Afhverju fór Edge öðruvísi en IceSave?

Skilanefnd Kaupþings greiddi allar forgangskröfur innistæðueigenda í erlendum útibúum Kaupþings, um 130 milljarða króna, á árunum 2008 og 2009, og telur formaður skilanefndarinnar að með því hafi verið komið í veg fyrir annað IceSave mál.

Það sem ekki fylgir fréttinni er hinsvegar skýring á því hvers engin vandamál komu upp vegna hinna erlendu innstæðna á EDGE reikningum Kaupþings, sambærileg þeim sem urðu vegna innstæðna á IceSave reikningum Landsbankanum.

Fyrir því eru fyrst og fremst tvær ástæður:

  1. IceSave var rekið sem útibú frá aðalstöðvum Landsbankans í Reykjavík, á meðan EDGE innstæður voru allar í sjálfstæðum dótturfélögum í viðkomandi löndum.
  2. Bresk stjórnvöld beittu ekki hryðjuverkalögum til að haldleggja eignir Kaupþings.

Síðarnefndu ástæðunni er mikilvægt að halda á lofti í komandi málaferlum við ESA vegna innstæðutrygginga Landsbankans. Með því að draga fram þessar hliðstæður og ólíkar útkomur þeirra, og þar sem ljóst er að þrotabúið mun standa undir endurkröfum vegna allra innstæðna, má færa rök fyrir því að tafir sem orðið hafa á uppgjörinu megi fyrst og fremst rekja til aðgerða Breta sjálfra. Málareksturinn beinist því að röngum aðila, þegar hann ætti í raun að beinast að Bretum fyrir að brjóta á Hollendingum með því að hindra fullnustu á kröfum þeirra í hinar haldlögðu eignir, auk þess sem með þessu var gerð bein og óvinveitt aðför að íslenska ríkinu og grunngildum EES-samningsins.


mbl.is Tókst að forðast annað Icesave-mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég reikna með að þú syndir á þurru landi. Vegna þess að þú ert gjörsamlega að snúa útúr Icesave málinu hérna.

Dótturfélög Kaupþings. Það er EDGE reikninganir voru á ábyrgð breskra stjórnvalda þar sem þetta voru dótturfélög, en ekki útibú. Af þeim sökum þá féllu öll ábyrgðarmál EDGE beint á bresk stjórnvöld en ekki íslensk stjórnvöld. Vegna þessa var einnig einfalt fyrir bresk stjórnvöld að taka EDGE yfir, eins og var í raun gert og fært bara undir annan banka í Bretlandi.

Ekkert varðandi EDGE mun gagnast íslendingum í dómsmáli EFTA gegn íslenskum stjórnvöldum.

Þetta var þó ekki allstaðar svona. Eftir því sem ég man best. Þá var Kaupþing EDGE í útibúum á Norðurlöndunum. Það getur þó verið misminni hjá mér. Þar féllu ábyrgðir beint á íslenska ríkið, en þrotabúið kom í veg fyrir vandamál eins og gerðist með Icesave í Bretlandi.

Jón Frímann Jónsson, 16.12.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eftir stendur að ef hryðjuverkalögum hefði verið beitt til að frysta eignir Kaupþings þá hefðu ekki verið hægt að hreyfa þær á meðan til að greiða út innstæður. Nákvæmlega eins og fór fyrir Landsbankanum.

Þú hefur í engu sýnt fram á að ég fari með rangt mál félagi.

Hinsvegar örlar á smá misskilningi hjá þér:

Af þeim sökum þá féllu öll ábyrgðarmál EDGE beint á bresk stjórnvöld

Alls ekki, þau féllu á FSCS (breska tryggingasjóðinn).

Þar féllu ábyrgðir beint á íslenska ríkið

Alls ekki, þær féllu á TIF (íslenska tryggingasjóðinn).

Hvorugur þessara sjóða er ríkissjóður, svo hver er á þurru landi? Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að okkur greindi á um það hvort þessir sjóðir skyldu sjálfkrafa njóta ríkisábyrgðar, þrátt fyrir að það skorti lagastoð og ýmis önnur lög banni það. En ef við erum svo ekki einu sammála um hvað það er sem við erum óssammála um þá er ekki skrýtið þó lítið gangi að útkljá það.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2011 kl. 00:47

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Landsbankinn féll einn banka (fyrir utan nokkra sparisjóði síðar) á Tryggingasjóð Innistæðueigenda. Vegna þess að sá sjóður var tómur þegar á reyndi. Þá féll ábyrgðin yfir á íslenska ríkið. Enda er Tryggingasjóður Innistæðueigenda á ábyrgð íslenska ríkisins (og annara ríkja) ef hann getur ekki staðið við skyldur sínar.

Það er búið að fara yfir þetta allt saman, og ég er bara að flytja endurtekið efni hérna. Andstæðingar Icesave hafa hinsvegar ákveðið að hlusta ekki á þessi rök. Heldur standa þeir bara í því að fara eftir sínum heimabrúks útskýringum. Sem standast ekki nánari skoðun, eins og EFTA dómsmálið vegna Icesave sýnir og sannar.

Jón Frímann Jónsson, 17.12.2011 kl. 01:32

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enda er Tryggingasjóður Innistæðueigenda á ábyrgð íslenska ríkisins (og annara ríkja) ef hann getur ekki staðið við skyldur sínar.

Þarna ertu sem betur fer kominn að kjarna málsins. Það hefur nefninlega hvergi komið fram að fjárhagur TIF sé með einhverjum hætti á ábyrgð íslenska ríkisins. Andstæðingar ríkisábyrgðar halda því fram að svo sé ekki, enda stangast slíkt á við lög um ríkisábyrgð sem og EES-samninginn.

Fylgjendum ríkisábyrgðar hefur hinsvega aldrei tekist að sýna fram á nein rök fyrir því að ríkisábyrgð væri á sjóðnum. Ef svo væri þá ætti að vera einfalt að benda á lagagreinina eða tilskipunarákvæðið sem kveður á um ríkisábyrgð, eins og hefur verið opin áskorun um hér á þessu bloggi í hartnær þrjú ár.

En nú kemur það einmitt til kasta ESA sem ásamt öðru áhugafólki um ríkisvæðingu einkaskulda hefur aldrei tekist fram að þessu: að finna hið meinta ákvæði um ríkisábyrgð á innstæðutryggingum og sýna það frammi fyrir EFTA-dómstólnum.

Hver veit nema í þeirri leit finnist Elvis á lífi, eða týnda meginlandið Atlantis?

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2011 kl. 15:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er augljóst að hörðustu jámennirnir hér hafa ekki haft hugmynd um hvernig í málunum lá.  Tryggingarsjóðir voru eign bankanna og á ábyrgð þeirra. Ríkið bar enga ábyrgð á þeim.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.12.2011 kl. 19:00

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar, TIF er reyndar sjálfseignarstofnun, en fjármögnuð af bönkunum og á að vera undir eftirliti stjórnvalda alveg eins og bankarnir sjálfir.

Rekstrarform slíkra sjóða er hvergi skilgreint í neinum tilskipunum eða reglum sem um þá fjalla, sem gerir að verkum að EES-ríki hafa nokkuð frjálsar hendur um útfærsluna enda geta félagsform verið ólík milli landa.

Svona er það skilgreint í lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar:

2. gr. Stofnun.
Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.
3. gr. Aðilar að sjóðnum.
Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum

Til samanburðar þá er rekstarform breska sjóðsins skilgreint svona í lögum sem kallast Financial Services and Markets Act 2000:

212 The scheme manager.

(1)The Authority must establish a body corporate (“the scheme manager”) to exercise the functions conferred on the scheme manager by or under this Part.

(2)The Authority must take such steps as are necessary to ensure that the scheme manager is, at all times, capable of exercising those functions and the functions conferred on it by or under Part 15A.

(3)The constitution of the scheme manager must provide for it to have—

(a)a chairman; and

(b)a board (which must include the chairman) whose members are the scheme manager’s directors.

(4)The chairman and other members of the board must be persons appointed, and liable to removal from office, by the Authority (acting, in the case of the chairman, with the approval of the Treasury).

(5)But the terms of their appointment (and in particular those governing removal from office) must be such as to secure their independence from the Authority in the operation of the compensation scheme.

(6)The scheme manager is not to be regarded as exercising functions on behalf of the Crown.

(7)The scheme manager’s board members, officers and staff are not to be regarded as Crown servants.

Með öðrum orðum: breski sjóðurinn er ekki ríkisstofnun frekar en sá íslenski, og þar af leiðandi nýtur hvorugur þeirra sjálfgefinnar ríkisábyrgðar.

Verði niðurstaða EFTA-dómstólsins sú að innstæðutryggingarsjóðir skuli njóta ríkisábyrgðar, þá er það ekki síður áfellisdómur yfir Bretlandi heldur en Íslandi. Verði niðurstaðan á hinn veginn væri það hinsvegar áfellisdómur yfir Hollandi, en tryggingasjóður þarlendra innstæðueigenda er rekinn sem deild í hollenska seðlabankanum og með ábyrgð hans.

Við stofnun myntbandalags Evrópu og innleiðingu evrunnar varð hollenski seðlabankinn að deild innan evrópska seðlabankans, sem vekur jafnframt upp þá áleitnu spurning hvort veiting bakábyrgðar á innstæðum af hálfu bankans samræmist stofnsáttmála og reglum EMU/ECB. Enn fremur kallar það á skoðun á því hvernig þessum málum er háttað í öðrum evrulöndum. Það væri svo sem í samræmi við hræsnina í þessu máli ef í ljós kæmi að sömu lönd og saka Ísland um mismunun á grundvelli þjóðernis, reki sjálf seðlabanka sem ábyrgist aðeins innstæður í sumum aðildarlandanna en ekki öllum...

Þegar öllu er á botnin hvolft þá verða þessi réttarhöld ekki síður yfir Bretum og Hollendingum, og sjálfum evrópska seðlabankanum, heldur en Íslandi. Þessum sjónarmiðum er nauðsynlegt að koma á framfæri í málarekstrinum. Ég bíð spenntur eftir að í ljós komi hvorn þurfi að kæra næst fyrir ranga útfærslu innstæðutrygginga: Holland eða Bretland?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2011 kl. 18:19

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af heimasíðu hollenska seðlabankans:

Deposit Gurantee Scheme

DNB manages the Scheme. This means that for reimbursement under the Scheme, you must apply with DNB.
At present, the DGS is based on ex-post funding. Banks only pay if the scheme is invoked, i.e., if a bank is declared insolvent.

Dálitlar rannsóknir staðfestu þetta, sjá skráningu innstæðutryggingasjóðs í hollensku fyrirtækjaskránni:

Stichting Beleggers Compensatiefonds
Westeinde 1
1017ZN  Amsterdam

Westeinde í Amsterdam er "Kalkofnsvegur" Hollendinga, aðsetur DNB:

De Nederlandsche Bank N.V.
Westeinde  1 
1017ZN  Amsterdam

Í hollenskum lögum um innstæðutryggingar, kafla 6.1, kemur skýrt og greinilega fram að framkvæmdin er af hálfu DNB:

If DNB decides, under Section 3:260(1) of the Act, to apply the deposit guarantee scheme, claims from the categories of persons referred to below shall be eligible for compensation in accordance with this section...

Fyrirkomulagið virðist vera þannig að útgreiðsla innstæðutrygginga úr seðlabankanum sé sjálfgefin, en hann eigi svo að senda reikninginn fyrir útgreiðslunni, fyrst til þrotabús viðkomandi banka, og svo til innstæðutryggingasjóðsins fyrir því sem upp á vantar. Tryggingasjóðurinn á svo að innheimta kostnaðinn frá öðrum bönkum eftir á.

Mér þætti gaman að sjá það gerast þegar 1) ekki er nóg til í sjóðnum og 2) hann ætlar að reyna að rukka hina bankana þegar þeir eru allir farnir á hausinn eins og gerðist hér á landi.

Mér þætti líka forvitnilegt að sjá hvernig þessi ábyrgð og áhætta hollenska seðlabankans samræmist samþykktum og reglum evrópska seðlabankans (ECB) sem DNB hefur verið hluti af frá innleiðingu evrunnar.

Enn fremur væri afar fróðlegt að skoða hvernig þessu er háttað hjá öðrum seðlabönkum innan evrukerfisins, eða hvort þetta er misjafnt eftir löndum innan ECB og þannig að gjaldmiðill þeirra evran sé í raun að veði fyrir innstæðutryggingum í sumum löndum en ekki öllum. Reynist svo vera þá kemur til álita hvort ekki sé um að ræða grófa mismunum eftir þjóðerni.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband