8,77% styrking frá 9. janúar
28.1.2009 | 18:22
Gengisvísitala íslensku Krónunnar hefur farið lækkandi samfellt frá 9. janúar þegar hún stóð í 220,2126 stigum sem var hæsta gildi ársins. Í dag fór vísitalan um tíma niður í 199 stig sem er í fyrsta skipti á árinu sem hún fer undir 200, en lokagengi dagsins var 202,4606 stig. Þessi lækkun gengisvísitölu um alls 17,752 stig þýðir að krónan hefur styrkst um 8,77% á umræddu tímabili, en styrkingin frá áramótum er 6,754%. Þetta er að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir flesta, en sérstaka athygli vekur að mesta styrkingin hefur orðið eftir að byltingin hófst. Lengi lifi byltingin!
Styrking krónunnar 2,93% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.