Stórfelld talnamengun af mannavöldum

Í fyrirsögn tengdrar fréttar er ranglega fullyrt að 164 milljarðar hafi verið afskrifaðir af lánum heimila. Þó það sé ekki tekið fram þá er væntanlega átt við frá hruni. En þetta er bara einfaldlega ekki rétt og notkun þessarar tölu í fyrirsögninni er í raun talnamengun af mannavöldum. Mengunin stafar frá Þjóðhagsáætlun 2012, skýrslu efnahags- og viðskiptaráðherra um efnahagsstefnu, og er um leið gagnrýnislaus eftiröpun á villandi framsetningu Samtaka Fjármálafyrirtækja á samskonar tölum.

Í textanum sjálfum kemur hinsvegar hið sanna í ljós: Af þessum 164 milljörðum eru 131 vegna endurútreiknings gengistryggðra lána. Það er auðvitað ekki niðurfelling á neinum skuldum og með því að gera það að aðalatriði er sannleikanum snúið á hvolf. Til að gera þetta meira villandi er svo gengisleiðréttingin sundurliðuð, en heildarsumman hvergi þannig að þeirri tölu sem raunverulega skiptir máli er einfaldlega sleppt.

En stærðfræði lýgur ekki og einfaldur frádráttur leiðir í ljós að raunverulegar afskriftir nema 164-131 = 33 ma.kr. Einföld deiling sýnir jafnframt að það eru um 33/1201 = 2,7% af fasteignaveðlánum heimila og 33/1641 = 2% af VLF 2011 og ekki nema 33/4676 = 0,7% af VLF frá hruni (2009-2011). En er kannski til of mikils ætlast að fjölmiðlar kunni að... reikna?


mbl.is 164 milljarðar afskrifaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég legg til að Árvakur ráði þig sem fréttaritara á mbl.is.

Vendetta, 11.10.2011 kl. 14:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Laun má leggja inn tékkareikning #642 í Sparisjóði Strandamanna.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2011 kl. 14:14

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Gott hjá þér Guðmundur.Það er gott að fá svona Starfstilboð frá ráðningarstjóra Árvakurs!Íöllu atvinnuleysinu, þú ættir að þakka Vandettu svona gott boð!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.10.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband