Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Kosningar boðaðar og krónan styrkist um 3%

"Fjármálasérfræðingar segja..." að breytingar á ríkisstjórn "...muni ekki hafa áhrif á stöðu krónunnar" en annað segir markaðurinn. Skv. gengisskráningu Seðlabankans styrktist krónan í vikunni um 4%, þar af mest á föstudag þegar boðað var til kosninga,...

Níunda-stærsta hagkerfið rambar á barmi gjaldþrots

Efnahagur Kaliforníu er sá stærsti af öllum ríkjum Bandaríkjanna eða um 13% af vergri landsframleiðslu (2007). Ef þetta væri fullvalda ríki hefði það eitt og sér níunda stærsta hagkerfið í heiminum (2006). Nú rambar það hins vegar á barmi gjaldþrots, sem...

Stöðvast væri nær lagi

"Sjóflutningar á heimshöfunum hafa dregist mikið saman. " Tölurnar í fréttinni ná til alls ársins 2008, það sem hefur hinsvegar gerst í þessum bransa síðustu þrjá mánuði á miklu meira skylt við algjöra stöðvun en samdrátt. Gámaflutningar á heimshöfunum...

"Íslenskir bankar standa á traustum grunni!" ???

Svona ummæli létu ýmsir háttsettir aðilar út úr alveg fram í september 2008. En hvernig getur sá sem þannig talar núna ætlast til þess að verða tekinn alvarlega? Ef það er eitthvað sem reynsla undanfarina missera hefur kennt fólki þá er það að taka ekki...

Leyndardómar bankanna og peningablekkingin mikla

Titill færslunnar gæti kannski passað einhverri af bókum Enid Blyton, sem er vel við hæfi því hún skrifaði gjarnan glæpasögur fyrir börn og unglinga. Þó er sá munur á að glæpirnir sem komu fyrir í bókum hennar eru flestir smáafbrot í samanburði við...

Raftækjabransinn áhættusamur?

Fram að þessu hafa það aðallega verið fjármálafyrirtæki sem hafa fengið að kenna á kreppunni, og svo nú síðast flugfélög sem er svo sem ekki nýtt því það hefur alltaf talist áhættusamur rekstur. Nú síðast gætir hinsvegar þess nýmælis að raftækjakeðjur...

Hvenær verður útsalan?

Býð 500 kall í BT músina. "Starfsmannafundur var haldinn í kvöld og þar fengu starfsmenn upplýsingar um stöðuna ásamt aðstoð við að tryggja réttindi sín." Var þeim þá gefið upp símanúmer og netfang hjá Ábyrgðarsjóði Launa, eða hvað? Þetta er verulega...

Orð skulu standa

"...Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Ísland til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum" Ef þetta er rétt haft eftir Jóni Ásgeir og Gunnari Sigurðssyni, þá er eins gott að þeir standi við þetta...

Methagnaður olíufélaga

Mitt í kreppunni eru það auðvitað olíurisarnir sem skila methagnaði. Fyrr í vikunni skýrði BP frá því að hagnaður hefði meira en tvöfaldast í 10 milljarða $, í dag tilkynnti Shell um 71% aukningu hagnaðar upp í 10,9 milljarða $, og nú slær Exxon Mobil...

Skilanefnd á tryggingafélögin?

Mér finnst það ætti að skoða þá hugmynd hvort ekki megi þjóðnýta bótasjóði tryggingafélaganna að hluta til og nýta þá svo til að hjálpa fjölskyldum sem lenda í vandræðum í kreppunni að halda a.m.k. þakinu yfir höfuðið og svoleiðis. Þessir bótasjóðir voru...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband