Málið rannsakað sem glæpur.

Skv. ABC News verður hótelherbergið þar sem hún lést rannsakað sem vettvangur glæps. Þar er haft eftir einum af lögfræðingum Önnu, að þetta sé annað dauðsfallið í þessari fjölskyldu á stuttum tíma sem tengist ofneyslu lyfja, og í bæði skiptin hafi Howard K. Stern, annar lögfræðingur og sambýlismaður Önnu verið nærstaddur. Sérstaklega athyglisvert að hann á í faðernisdeilu vegna yngstu dóttur Önnu sem er fimm mánaða gömul, en sonur Önnu sem var tvítugur lést þremur dögum eftir fæðingu hennar á einkennilegan hátt. Ef Howard verður úrskurðaður lögmætur faðir barnsins yrði hann þar með forráðamaður eina eftirlifandi erfingjans, en eins og margir vita hafa lengi staðið yfir málaferli vegna auðæfa sem fyrrv. eiginmaður Önnu ánafnaði henni. Hefur Howard staðið ötull að þeirri baráttu, en nú skömmu eftir dauðsfall hennar virðist hann vera horfinn sporlaust, a.m.k. veit lögreglan ekki hvar hann er niðurkominn þrátt fyrir að hann hafi líklega verið með í för og gist með henni á hótelinu... Ég ætla alls ekki að dæma fyrirfram, en mér finnst samt vera megn skítalykt af þessu öllu saman. Og "fréttastofan" Entertainment Tonight á vafalaust eftir að gera sér mat úr þessu sem smjattað verður á í marga mánuði ef ekki ár. Ég sé fyrir mér fjölmiðlafár sem mun taka fram jafnvel OJ Simpson málinu o.fl. "high-profile" málum sem á undan eru gengin vestanhafs. Þetta er að mörgu leyti sjúkt þjóðfélag þarna vestra og svona atburðir eru bein afleiðing þess að mínu mati.

Frétt ABCnews: http://abcnews.go.com/US/story?id=2860766


mbl.is Anna Nicole Smith látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband