikum allt frá stofnun viðkomandi banka. Þegar þannig hefur verið leiðrétt kemur í ljós að "endurreisnin" var ekki bara blekkingaleikur, heldur stórfelldur glæpur.

Þetta er ekki svartsýnisspá, heldur þvert á móti mun bjarstýnni en hinn möguleikinn. Að Íslendingar þurfi áfram að lifa við sífellda ógn skipulagðrar glæpastarfsemi.

Farsælt komandi ár!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðilegt nýtt ár Guðmundur.  Ég er ekki eins bjartsýnn og þú varðandi komandi ár, en spáin mun þín mun samt engu að síður rætast fyrir rest eins og réttlætið sem sigrar að lokum.

Magnús Sigurðsson, 1.1.2012 kl. 01:14

2 identicon

,,Áramótaspáin mín: Á komandi ári munu íslenskir bankar (einn eða fleiri) hrynja. Ástæðan er einfaldlega sú að þeim verður gert að fara að lögum sem í landinu gilda, og leiðrétta falsaða ársreikninga mörg ár aftur í tímann eða í sumum tilvikum allt frá stofnun viðkomandi banka. Þegar þannig hefur verið leiðrétt kemur í ljós að "endurreisnin" var ekki bara blekkingaleikur, heldur stórfelldur glæpur."

Sæll Guðmundur og gleðilegt ár !

Vandamálið í íslensku þjóðfélagi eru klíkuklúbbarnir !!!

Þú mátt setja nafn á þá , en ég vil bara segja þess vegna er ekkert hægt að segja um eitt né neitt í þessu þjóðfélagi !!!

Þú ert með mann við hliðina á þér sem er Rotary, oddfellow  eða frímúrari og líka í innsta hring sjálfstæðisflokksins !  Þetta er vandamálið !

Þú mátt ekki segja neitt illt , samt ertu með ,,drulllusokk" við hliðina á þér !

Hvar eigum við að taka næst niður ?

Hvers vegna er 30% enn sagðir kjósa sjálfstæðisflokkinn ?

Klíkuklúbbarnir ???

JR (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 03:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

JR. Ég hef tekið þátt í allskonar árangursríku grasrótarstarfi með fólki sem er í allskonar félögum, hvort sem þau kallast frímúrarar, kiwanis, fjölskylduhjálpin eða Rauði krossinn. Sjálfur er ég í stjórn þriggja félaga sem starfa á sviði þjóðmála, og er félagsmaður í nokkrum til viðbótar. Ég hef ekki orðið var við að félagsaðild þurfi að flækjast fyrir ef fólk er bara heiðarlegt í því sem það er að gera. Gott dæmi er Samfylkingarmaðurinn sem er líka félagsmaður í Heimssýn, sá hlýtur að vera ófeiminn við að synda gegn straumnum. Ég þekki líka menn sem starfa í fjármálageiranum en eru engu að síður harðir gagnrýnendur og talsmenn breytinga á fjármálakerfinu. Hér á landi ríkir skoðanafrelsi.

Við erum öll hluti af einhverjum hópum, hvort sem það er fjölskyldan okkar, skólinn okkar, eða einhver klúbbur sem við höfum gengið í á lífsleiðinni. Á Íslandi ríkir félagafrelsi og það er af hinu góða. Eins og með annað frelsi þá fylgir því hinsvegar sú ábyrgð að fara vel með það.

Að segja "eitthvað illt" um þann sem situr við sama borð og maður sjálfur er sjaldnast til gagns. Í þeim félögum sem ég þekki til er það ekki þannig sem ákvarðanir eru teknar, þar eru einstaklingar ekki til umfjöllunar eða persónulegar skoðanir á þeim heldur eru það málefni sem eru til umfjöllunar og þau eru útkljáð eftir afstöðu manna til þeirra. Ef einhver er hræddur við að segja eitthvað vegna þess hver situr við hliðina á þeim, þá þarf viðkomandi annaðhvort að finna sér betri félagsskap eða stærri eistu.

Það þarf kannski smá kjark til að taka til máls á öndverðum meiði við menn sem eru betur þjálfaðir í ræðumennsku en maður sjálfur, sérstaklega ef þeir eru augljóslega í miklu dýrari jakkafötum. En þegar maður er búinn að gera það einu sinni verður það eftirleiðis mjög auðvelt, jakkaföt eru ekki heilög.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2012 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband