Fleiri réttindi eru í stjórnarskrá en eignarréttur
23.3.2024 | 00:30
Húseigendafélagiđ leggur í umsögn sinni um frumvarp um breytingar á húsleigulögum sem liggur fyrir á Alţingi, ađaláherslu á eignarrétt fasteignaeigenda sem eru leigusalar. Ţađ er í sjálfu sér allt í lagi ţví sá réttur er bundinn í stjórnarskránna. Slík samtök njóta tjáningarfrelsis og mega ráđa ţví hvernig ţau haga hagsmunabaráttu sinni.
Á hinn bóginn verđur einnig ađ taka međ í reikninginn ađ ýmis önnur réttindi eru bundin í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála sem íslenska ríkiđ hefur samţykkt. Ţar á međal rétturinn til viđunandi húsnćđis á viđráđanlegum kjörum, enda hangir lífsvirđurvćri margra í samfélaginu á ţví, ekki síst ţeirra sem minnst mega sín.
Eignarréttur eins og hann er skilgreindur í stjórnarskrá er ekki án takmarkana. Hann má til ađ mynda takmarka í ţágu almannahagsmuna. Enginn verđur ţó sviptur eign sinni án ţess ađ fá bćtur fyrir og ţađ er viđurkennt. Sem sćmi um ţetta má nefna ađ eigendur fasteigna mega yfirleitt ekki stunda ţar starfsemi sem veldur tjóni á umhverfinu eđa rýrir réttindi annarra. Ţessi sjónarmiđ hafa einnig veriđ stađfest í réttarframkvćmd.
Frumvarpiđ sem um rćđir felur ekki í sér sviptingu eignarréttar heldur ađeins skilyrđi fyrir ţví hvernig honum sé ráđstafađ. Burtséđ frá ţví hvort frumvarpiđ verđi samţykkt eđa ekki verđur eigendum íbúđa áfram heimilt ađ eiga ţćr og selja eđa kaupa slíkar eignir eins og ţeim lystir. Lagaskilyrđin sem eru lögđ til í frumvarpinu kveđa eingöngu á um hvernig megi ráđstafa slíkum eignum til útleigu og fénýta ţćr ţannig.
Ţegar ein tegund réttinda vegst á viđ ađra tegund réttinda er alltaf skynsamlegt ađ leita jafnvćgis ţar á milli. Ţess vegna er ţađ ekki endilega stjórnarskrárbrot ţó ađ löggjafinn reyni ađ stuđla ađ ţví ađ slíkt jafnvćgi náist.
Rétturinn til húsnćđis er ekkert síđur mikilvćgur en eignarrétturinn. Ef sá sem ţetta skrifar ţyrfti ađ velja á milli ţess ađ einhver verđi heimilislaus og leyfa fasteignareiganda ađ gera hann heimilislausan, yrđi sá fyrir valinu sem er í veikari stöđu. Lesendur mega svo draga sínar ályktanir um hvor ţađ sé í ţessu ímyndađa tilviki.
Ţađ ţjónar engum samfélagslegum hagsmunum ađ gera fólki ókleift ađ hafa viđunandi húsnćđi. Ţađ ţjónar ekki heldur hagsmunum fasteignaeigenda ađ hemilislaust fólk ráfi um göturnar umhverfis fasteignir ţeirra og grípi jafnvel til ólöglegra örţrifaráđa eins og innbrota og ţjófnađa til ađ reyna ađ draga fram líf sitt. Ţvert á móti er ţađ til ţess falliđ ađ rýra hagsmuni eigenda fasteigna ţegar svo er ástatt.
Eignarrétturinn er til stađar og óneitanlega mikilvćgur, en kannski ekki eins einhliđa og kann ađ virđast viđ fyrstu sýn. Ákveđin mannúđ er ekki ađeins nauđsynleg til ađ byggja réttlátt og gott samfélag heldur er hún líka beinlínis stjórnarskrárbundin. Fyrir ţví eru góđar ástćđur sem stefna ađ ţví jafnvćgi sem er forsenda fyrir góđum árangri.
Húsaleigufrumvarp í trássi viđ stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Viđskipti og fjármál | Breytt 4.5.2024 kl. 01:44 | Facebook
Athugasemdir
í Stjórnarskránni segir líka ađ ekki megi svipta fólk ríkisborgararéttindum
Ţví finnst manni ţingmenn deila ţeim réttindum út all frjálslega
Grímur Kjartansson, 23.3.2024 kl. 20:47
Sćll Grímur.
Ţađ er rétt ađ ekki má svipta fólk ríkisborgararéttindum.
Ég hef ekki sterka skođun á ţví hvort ţingmenn kunni ađ fara of frjálslega međ vald sitt til ađ veita ríkisborgararétt. Stjórnarskráin vetitir ţeim frjálsar hendur í ţeim efnum og setur ekki sérstök skilyrđi. Alţingi veitir ađeins ríkisborgararétt í undantekningartilfellum. Mig minnir ađ jafnađi 20-30 manns á ári eđa ţar um bil fái ríkisborgararétt međ ţeim hćtti. Miklu fleiri fá ríkisborgararétt međ stjórnvaldsákvörđun útlendingastofnunar á grundvelli ţess ađ uppfylla hin ýmsu skilyrđi sem koma fram í lögum til ađ hljóta ríkisborgarétt međ ţeim hćtti.
Guđmundur Ásgeirsson, 23.3.2024 kl. 21:09
Međlimir Pussy Riot voru ţakklátar en virtust mjög hissa ţegar ţeim var tilkynnt um íslenskan ríkisborgararétt
Engu líkara en einhverjir ađrir hafi sótt um fyrir ţćr?
Viđ viljum varla hafa ţađ ţannig
og ţó svo Alţingi samţykki ţá fá alţingismenn mjög litlar upplýsingar um ţá sem veriđ er ađ veita ríkisborgarréttinn
Grímur Kjartansson, 24.3.2024 kl. 11:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.