Er verðtrygging brot á reglum AGS?

Vefmiðill Svipan hefur birt eftirfarandi tilkynningu Gunnars Tómassonar hagfræðings og fyrrverandi starfsmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hann vekur athygli á að á Íslandi sé í raun rekið þrefalt myntkerfi: nafnverðskrónur, verðtryggðar krónur og gengistryggðar krónur. Enn fremur bendir hann á að þetta kunni að brjóta í bága við reglur í stofnsáttmála sjóðsins.

Important Iceland-IMF issues

Ágætu móttakendur.

Einn móttakandi bréfs míns til Roswadowski spyr:

Skil ég þig rétt að verðtryggingakerfið á Íslandi standist ekki skilmála sem aðildarríki að alþjóðagjaldeyrissjóðnum gangast undir? Og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi látið undir höfuð leggjast að gera athugasemdir við þetta?

Svar mitt er eftirfarandi:

“Já – það er rétt skilið.

Króna, verðtryggð króna, og gengistryggð króna eru þrjár mismunandi gerðir af krónu í skilningi IMF á hugtakinu “multiple currency practice” – og reyndar fleiri ef tillit er tekið til hinna ýmsu mynda gengistryggingar í íslenzka kerfinu (dollar, jen, pund, o.s.frv. og mismunandi körfur af erlendum gjaldmiðlum).

Multiple currency practice felst m.a. í því að erlendir gjaldmiðlar eru seldir á mismunandi verði, sbr. bátagjaldeyri, ferðamannagjaldeyri, nauðsynjavörugjaldeyri, lúxusvörugjaldeyri o.s.frv. í eina tíð á Íslandi.

Hugtakið multiple currency system þekkist ekki innan IMF einfaldlega vegna þess að multiple currency practices hafa alltaf verið skilgreindir með hliðsjón af single currency gjaldmiðlakerfum.

Gjaldmiðilskerfi sem samanstendur af krónu, verðtryggðri krónu og gengistryggðri krónu er hins vegar réttnefnt multiple currency gjaldmiðilskerfi.

IMF skilgreinir multiple currency practice sem frávik frá single currency gjaldmiðilskerfi einfaldlega vegna þess að multiple currency gjaldmiðlakerfi tíðkuðust ekki á fastgengistímanum frá upphafi Sjóðsins fram yfir 1970.

Í multiple currency gjaldmiðilskerfi er ekki um frávik að ræða heldur reglu.

Í bréfi mínu til Roswadowski vek ég máls á því hvort slík regla samrýmist Articles of Agreement/Stofnskrá IMF.”

Virðingarfyllst,

Gunnar


mbl.is Fjárlaganefnd fundi um AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband