Stjórnarbylting?
8.11.2008 | 22:41
Það virðist stefna í að stjórninni verði steypt enda ekkert annað í stöðunni. Í dag voru kröftug mótmæli á Austurvelli og lá við fjöldaslagsmálum þegar lögreglan ætlaði að fjarlægja einn mótmælenda sem hafði flaggað Bónusfánanum á þaki Alþingishússins. Reiður múgurinn hefti þó för lögreglumanna og sýndi almenna mótspyrnu, hugsanlega hefur löggan bara ekki fattað brandarann og haldið að Jón Ásgeir ætlaði sér að yfirtaka rekstur Alþingis líka!
Ástandið róaðist þó eftir að viðstaddir höfðu bent lögreglunni á að verið væri að berjast fyrir málstað allra en ekki fárra og þeirra hlutverk væri að þjóna almenningi en ekki útvöldum, þörf áminning það! Þetta virðist hafa haft nokkur áhrif því að svo búnu tók lögreglan sér stöðu fremst í flokki mótmælenda og stóð heiðursvörð á meðan hópur mótmælenda grýtti þinghúsið með eggjum og skyri.
Á sjötta tímanum stóðu nokkrir mótmælendur enn á tröppum Alþingis með mótmælaspjöld þegar hreinsibíll mætti til að skúra matvælin af með háþrýstidælu. Nú leita margir hinsvegar logandi ljósi að enn stórtækari græjum til að smúla skítinn út úr fjármála- og stjórnkerfinu, með misjöfnum árangri. Nýjustu fregnir herma hinsvegar að efasemdir séu uppi meðal æðstu manna um að nógu margar haugsugur séu í landinu til að pumpa upp öllum óþverranum og koma honum til förgunar í öruggri fjarlægð. Óttast jafnvel sumir að fá skítasprengjuna í andlitið og hafa þess vegna fullkomnað paranoiuna með því að umkringja sig lífvörðum.
Hiti í mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Næsta Laugardag skal það brýnt fyrir fólki að taka með sér sundgleraugu því Björn Bjarna mun pottþétt efla gæsluna og láta gasa fólkið, það fer að koma að því að almenningur í landinu beri þetta hyski út á götuna.
Sævar Einarsson, 8.11.2008 kl. 23:02
Skemmtilegur pistill hjá þér
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:10
Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 08:11
Geir Jón er orðinn verndari mótmælanna.
Thee, 9.11.2008 kl. 10:59
Var stödd á svæðinu, pistillinn er fínn hjá þér.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:35
ekki nóg að koma með sundgleraugu .. taka með sér klúta sem bleyttir eru upp í sítónusafa eða eplaediki.. táragasið nálgast.. ef margföldunaráhrifin halda áfram verða 16.000 manns næsta laugardag.. maður leyfir sér að trúa að fólk á íslandi geti risið upp gegn óstjórn og spillingu ÁFRAM ÍSLAND!!
frábært guðmundur þú ert ekki fjarri lagi í því sem þú skrifar. Það fjölgar stöðugt fólki sem sér IMF eins og hann er.. ég sjálfur held reyndar að kapphlaup sé hafið um auðlindir Íslendinga og aðeins við Lýðurinn getum komið í veg fyrir að landið verði selt á verulega lágu verði!
Hinrik Þór Svavarsson, 9.11.2008 kl. 18:04
Mér fannst "skæruliðarnir" sem flögguðu Bónusfánanum hitta beint í mark með aðgerðum sínum. Róttækt, og dansar á mörkum þess yfirgengilega án þess samt að fara alveg út úr kortinu. Læt vera hversu mikið "lögbrot" það er í samanburði við framkomu stjórnvalda og þá spillingu sem gegnsýrir viðskiptalífið að því er virðist. Það er samt aldrei útilokað undir afar sérstökum kringumstæðum að eina leiðin til að verjast ofbeldi, sé að svara á móti með einhverskonar ofbeldi... Ég hvet þó als ekki til þess að menn gerist brotlegir við lög í svona aðgerðum, það verður verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig og ég mun aldrei bera ábyrgð á slíku.
Þakka annars góðar undirtektir.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.11.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.