IceSave: helstu rök borgunarsinna fallin

Það er merkilegt að fylgjast með borgunarsinnum fatast flugið hvað eftir annað í gengdarlausum fjölmiðlaspuna sínum.

Áróðursvélin hélt því lengi vel fram að lán frá NIB (sjá tengda frétt) vegna Búðarhálsvirkjunar væri háð IceSave, og hefur það verið notað sem ein helsta réttlætingin fyrir samþykkt. Nú er hinsvegar komið í ljós að þetta var lygi, eins og flest annað í tengslum við það leiðindamál.

En þá bregst áróðursmaskínan við með því að láta eins og hún hafi engu logið og byrjar bara að tala um einhver önnur lán sem aldrei hafa áður verið nefnd til sögunnar, og halda því fram að þau séu líka háð samþykki IceSave. (sjá frétt á visir.is)

   Þetta kallast á mannamáli að margtyggja sömu ónýtu tugguna!

P.S. Var ég búinn að nefna að hvorki norræni fjástingarbankinn (NIB) eða hin evrópska systurstofnun hans (EIB) eru fjármálastofnanir í þeim skilningi sem hinn frjálsi markaður leggur í hugtakið? Þetta eru einfaldlega pólitískar stofnanir og þess vegna villandi að kalla þetta banka. Þó svo að gefið sé í skyn að einhver pólitík sé í gangi hjá pólitískum stofnunum, hvort sem það er nú eitthvað til í því eða ekki, þá hefur það akkúrat ekkert að gera með aðgengi að lánsfé og lánakjör á frjálsum markaði. Það er ekki sambærilegt frekar en epli og appelsínur.


mbl.is Landsvirkjun fær lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan 8:12 fyrir Ísland í pissukeppni lögfræðinga

Átta nafngreindir lögmenn, sumir þeirra jafnvel nafntogaðir ef ekki alræmdir, hafa sent fjölmiðlum stuðningsyfirlýsingu við lög um ríkisábyrgð á IceSave-III samningnum.

JÁttmenningarnir:

  • Garðar Garðarsson hrl., Landslög (eigandi)
  • Gestur Jónsson hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Gunnar Jónsson hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Ragnar H. Hall hrl., Mörkin lögmannsstofa
  • Jakob R. Möller hrl., LOGOS, áður formaður Lögmannafélagsins
  • Guðrún Björg Birgisdóttir hrl., fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn SpNor
  • Lára V. Júlíusdóttir hrl., formaður bankaráðs Seðlabankans og settur ríkissaksóknari gegn níumenningum sökuðum um árás á Alþingi
  • Sigurmar K. Albertsson hrl., eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur þingkonu, lögmaður Lýsingar og SP-Fjármögnunar í gengistryggingarmálinu

Sigurmar er ekki beinlínis þekktur fyrir að hitta naglann á höfuðið, í gengistryggingarmálinu hélt hann því einmitt fram að ólöglegur gjörningur væri löglegur, en fórnarlambið hefði hinsvegar sýnt af sér dýrkeyptan glannaskap. Alkunna er að hæstiréttur komst að annari niðurstöðu, og á næstunni mun verða hægt að fylgjast með framhaldinu á þeirri hrakfallasögu sem afstaða Sigurmars til hinna ýmsu málefna stefnir í að verða.

Þess má geta að Mörkin Lögmannsstofa hefur unnið fyrir bæði breska fjármálaráðuneytið, Landsbankann á Gurnesey og fleiri. Ekki að það skipti endilega máli heldur læt ég það fylgja sem fróðleikskorn.

Svo fyllsta sannmælis sé gætt skyldi næst skoða þann fjölda lögmanna sem hafa lýst yfir andstöðu við ríkisábyrgð á samningnum.

NEI-lögmenn:

Í Samstöðu þjóðar gegn IceSave:

  • Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hdl.

Sjö hæstaréttarlögmenn gegn IceSave:

  • Brynjar Níelsson hrl., formaður Lögmannafélagsins
  • Björgvin Þorsteinsson hrl.
  • Haukur Örn Birgisson hrl.
  • Jón Jónsson hrl.
  • Reimar Pétursson hrl.
  • Tómas Jónsson hrl.
  • Þorsteinn Einarsson hrl.

Í AdvIce hópnum:

  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfr.
  • Sigríður Á. Andersen hdl.
  • Tómas Jónsson hrl.
  • Vala Andrésdóttir Withrow lögfr.

Rétt er að geta þess að Tómas Jónsson hrl. er í báðum síðarnefndu hópunum svo hann sé ekki tvítalinn. Pétur Gunnlaugsson lögmaður hefur einnig margoft lýst yfir andstöðu við IceSave. Samtals eru þetta 12 lögmenn, en auk þeirra eru a.m.k. einn laganemi, Vilhjálmur Andri Kjartansson í AdvIce.

Vonandi snýst samt þjóðaratkvæðagreiðslan ekki um hvoru liðinu tekst að smala til sín fleiri lögfræðingum, það væri snöggt skárra en pissukeppni. ;)

 


mbl.is Lýsa stuðningi við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju NEI? - 1. hluti

Hér má sjá nokkra valinkunna Íslendinga gera grein fyrir atkvæði sínu í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um IceSave. Þetta er aðeins 1. hluti af fleirum sem munu birtast á næstunni, fylgist með hér: Kjósum!

 


mbl.is Kosið utan kjörfundar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Japan: staðfest meiriháttar kjarnorkuslys

Núna um helgina höfum við fylgst agndofa með atburðarásinni sem hefur verið í gangi í Japan. Fyrst geysiharður jarðskjálfti, svo flóðbylgja í kjölfarið, og núna er alvarlegt kjarnorkuslys yfirvofandi.

Í kjölfar jarðskjálftans á föstudag urðu alvarlegar rekstartruflanir á kjarnorkuverinu Fukushima I, sem leiddu til taps á kælivökva og hættu á ofhitnun í kjarnaofnum #1, #2 og #3. Síðan þá hefur verið unnið hörðum höndum að því að kæla ofnana til að reyna að koma í veg fyrir að þeir bræði úr sér og geislavirk efni sleppi út í andrúmsloftið.

Klukkan 15:26 að staðartíma á laugardaginn varð sprenging í byggingunni sem umlykur kjarnaofn #1 og eftir það virðast eldsneytisstangirnar í þeim ofni hafa bráðnað a.m.k. að hluta til en þó hafi hlífðarkápa sem umlykur ofninn ekki enn rofnað. Klukkan 11:15 í morgun sprakk svo byggingin sem umlykur kjarnaofn #3 en ofninn sjálfur hefur í dag að sama skapi verið á mörkum þess að bráðna niður.

Klukkan 6:15 að staðartíma bárust fréttir af því að sprenging hefði orðið í kjarnaofni #2 og þrýstingur hefði fallið á ofninum sem bendir til þess að hlífðarkápan unhverfis hann kunni að hafa brostið. Sé það raunin kunna geislavirk efni að hafa lekið út, og af þeim sökum hefur flestum starfsmönnum verið fyrirskipað að yfirgefa svæðið. Um svipað leyti og þetta gerðist mældist aukin geislun á mælum umhverfis verið, en á þessu stigi er ástandið afar óljóst.

Það eina sem er ljóst er að takmarkaðar upplýsingar berast og japanskir embættismenn virðast hikandi að viðurkenna alvarleika ástandsins. Þær litlu staðreyndir sem á er að byggja benda til þess að a.m.k. þrír kjarnakljúfar séu einhversstaðar á mörkum þess að bráðna og mikil hætta sé á ferðum.

Þessu má fylgjast með hér:

Bein útsending japanska sjónvarpsins NHK

BBC: Japan earthquake

Wikipedia: Fukushima I nuclear accident

UPPFÆRT 00:28 Nú hafa loksins borist rauntímamælingar á geislavirkni frá Japan. Á þeim kemur fram að mælingar fyrir Fukushima og Miyagi héruð séu "í athugun" sem er snyrtileg leið til að segja að þær eru ekki birtar. Í nágrannahéraðinu Ibaraki sem liggur á milli Fukushima og höfuðborgarinnar Tokyo, mælist hinsvegar mikil geislun nú þegar. Japönsk yfirvöld hafa viðurkennt að vísbendingar séu um að kjarnakljúfur #2 hafi brostið að hluta og ástandið sé nú mjög alvarlegt.

 

UPPFÆRT 01:35 Enn eitt vandamálið, í kjölfar skjálftans byrjaði eldfjallið Shinmoedake í suðurhluta Japans að gjósa í gær. Hundruðir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín en engar fregnir hafa borist af manntjóni.

 

Á sama tíma eru japanskir fjölmiðlar farnir að tala um "versta mögulega tilfelli" í Fukushama kjarnorkuverinu og kvarta undan skorti á nákvæmum upplýsingum frá stjórnvöldum. Nýjustu tölur um þessar hamfarir: staðfest dauðsföll eru 2500, en 17000 manns er saknað, allt að hálf milljón eru á vergangi.

Og síðast má nefna efnahagslegu afleiðingarnar, sem eiga án efa eftir að senda höggbylgjur um fjármálakerfi heimsins sem er þó ekki burðugt fyrir.

 

japan-quake-stocks.png

UPPFÆRT 02:15 Forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, ávarpaði þjóð sína fyrir nokkrum mínútum síðan. Af máli hans mátti dæma að ástandið væri nú mjög alvarlegt og að kjarnaofn #2 í Fukushima væri líklega að bráðna. Enn fremur hefði komið upp eldur í kjarnaofni #4 sem reynt væri að slökkva. Geislun hafi mælst talsverð í nágrenni versins, margalft það magn sem er skaðlegt heilsu manna. Rýming hefur verið fyrirskipuð á svæði innan 20 kílómetra fjarlægðar og fólki í 30 kílómetra fjarlægð er ráðlagt að halda sig innandyra og loka gluggum í húsum sínum.

Ja hérna...


mbl.is Sprenging í kjarnorkuveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvuhakkarar gegn fjármálaelítunni

Stafrænir aðgerðasinnar sem kalla sig Anonymous hafa að undanförnu beint spjótum sínum í auknum mæli að fjármálageiranum. Á vefsíðunni ZeroHedge er fjallað um einn þeirra sem gengur undir nafninu OperationLeakS, og hann sagður hafa undir höndum skjöl frá WikiLeaks um fjármálarisann Bank of America. Enn fremur að skjölin, sem sögð eru bera vott um saknæmt athæfi bankans, verði hugsanlega birt á morgun á vefsíðunni BankOfAmericaSuck.com

Nýlega sendi þessi hópur líka frá sér tilkynningu þar sem spjótum er beint að kauphöllinni í New York (NYSE), með aðgerð sem gengur undir nafinu Operation Icarus. Þessi hópur hefur sýnt fram á getu sína og er því full ástæða fyrir þá sem eiga hagsmuni á fjármálamörkuðum að hafa áhyggjur.

Í dag birtist svo "útsending #1" vegna nýjasta verkefnis þeirra: Operation Empire State Rebellion. Í myndbandinu er þess meðal annars krafist að seðlabankastjórinn Ben Bernanke verði settur af og starfsemi stærstu og spilltustu bankanna innan kerfisins verði stöðvuð.

 


Slembiúrtak betra en flokkalýðræði

Þegar fólk verður pirrað á vanhæfum stjórnmálamönnum er stundum sagt í hálfu gríni, að þjóðfélaginu væri líklega betur stjórnað ef til þess veldust 63 einstaklingar af handahófi úr símaskránni, heldur en með núverandi fyrirkomulagi. Núna hafa hinsvegar...

Skulda 83% af árstekjum

Þegar rýnt er í opinberlega aðgengilegar upplýsingar um fjármál stjórnmálasamtaka kemur í ljós að íslenskir stjórnmálaflokkar fá ríflega helming samanlagðra árstekna sinna úr ríkissjóði. Samtals skulda flokkarnir tæplega 83% af árstekjum sínum, eða rúmar...

Samtök Fullveldissinna í plús og engin vanskil

Talsverð umræða hefur verið um fjármál stjórnmálasamtaka undanfarin misseri. Nú síðast hefur hún ekki síst beinst að (van)skilum stjórnmálaflokkanna á ársreikningum vegna kosningaársins 2009, en skilafrestur samkvæmt lögum rann út þann 1. október...

Úlfur! Úlfur!

Matsfyrirtækið Moody's segir að hafni íslenskir kjósendur Icesave-samningnum muni lánshæfismat íslenska ríkisins að öllum líkindum fara í ruslflokk Hmmm... höfum við ekki heyrt svona hræðsluáróður einhverntímann áður? 18.1.2010 S&P: Lánshæfismat íslenska...

Til hamingju góðir Íslendingar

Í dag hefur lýðræðið sigrað enn á ný. Fyrir hönd Samstöðu þjóðar gegn IceSave vil ég þakka þeim tugþúsundum Íslendinga sem stutt hafa áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu, og ekki síst þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plógin með sjálfboðavinnu við...

Beðið í ofvæni eftir ákvörðun forseta

Eins og fastagestir hér hafa líklega tekið eftir þá hef ég látið bloggið mestmegnis afskiptalaust undanfarna viku. Ástæðan er, eins og flestum er væntanlega ljóst, sú vinna sem staðið hefur yfir vegna undirskriftasöfnunar Samstöðu þjóðar gegn IceSave á...

10.000 undirskriftir fyrir miðnætti

Á miðnætti höfðu 10.000 manns skrifað undir áskorun um synjun IceSave samninganna á vefsíðunni kjósum.is . Tugþúsundasta undirskriftin var að sögn vefstjóra kjósum.is skráð liðlega hálfri mínútu fyrir miðnætti á sunnudagskvöldið. Þar með hafa safnast á...

Samningurinn jafn ólöglegur og sá fyrri

Í Silfri Egils í dag kom fram það mat manna að sá samningur sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave sé mun betri en sá fyrri. Vissulega er það rétt að skilmálar samningsins virðast ekki alveg jafn íþyngjandi, en það er hinsvegar óviðeigandi að reyna að...

Kjósum.is

Undirskriftasöfnun er hafin um áskorun til Alþingis og forseta um synjun laga um ríkisábyrgð á IceSave samningum við Breta og Hollendinga. Hægt er að skrifa undir hér: k j ó s u m . i s Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð vegna...

Kjósum.is (um IceSave)

Undirskriftasöfnun er hafin um áskorun til Alþingis og forseta um synjun laga um ríkisábyrgð á IceSave samningum við Breta og Hollendinga. Hægt er að skrifa undir áskorunina hér: k j ó s u m . i s Ég skora á Alþingi að hafna frumvarpi um ríkisábyrgð...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband