Losunarheimildir: nýja flugeldahagfræðin ?
10.12.2009 | 01:35
Samhliða umræðunni um loftslagsmál og hræringum á þeim vettvangi er forvitnilegt að skoða hvaða þýðingu þær munu hafa fyrir fjármálageirann. Alþjóðlegir bankar eru sagðir í óðaönn að útbúa nýja afleiðupappíra fyrir viðskipti með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Ef þið hélduð að íslenska kvótabraskið væri slæmt þá er í uppsiglingu mjög svipað fyrirbæri, nema í þetta sinn á heimsvísu. Búið ykkur undir nýjasta útspil alþjóðlegra fjármálasnillinga: pappírsbrask sem byggir á engu nema lofti, bókstaflega!
--- Cryptogon / þýð. bofs ---
Kona sem fann upp skuldatryggingar í aðalhlutverki við undirbúning afleiðuviðskipta með losunarheimildir
Bloomberg segir frá því að markaður fyrir losunarheimildir gróðurhúsaofttegunda muni snúast um afleiðuviðskipti:
Brask með afleiðupappíra og ekki síst skuldatryggingar er almennt talið hafa verið ein af meginorsökum fjármálahrunsins í Bandaríkjunum sem breiddist svo út á heimsvísu fyrir rúmu ári síðan. Til fróðleiks skulum við svo skoða hvað hefur verið sagt og skrifað um skuldatryggingar:
- George Akerlof, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði spáði því árið 1993 að skuldatryggingar ættu eftir að valda næsta hruni
- Warren Buffett kallaði þær "gereyðingarvopn" árið 2003
- Fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Alan Greenspan segir núna að skuldatryggingar séu hættulegar - þrátt fyrir að hafa lengst af verið ein helsta "klappstýra" slíkra viðskipti
- Fyrrverandi yfirmaður bandaríska fjármálaeftirlitsins, Christopher Cox sagði að "skortur á regluverki fyrir viðskipti með skuldatryggingar hafi spilað stórt hlutverk í fjármálakrísunni".
- Newsweek kallaði skuldatryggingar "Skrímslið sem át Wall Street"
- Obama Bandaríkjaforseti sagði í ræðu sem hann flutti á 17. júní að skuldatryggingar og önnur afleiðuviðskipti hefðu "ógnað fjármálakerfinu eins og það leggur sig"
- George Soros segir að markaðirnir séu ennþá ótraustir, og að skuldatryggingar séu "eitraðar" og "mjög hættulegar afleiður" sem auðveldi mönnum að "taka stöðu" gegn skuldaranum
- Bandaríska þingkonan Maxine Waters lagði frumvarp um bann við afleiðuviðskiptum með skuldatryggingar fyrir þingið í júlí, sem hún rökstuddi með því að slík viðskipti opnuðu fyrir áhættufjárfestingar af því tagi sem hefðu knésett fjármálakerfið
- Myron Scholes, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði - sem þróaði að stóru leyti aðferðir sem beitt er við verðlagningu á skuldatryggingum - hefur sagt að bein viðskipti með skuldatryggingar séu svo hættuleg að það þyrfti að útrýma þeim
- Satyajit Das sem er leiðandi sérfræðingur á sviði skuldatrygginga, hefur sagt að nýjum reglum um skuldatryggingar muni ekki bara mistakast koma á efnahagslegum stöðugleika, heldur gætu jafnvel stuðlað að meiri óstöðugleika
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.