Auknar valdheimildir...
17.10.2008 | 23:54
...og stórauknar fjárveitingar til löggæslu verður það næsta sem hann nefnir, og nú hefur hann aldrei þessu vant alveg frábæra átyllu fyrir þann málstað, sérstaklega ef kreppan versnar og smáglæpir aukast eitthvað við það. Einhvern veginn grunar mig að við eigum eftir að sjá meira af BíBí á næstu misserum, en á sama tíma er fæ ég velgju af að hugsa til þess að þessi dómsmálaráðherranefna muni e.t.v. bera ábyrgð á rannsókn bankamálanna. Hann getur t.d. ekki talist annað en vanhæfur núna sökum tengsla hans við seðlabankastjóra, ekki nóg með að þeir séu góðkunningjar í pólitík til áratuga, heldur er Björn svo rótgróinn úr ætt Sjálfstæðismanna að hann hefur sennilega fengið flokksskírteinið afhent með fæðingarvottorðinu! Ef það verður gerð rannsókn á bönkum verður auðvitað að byrja hana á Kalkofnsveginum í "banka bankanna", en það er aðeins steinsnar þangað frá Skuggasundinu þar sem Dómsmálaráðuneytið er til húsa. Fái Björn að ráða er hinsvegar því miður hætta á að rannsóknin muni beinast eitthvað annað en í grennd við Arnarhólinn.
Auk þess vek ég athygli á því að Davíð og Björn eru einu núlifandi Íslendingarnir sem vitað er til að hafi setið leynifundi hinna alþjóðlegu Bilderberg-samtaka, þar sem sumir halda því fram að gangur heimsmálanna sé fyrirfram ákveðinn og skipulagður. Það er e.t.v. engin tilviljun að Joseph Retinger, einn af upphafsmönnum þessa leynifélags varð síðar einn af aðalhvatamönnum þeirrar sameiningarvinnu sem leiddi til stofnunar Evrópusambandsins! Mér þætti forvitnilegt að vita hinsvegar, hvort Davíð og Björn hafi nokkuð hitt Gordon Brown einhverntíma yfir kaffibolla á svona fundi? Skv. þáttökulista voru þeir nefninlega allir saman komnir á Bilderberg-fundi árið 1991. ;)
Ný sjálfstæðisbarátta óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Öryggis- og alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Merkilegt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.