Ögmundur tekur undir kröfur Hagsmunasamtaka Heimilanna

„Sú krafa var uppi í upphafi kreppunnar að allar skuldir yrðu færðar niður á þeim grundvelli sem Hagsmunasamtök heimilanna kröfðust. Þeirri hugsun var ég algerlega sammála,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í tilefni af brotthvarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Honum "fannst þetta sanngjörn krafa. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sneri hins vegar röngunni út í málinu og krafan náði af þeim sökum aldrei fram að ganga, fékk aldrei alvarlega umræðu..."

Þetta eru stórfréttir hvorki meira né minna. Ekki í þeim skilningi að þetta komi nokkrum einasta manni með viti á óvart, heldur að nú skuli dökka hliðin á málinu koma fram í dagsljósið. Þetta opnar algjörlega nýjan vettvang fyrir alla umræðu um þessi málefni. Tilefnið eru nýleg skrif Ögmundar á bloggsíðu sína, en ég vil einnig vekja athygli á hugvekju sem ég skrifaði daginn sem AGS hvarf formlega af landi brott:

Almenna leiðréttingu NÚNA!

Eins og kemur fram í pistlinum hafa engin þeirra markmiða sem talin eru upp í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins náðst í raun og veru. Utan eitt: endurreisn fjármálakerfisins, sem er ennþá allt of stórt, spillt og óhagkvæmt til að þjóna þörfum lands og þjóðar. Velferðarkerfið og heimili landsmanna, sitja hinsvegar ennþá á hakanum.

Andrea J. Ólafsdóttir og Ámundi Loftsson standa við hakann.
Andrea J. Ólafsdóttir formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna tekur við Hakanum frá höfundi listaverksins, Ámunda Loftssyni

Það ánægjulega er að sjá núna ljósið við endann á göngunum. Með brotthvarfi AGS eru íslensk stjórnvöld ekki lengur bundin af þeim viljayfirýsingum sem áður hafa verið gefnar út um "engar frekari aðgerðir til handa heimilinum" eins og fjallað var um hér í apríl í fyrra og aftur í október síðastliðnum. Það ætti því ekki lengur að vera neitt því til fyrirstöðu að ráðast í almenna leiðréttingu íbúðalána og afnám verðtryggingar.

Munið að taka þátt í Undirskriftasöfnun Heimilanna.

14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr.

14. gr. Óheimilt er að verðtryggja lánsfé í viðskiptum við almenna viðskiptavini fjármálafyrirtækja.
Almennur viðskiptavinur telst hver sá sem ekki nýtur stöðu fagfjárfestis eða viðurkennds gagnaðila á fjármalamörkuðum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti .


mbl.is Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Flott listaverk á myndinni sem segir meira en þúsund orð.  Væri ekki ráð að fá listamanninn til að hanna listrænan gálga við Austurvöll sem stjórnmálamenn gætu velt fyrir sér?

Magnús Sigurðsson, 31.8.2011 kl. 07:39

2 Smámynd: Vendetta

Já, eða fallöxi með innbyggðu Face Recognition System? Svona til að komast hjá því að afhöfða óvart þá sem eru ekki ráðherrar.

Vendetta, 31.8.2011 kl. 12:30

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Magnús mig dreymdi einu sinni svona draum um gálga á Lækjartorgi (eða krossfestingar). Væri ekki lag í að fá listamann til að setja upp svona verk?

Guðni Karl Harðarson, 31.8.2011 kl. 14:23

4 identicon

Heill og sæll Guðmundur; æfinlega - líka sem aðrir gestir, þínir !

Guðmundur minn !

Í Guðanna bænum; láttu ekki glepjast, af lyga fagurgala Ögmundar Jónassonar, ágæti félagi, í harðnandi baráttunni.

Þetta gerpi; Ögmundur, mér fjarskyldur, vestan úr Leirársveit, er ALG JÖRT Skoffín; í allan máta. 

Punktur !!!

Magnús - Vendetta og Guðni Karl !

Væri ekki nær; að fá alvöru IÐNAÐARMENN, til þess að smíða þessi þörfu aftökutæki, úr því sem komið er ?

Þið eruð; allt of frjálslyndir, í afstöðu ykkar, til íslenzku GLÆPA AFLANNA, ágætu 3 menningar; ykkur, að segja.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 16:56

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað sem viljayfirlýsingum Ögmundar eða einhverra annarra áhrærir og hvert sem mat manna á sanngirni áhrærir þá komumst við ekki framjá eiftirfarandi staðreynd.

Það er ekki og hefur aldrei verið möguleiki á að færa lán heimilanna flatt niður öðruvísi en að skattgreðendur og hugsanlega lífeyrisþegar greiði kostnaðinn við það örðuvísi en að fá verðbæturnar dæmdar ólöglegar fyrir Hæstarétti áður en nýju bankarnir keyptu lánasöfnin af gömlu bönkunum. Það var aldrei reynt að fá verðbæturnar dæmdar ólöglegar og það er væntanlega vegna þess að engin lögfræðingur hefur talið sig geta unnið það mál.

Því er staðan þannig og hefur alla tíð verið þannig að valið hefur staðið milli þess að láta lántaka greiða lán sitt sjálfur að fullu með verðbótum eða láta skattgreiðendur og lífeyrisþega greiða hluta þess fyrir þá.

Því fyrr sem allir átta sig á þessu þeim mun fyrr getum við farið að ræða það á vitrænan og málefnanlegan hátt hvernig best er að bregðast við skuldavanda margra heimila og hernig og að hversu miklu leyti við eigum að aðstoða þá sem mest töpuðu á hruninu við að taka á tapi sínu.

Það hjálpar engum að stanslaust sé verið að gera kröfur sem útilokað er að verða við.

Sigurður M Grétarsson, 31.8.2011 kl. 22:43

6 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Sigurður M Grétarsson !

Í; eitt skipti, fyrir öll.

Það er til nokkuð; sem heitir KERFISBREYTING, meðal þjóða - og hefir tíðkast, allt frá Fornöld, hafir þú ekki áður, vitað.

En; svo annt, getur þér verið, um þessi ræksni, sem lifað hafa á íslenzka kerfinu (afætur ''Banka'' og Lífeyrissjóða o.fl.) , um áraraðir, að þú megir ekki til þess hugsa, að við því verði hróflað, Sigurður minn.

Vertu þá; sá maður - fyrir sjálfum þér, sem öðrum, að viðurkenna þann annmarka þinn, að nokkru.

Með; ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 22:58

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M Grétarsson: Óháðir útreikningar hafa sýnt fram á að með því að fullnýta afskriftasvigrúmið sem nýju bankarnir fengu að gjöf væri hægt að ráðast í almenna leiðréttingu án verulegs tilkostnaðar. Það væri meira að segja frábær fjárfesting fyrir ríkissjóð!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 06:09

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér hefur ítrekað verið óskað eftir fallöxi og sjá:

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/sokkomb.png

SØKKØMB er ný og hagkvæm lausn, sérhönnuð fyrir sjálfskipað áhugafólk um réttlæti á tímum arðráns og eignaupptöku.

SØKKØMB er framleidd úr gegnheilli stafafuru og útbúin með sterkbyggðu blaði úr ryðfríu stáli. Hún er létt, fyriferðarlítil (tekur aðeins hálfs fermetra gólfpláss samansett), endingargóð, og hefur verið ítarlega þolpróuð við raunverulegar aðstæður! Rétt eins og allar okkar vörur fylgir henni þriggja ára verksmiðjuábyrgð m.v. heimilisnotkun... (lesa meira...)

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 06:10

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Pössum okkur að nota ekki vopn á Austurvelli því að þá þíðir það stríð lögrelan og sérsveitinn á móti almenningi! Máltækið segir engin  má við margnum og svo sal verða!

Sigurður Haraldsson, 1.9.2011 kl. 07:54

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sigurður, ég stakk upp á listaverki sem hefði táknrænt gildi og gæti orðið stjórnmálamönnunum okkar til andlegs innblásturs.

Magnús Sigurðsson, 1.9.2011 kl. 09:09

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurður þú þarft ekki að vera hræddur um vopnanotkun. Kannski þó Tómatar?

Guðmundur er þetta í alvöru til? Hver fékk hugmyndina?

Guðni Karl Harðarson, 1.9.2011 kl. 13:31

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að sjálfsögðu er ég ekki fylgjandi ofbeldi.

SØKKØMB er gjörningalistaverk sem einhverjir evrópskir listamenn bjuggu til í háði og spotti, nákvæmlega eins og Magnús Sigurðsson leggur til.

Þetta er einmitt hrikalega fyndið. Þið fenguð það sem beðið var um.

P.S. Fallöxi er ekki vopn heldur verkfæri. 

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2011 kl. 00:22

13 Smámynd: Vendetta

Það er rétt, Guðmundur.

A guillotine can never be a weapon as such. But it cuts politicians down to size.

Vendetta, 2.9.2011 kl. 18:29

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Hvaða "óháða útreikninga" ert þú að tala um varðandi það svigrúm sem afskriftir á lánasöfnum þrotabúa gölmu bankanna áhrærir? Hvaðan hafa þeir menn sínar upplýsingar um lánasöfnin til að geta gert þá útreikninga? Hagsmunasamtök heimkilanna, Framsóknarflikkurinn eða Marinó G. Njálson eru hvorki óháðir né hlutlausir í þessu efni.

Staðreyndin er sú að það voru tvö alþjóðleg ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á þessu sviði fengin til að verðmeta lánasöfnin út frá mögulegum innheimtum. Kröfuhafar í þrotabú gömlu gankanna harðneituðu að gefa eftir innheimtanlegar kröfur svo hægt væri að nota þessar afskriftir til að lækka lán almennt. Þess vegna voru afskritfirnar aðeins miðaðar við það sem talið var þurfa til að dekka tapaðar kröfur. Með því að segja að þessar afskriftir séu það háar að það verði eftir afgangur þegar búið er að afslrifa tapaðar skuldir til að veita flata niðurfærslu lána þá eru menn að halda því fram að þessir alþjóðlegu sérfræðingar hafi reiknað rangt.

Það er því alveg á hreinu að einhverjir "óháðir" aðildar sem ekki hafa aðgang að útreikningum á verðmæti lánasafnanna geta ekki fullyrt eitt eða neitt í þessu efni.

Eins og ég hef áður sagt þá er staðreyndin sú að það er ekki og hefur aldrei verið til staðar sá möguleiki að lækka skuldir heimila sem geta greitt sínar skuldir eð hafa fullnægjandi veð öðruvísi en að skattgreiðendur greiði fyrir það. Því þurfum við að hætta að blekkja okkur sjálf með fullyrðingum um annað til að við getum farið að ræða það að viti hernig á að bregðast við miklum eignarbruna margra heimila. Við þurfum að taka ákvörðun um það hversu mikið við erum tilbúin að nota af skattpeningum til að niðrugreiða skuldir þessa fólks og hvernig við ætlum að dreifa þeim niðurfærslum. Við þurfum til dæmis að ákveða hvort það á að vera flöt niðurfelling eða eing og umboðsmaður skuldara orðaði svo vel í tillögu sinni um gerðardómsleiðina að taka ætti tillit til "staðsetningar á íbúðaverðbólunni". Ég er einn þeirra sem tel að það eigi að fara eftir "staðsetningu á íbúðaverðbólunni" einfaldlega vegna þess að ég lít svo á að tjón heimilanna eða eignarbrunin sé mismunandi eftir því hvenær íbúðakaupin fóru fram. Það stafar af því að í íbúðaverðbólunni urðu mjög miklar hækkanir umfram vísitölur lánanna áður en allt hrundi og þeir sem nutu þeirra hækkana áður en allt hrundi hafa að mínu mati orðið fyrir minna tjóni/eignarbruna heldur en þau heimili sem ekki nutu þeirra hækkana eða í minna mæli.

Sigurður M Grétarsson, 3.9.2011 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband