Meirihluti Íslendinga vill hvorki Evru né ESB
26.10.2009 | 13:40
Ætli Finnar séu einmanna í Evrunni? Haft er eftir Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, að hann vilji sjá öll Norðurlöndin innan Evrópusambandsins og á evrusvæðinu. Ólíklegt verður þó að teljast að honum verði að ósk sinni. Í Svíþjóð er almenn ánægja með ESB-aðild en hinsvegar lítill áhugi fyrir upptöku Evru. Í Danmörku stóð til að fara alla leið en aðild að myntbandalaginu er hinsvegar komin í biðstöðu því ekki er lengur pólitískur vilji fyrir hendi. Noregur er ekki í ESB og þar á bæ virðist vera mjög lítill vilji fyrir inngöngu við núverandi aðstæður. En hvað með Ísland?
Ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Miðlun gerði fyrir vefritið Pressan.is vilja 55% Íslendinga að í peningamálum þjóðarinnar verði mörkuð stefna til framtíðar utan Evrópusambandsins með einum eða öðrum hætti. Þar af vill rúmur fjórðungur, eða 26%, að stefnan verði óbreytt og haldið í íslensku krónuna. 29% vilja taka upp erlendan gjaldmiðil einhliða, en þar af aðeins 9% evru. Einungis 24% vilja hins vegar taka upp evru með inngöngu í Evrópusambandið. 21% taka ekki afstöðu.
Það athyglisverðasta við niðurstöðurnar er þó líklega að af þeim sem taka afstöðu vilja tæp 70% að gjaldmiðilsmál Íslands verði með þeim hætti að ekki verði gengið í Evrópusambandið. Þykir það benda til þess að andstaða við ESB-aðild hafi enn aukist frá síðustu könnun sem Capacent gerði fyrir Samtök iðnaðarins um miðjan september, en þar kom m.a. fram að 61,5% aðspurðra myndu hafna inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Meira um þetta hjá Heimssýn og á Pressunni. Áfram Ísland!
Vill Norðurlöndin á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við höfum ekkert að gera í ESB og það þarf að berja það inn í tómann haus samspillingaraulana. Og AGS úr landi strax
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:16
Halelúja!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.10.2009 kl. 19:25
Vantar "sópran" í kórinn? (-:
Helga Kristjánsdóttir, 26.10.2009 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.