Halelúja! Stjórnin fallin
26.1.2009 | 13:39
Þau stórtíðindi hafa gerst að ríkisstjórn Íslands er nú formlega sú fyrsta í heiminum sem er beinlínis fallin vegna efnahagskreppunnar. Þetta tilkynnti Geir H. Haarde forsætisráðherra um í Alþingishúsinu fyrir stundu. Ætli krónan styrkist meira við þessar nýjustu fréttir?
Búsahaldabyltingin hefur borið sigurorð af spilltum og vanhæfum stjórnvöldum í þróuðu vestrænu ríki. Þar sem allra augu beinast nú að Íslandi er það e.t.v. bara tímaspursmál hvenær þessi hreyfing mun breiðast út til annara landa eins og lýðræðisveira, það liggur fyrir að t.d. margir Bretar bíða í startholunum og sumir eru að spá því að eitthvað svipað muni drífa á daga nýskipaðrar Bandaríkjastjórnar með vorinu. Meira um það í stórmerkilegu viðtal við Cliff High, HalfPastHuman.com, í tónlistarspilaranum til hægri á síðunni, en þar er fjallað um heimsmálin og það sem hann kallar "plunge into novelty" sem var spáð að myndi hefjast í dag. Nú blasir einmitt við stjórnarkreppa, vonandi skammvinn, og ljóst að framundan eru íslensk stjórnmál á leið um ókannaðar slóðir á válegum tímum.
En Davíð situr óhreyfður í Seðlabankanum! Hvað er það eiginlega???!!!
Byltingunni er ekki lokið. Lengi lifi byltingin!
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Facebook
Athugasemdir
það er allstaðar þessi efnahagsóráðs æði ..bara Ísland sem er fyrst til að falla fyrir henni..vonandi þá rísa upp úr henni fyrst líka...En ef við myndum færa þessar 300.000 manns í úthverfi í stórborg erlendis og sá hópur myndi gera nákvæmlga það sama og við hér á landi...það þætti skrítinn söfnuður..yrði sennilega vigirtur bak við hærri múr en Kína múrinn er...
Agný, 26.1.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.