Hvernig styðja bankar við heimili?
16.3.2022 | 14:16
Fjármálastöðugleikanefnd segir að bankarnir hafi nægt svigrúm til að styðja við fyrirtæki og heimili. Ekki fylgir skýring á því í hverju sá stuðningur gæti verið fólginn.
Staðreyndin er nefninlega sú að bankar gefa heimilum ekkert.
Þvert á móti leggja þeir á þau gjöld og innheimta þau, jafnvel með aðför.
Notkun hugtaksins "stuðningur" í þessu sambandi er því gróf afbökun.
Nýlenska (e. newspeak) líkt og í ritverki Orwells, 1984.
Bankarnir hafi svigrúm til að styðja við heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
9.3.2022 (síðastliðinn miðvikudag):
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
Vextir eru og hafa verið miklu lægri á evrusvæðinu en hér á Íslandi og það á sem sagt að vorkenna þeim sem vilja halda í mörlensku krónuna.
28.8.2020:
"Varaseðlabankastjóri segir mikilvægt að fólk sem tekur óverðtryggð lán geri sér grein fyrir að 1% stýrivextir Seðlabanka Íslands séu ekki komnir til að vera.
Afborganir lána gætu hækkað verulega þegar stýrivextir Seðlabankans hækka á ný."
"Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni til 40 ára við fyrstu kaup á húsnæði gæti farið úr ríflega 140 þúsund krónum á mánuði í rétt yfir 210 þúsund ef vextir hækkuðu í það sem telja má eðlilegt ástand hér á landi."
Greiðslubyrði af 35 milljóna króna láni gæti hækkað úr 140 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund
28.8.2020:
"Greiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum gætu hækkað verulega ef stýrivextir Seðlabankans þokast aftur upp á við.
Á þetta bendir Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri í samtali í Morgunblaðinu í dag.
Sífellt fleiri taka óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum, bæði þeir sem standa í húsnæðiskaupum og þeir sem endurfjármagna eldri skuldir.
Rannveig segir ánægjuefni að fólk nýti sér lækkandi vaxtastig en ítrekar að fólk þurfi að gera ráð fyrir því að greiðslur geti hækkað umtalsvert.
Þannig hafi til dæmis komið fram að "hlutlausir" stýrivextir [Seðlabanka Íslands] væru um 4,5%, eða 3,5% hærri en núverandi meginvextir bankans.
Í útreikningum, sem Morgunblaðið hefur látið taka saman og birtir eru í blaðinu í dag, gætu greiðslur af meðalhúsnæðisláni hæglega hækkað um 50% ef vaxtastig myndi hækka með fyrrgreindum hætti."
Afborganir gætu hækkað um 50%
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 14:50
19.8.2018:
"Dómsmálaráðherra birti á dögunum svar við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins.
Þar kemur fram að á tíu árum var árangurslaust fjárnám gert 117 þúsund sinnum hjá einstaklingum.
Um þrjú þúsund voru lýstir gjaldþrota og 8.800 eignir einstaklinga voru seldar á nauðungaruppboði.
Þar bætast reyndar við um 400 fasteignir sem seldar voru á nauðungarsölu eða sölu vegna greiðsluaðlögunar skuldara, eins og kom fram í fyrra svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Ólafs.
"Ég er nýkominn frá Færeyjum. Þar fjármagna menn íbúðarhúsnæði með föstum vöxtum, 1,7% til 20 ára," segir Ólafur Ísleifsson."
Færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 15:02
Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.
"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.
Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."
10.2.2015:
"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.
Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5% vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.
Þessi lán eru óverðtryggð."
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 15:12
Efni pistilsins var bankastarfsemi þ.e. hvort bnkar "styðji við" heimili, en hvorki gjaldmiðlar né erlend ríkjasambönd.
Bankar í evrulandi gefa heimilum þar heldur ekki neitt.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2022 kl. 15:14
16.3.2022 (í dag):
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að raunvextir hafi nú verið neikvæðir hér á Íslandi um nokkurt skeið í fyrsta sinn í um fjörutíu ár og því megi reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum.
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru enn mjög lágir í sögulegu samhengi og Seðlabankinn hefur það lögbundna hlutverk að halda verðbólgu í skefjum, segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankastjóri segir íslensk heimili og fyrirtæki þola aukið aðhald
Stýrivextir Seðlabanka Evrópu, sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu, eru nú núll prósent en verðbólgan á evrusvæðinu er núna 5,8 prósent, sem er óvenju mikil verðbólga á svæðinu og aðallega vegna hækkunar á orkuverði.
Og á evrusvæðinu búa 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum.
En stýrivextir Seðlabanka Íslands eru núna 2,75 prósent og munu hækka mikið, enda er verðbólgan hér á Íslandi nú 6,2 prósent.
16.3.2016 (fyrir sex árum):
"Stýrivextir voru hækkaðir nokkuð hér á Íslandi á síðari hluta ársins 2015 en hafa nú verið óbreyttir frá því þeir voru hækkaðir í 5,75 prósent í nóvember í fyrra.
Stýrivextir hér á Íslandi eru mun hærri en í öðrum löndum í kringum okkur.
Seðlabanki Evrópu tilkynnti til að mynda í síðustu viku að bankinn hefði ákveðið að lækka stýrivexti sína úr 0,05 prósentum í núll."
Stýrivextir Seðlabanka Íslands áfram 5,75 prósent
Og í Bandaríkjunum voru stýrivextir hækkaðir í dag úr núll í 0,25 prósent til að sporna við verðbólgu.
Stýrivextir hækkaðir í Bandaríkjunum
16.3.2022 (í dag):
Engin áhrif stríðsins í Úkraínu á hótelbókanir hér á Íslandi
Við Mörlendingar kaupum erlendar vörur fyrir alþjóðlega gjaldmiðla eins og evrur og Bandaríkjadali sem við fáum fyrir útflutning okkar á vörum og þjónustu, og Evrópusambandsríkin og Bandaríkin eru okkar langstærstu markaðir í útflutningi á bæði vörum og þjónustu.
Og við höfum enga góða ástæðu til að skipta evrum í mörlenskar krónur til að greiða laun og kaupa vörur og þjónustu hér á Íslandi með tilheyrandi gríðarlegum kostnaði.
Ferðaþjónusta og sjávarútvegur eru stærstu útflutningsgreinar okkar Íslendinga og þær hafa enga þörf fyrir gengislækkanir íslensku krónunnar.
Matvælaverð fer hækkandi í heiminum og þar með verð á íslenskum sjávarafurðum.
Og hér á Íslandi dvöldu flestir erlendir ferðamenn á árunum 2016-2019, þegar gengi íslensku krónunnar var hátt, einmitt vegna þess að þá dvöldu hér flestir erlendir ferðamenn.
Sjávarútvegur og ferðaþjónusta eru einnig stærstu útflutningsgreinar Færeyinga og færeyska krónan er jafngild dönsku krónunni.
Gengisbinding dönsku krónunnar við evruna nær því einnig til Færeyja - og Grænlands.
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 19:43
Það er dónaskapur að teppaleggja svona. Ef þú hefur ekkert að segja um það hvort bankar "styðji við" heimili máttu sleppa því að setja inn langa röð athugasemda um alls ótengd málefni.
Notaðu þína eigin síðu og láttu athuga með lyfjagjöfina.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2022 kl. 19:51
Nýlenska, Nýmælska, Marxísk rangmælska, og já, bankar samtímans eru fjárplógs vélabrögð og hafa þannig rangsnúið upprunahlegri merkingu fyrirbærisins.
Guðjón E. Hreinberg, 16.3.2022 kl. 20:04
Tek undir með þér, Guðmundur. Réttara hefði verið fyrir Lilju að segja að bankar ættu að hætta að sjúga blóð úr almenningi. Sjálfsagt vildi hún ekki að það hitnaði of mikið í ráðherrastólnum.
Ég bý í ESB-landinu Svíþjóð og hef verið að íhuga að koma aftur, vegna hagstæðari gjaldþrotalöggjafar okkar en Svía. Kröfur falla t.d. ekki niður við gjaldþrot og hægt að ganga eftir fólki fram í rauðan dauðann. Ekkert tveggja ára fyrningatímabil eins og á Íslandi.
Theódór Norðkvist, 16.3.2022 kl. 20:06
Theodór.
Góður punktur með gjaldþrotaskiptin. Samkvæmt íslenskum lögum þarf að hafa lögheimili hér á landi til að leita gjaldþrotaskipta eða greiðsluaðlögunar. Þessi úrræði standa því ekki til boða þeim sem flúðu land eftir bankahrunið. Ég veit um staðfest dæmi þess að fólk í þeirri stöðu hafi verið elt til útlanda með innheimtu.
Enginn banki "styður við" heimili þessa fólks.
Hvorki hér á landi né í öðrum löndum.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2022 kl. 20:19
Á evrusvæðinu búa 342 milljónir manna, fleiri en í Bandaríkjunum, og evran er alþjóðlegur gjaldmiðill.
Mörlenska krónan og rússneska rúblan eru hins vegar ekki alþjóðlegir gjaldmiðlar, enda hrundi gengi rúblunnar við innrás Rússlands í Úkraínu núna í febrúar, rétt eins og gengi mörlensku krónunnar hrundi í Hruninu hér á Klakanum haustið 2008.
Á því ári hækkaði gengi evru gagnvart mörlensku krónunni um 86% og stýrivextir Seðlabanka Íslands og Hádegismóra voru komnir í 13,3% í júní 2007, 15,5% í maí 2008 og 18% í október 2008.
Stýrivextir hér á Íslandi og evrusvæðinu 2002-2007
8.1.2015:
Ríflega þrír fjórðu Grikkja vilja áfram tilheyra evrusvæðinu
Rússar, sem nú hafa hækkað sína stýrivexti í 20%, þurfa alþjóðlega gjaldmiðla eins og evrur og Bandaríkjadali til að geta keypt erlendar vörur og þjónustu, rétt eins og við Mörlendingar.
28.2.2022:
Stýrivextir í Rússlandi hækkaðir úr 9,5% í 20%
Og Evrópusambandsríkin og Bandaríkin eru langstærstu markaðir okkar Mörlendinga fyrir bæði vörur og þjónustu.
Gríðarlegar sveiflur hafa verið á gengi mörlensku krónunnar og til að mynda hrundi gengið enn og aftur vegna Covid-19.
Og ekkert ríki vill miklar sveiflur á sínum gjaldmiðli.
9.3.2022 (síðastliðinn miðvikudag):
Um helmingur Íslendinga hlynntur aðild að Evrópusambandinu og einungis þriðjungur mótfallinn
4.10.2018:
"Fleiri landsmenn eru fylgjandi því að taka upp evru eða 46% á móti ríflega 36% sem eru því á móti."
Vaxandi stuðningur við aðild að Evrópusambandinu
"Á því tímabili sem aðildarríki Evrópusambandsins er í ERM II er gengi gjaldmiðilsins fest gagnvart evru og seðlabanki aðildarríkisins og Seðlabanki Evrópu sameinast um að verja þjóðargjaldmiðilinn gegn sveiflum."
Slóvenía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, tveimur mánuðum síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tók upp evru að tveimur og hálfu ári liðnu, í ársbyrjun 2007.
Economy of Slovenia
Malta og Kýpur fengu einnig aðild að Evrópusambandinu 1. maí 2004 og gengissamstarfi Evrópu, ERM II, ári síðar, með möguleika á ±15% frávikum frá gengi evrunnar, og tóku upp evru um tveimur og hálfu ári síðar, í ársbyrjun 2008.
Economy of Malta
Economy of Cyprus
Króatía ætlar að taka upp evruna 1. janúar á næsta ári og Búlgaría 1. janúar 2024, enda eru bæði þessi ríki nú í ERM II.
Þorsteinn Briem, 16.3.2022 kl. 22:12
Þorsteinn Briem.
Hættu að dreifa þessu rusli og láttu athuga lyfjagjöfina.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2022 kl. 22:17
Guðmundur. Þarf þú ekki að láta endurskoða lyfseðilinn þinn, og hætta t.d. á Valium, frá þér hefur ekkert komið nema litlaust BLA BLA BLa í gegnum tíðina, og meiningslaust bull af jötu heimilin.is fram og til baka sem engu hefur skilað
Kristinn (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 07:49
Flott grein hjá þér Guðmundur og löngu tímabær.....
Jóhann Elíasson, 17.3.2022 kl. 09:45
Ágæt spurning sem þú leggur fram Guðmundur og verðskuldar ekki slíkan fjölda ruslathugasemda.
Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 18:56
Greinilegt að þegar menn skortir málefnalegar athugasemdir,
(1-2-3-5-10 og 12)
þá er bara bullað út í eitt og komið fram eins og menn
séu á lyfjum og gleymt að taka þau.
Snilldarpistill hjá þér Guðmundur og þarfur.
Sigurður Kristján Hjaltested, 18.3.2022 kl. 00:25
Datt inn í þáttaröðina "USA i 00'erne" á DR2 á miðvikudaginn
Fjármálstofnununum á Wall Sreet var bjargað með greiðslum úr ríkissjóði en almenningur látinn svelta
svoleiðis verður það bara áfram um ókomna tíð því miður
Grímur Kjartansson, 18.3.2022 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.