Samtök Fullveldissinna í plús og engin vanskil
3.3.2011 | 22:01
Talsverð umræða hefur verið um fjármál stjórnmálasamtaka undanfarin misseri. Nú síðast hefur hún ekki síst beinst að (van)skilum stjórnmálaflokkanna á ársreikningum vegna kosningaársins 2009, en skilafrestur samkvæmt lögum rann út þann 1. október síðastliðinn. Þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa loksins allir skilað ársreikningi, nú síðast Framsóknarflokkurinn.
Í þessum gögnum kemur ýmislegt forvitnilegt fram. Sérstaklega er athyglisvert að skoða samstæðureikning íslenskra stjórnmálaflokka í heild. Bróðurparturinn af sameinuðum efnahagsreikningi er vegna flokkanna sem fengu fulltrúa kjörna á Alþingi í síðustu kosningum, en fjárhagur annara flokka er hverfandi í samanburði.
Við skoðun á efnahag flokkanna kemur í ljós að þeir skulda samtals 567 milljónir kr. Á móti eru eignir upp á rúman milljarð, en 70% þeirra tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Stærsta einstaka eignin er líklega Valhöll, en fasteignir flokksins telja rúman helming allra eigna íslenskra stjórnmálaflokka.
Allir "fjórflokkarnir" voru reknir með tugmilljónatapi hver um sig, samtals upp á rúmar 150 milljónir kr. Sérstaka athygli vekja háar skuldir Framsóknarflokksins, sem nema 240% af árstekjum, og 120% hjá VG, en þessir tveir standa sérstaklega illa og eru með neikvætt eiginfjárhlutfall eða með öðrum orðum tæknilega gjaldþrota (-88% og -75%). Væru fasteignir Sjálfstæðisflokksins teknar út úr jöfnunni færi hinsvegar stjórnmálageirinn í heild sinni í mínus.
Samtök Fullveldissinna, yngsti skráði stjórnmálaflokkur landsins, skera sig algjörlega úr frá öðrum flokkum. Auk þess að vera algjörlega skuldlaus skiluðu samtökin, ásamt Hreyfingunni, afgangi af rekstri sínum á árinu. Loks var ársreikningur samtakanna sá eini sem var skilað innan lögboðinna tímamarka, eða fyrir 1. október síðastliðinn. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka eru tímanleg skil ársreikninga skilyrði fyrir úthlutun ríkisframlaga til stjórnmálastarfsemi, en á fjárlögum ársins 2009 nam sú fjárhæð samtals 436,5 milljónum króna.
P.S. Viðskiptablaðið og aðrir sem hafið verið að nota töflureiknisskjalið mitt til að vinna upp úr, jafnvel forsíðufréttir um þetta mál: Ég er bíð spenntur eftir ávísun með því sem þið álítið sanngjarnt endurgjald fyrir þann virðisauka sem þið hafið ítrekað haft af hagnýtingu þessara, sem og annara höfundarverka minna!
Tap á rekstri Framsóknarflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:14 | Facebook
Athugasemdir
Fyndið. Örflokkur sem hefur ekkert gert og aldrei boðið fram að skila hagnaði.
TómasHa, 3.3.2011 kl. 22:38
Það er nú ekki alveg rétt að samtökin hafi ekkert gert. Hinsvegar er rétt að þau eru ekki orðin stór ennþá, enda eru þau ný. Samtökin eru löglega skráð sem stjórnmálafélag, með fyrirliggjandi samþykktir, stjórn og efnahagsreikning þannig að þau uppfylla öll tæknileg skilyrði, auk þess að hafa fyrirliggjandi stefnuskrá og halda úti heimasíðu þar sem er að finna allar helstu upplýsingar, meðal annars stjórnmálaályktanir sem samtökin hafa sent frá sér.
Mjór er mikils vísir, og góðir hlutir gerast hægt.
Er ekki einmitt kallað eftir nýjungum í stjórnmálin?
Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2011 kl. 23:06
Ég hef ekkert á móti nýjum stjórnmálaöflum, hins vegar er sá kostnaður sem stjórnmálaflokkar fyrst og fremst í kringum kosningar. Það er því út úr korti að bera saman stjórnmálaafl sem hefur aldrei boðið fram og hin sem hafa gert það.
Það er hins vegar önnur umræða og mjög áhugaverð hvernig sumir hafa sólundað þeim peningum sem aflað hefur verið.
TómasHa, 4.3.2011 kl. 00:16
Réttmætir punktar Tómas.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2011 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.