Geimveðurfar
15.12.2019 | 17:39
"Okkur til mikillar undrunar höfum við á nálgun farsins að sólu greint umfangsmikla hverfistrauma, jafnvel 10 til 20 sinnum stærri en stöðluð reiknilíkön fyrir sólina gera ráð fyrir. Inn í dæmið vantar því eitthvert grundvallaratriði um sólina og hvernig sólvindurinn sleppur út. Þetta hefur gríðarlegar skírskotanir. Við geimveðurspár verður að taka tillit til þessara strauma ef við ætlum okkur að geta sagt um hvort massastreymi frá kórónunni geti teygt sig alla leið til jarðarinnar eða lamið á geimförum á leið til tunglsins eða Mars," segir Justin Kasper, prófessor í loftslags- og geimvísindum og verkfræði við Michigan-háskóla.
Samfélög nútímans eru háðari flóknari og margbrotnari tækni en áður og því getur "umfangsmikið ónæði" frá sólu mögulega verið gríðarlega alvarlegt. "Væri okkur unnt að spá fyrir um geimveðurfar gætum við slökkt á eða einangrað hluta rafdreifikerfisins til að hlífa því við tjóni. Sömuleiðis mætti slökkva á gervihnattakerfum sem gætu verið í hættu stödd," segir Stuart Bale, eðlisfræðiprófessor við Kaliforníuháskóla í Berkeley, og rifjar upp í þessu sambandi að "meiriháttar fyrirbæri í geimnum" hefði árið 1859 splundrað símalínum á jörðinni. Annað slíkt fyrirbæri hafi gangsett sprengidufl bandarískra herskipa í N-Víetnam 1972.
Þessar nýjustu upplýsingar um áhrif sólarinnar á veðurfar hljóta að vera umhugsunarefni fyrir alla þá sem um þessar mundir velta fyrir sér orsökum veðurfarsbreytinga.
Rauðglóandi leyndarmál afhjúpuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 16.12.2019 kl. 22:44 | Facebook
Athugasemdir
Nú eru segulstormar frá sólu taldir dýpka lægðir og hafa önnur áhrif á veðurfar jarðar. Þú getur rétt ímyndað þér hvort það hafi meiri áhrif en að taka strætó í vinnuna!
Nýja geimfarið sýnir óútreiknanleika segulstorma með milljóna gráða hita. Augljóst þykir mér að slíkt hafi áhrif á veður hér í heimi.
Ívar Pálsson, 16.12.2019 kl. 18:49
What Is Space Weather? | NASA Space Place
Homepage | NOAA / NWS Space Weather Prediction Center
SpaceWeather.com
SpaceWeatherLive.com
Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2019 kl. 22:47
RÚV - Íslenskir jöklar í vítahring
"Jöklar á Íslandi drógu í sig mun meiri sólarorku á þessu ári en þeir hafa gert á síðustu árum. Það veldur því að þeir bráðna hraðar en ella. Sand og öskufok skýrir þessa þróun."
Fréttastofa RÚV virðist sem betur fer ekki í algjörri afneitun um tilvist sólarorku og áhrif sólvirkni á jörðina. :)
Ætli hafi svo einhverntíma verið reiknað út hversu mikið af ís og snjó hefur bráðnað úr jöklum vegna eldstöðva, og borið saman við áætlaða heildarbráðnun? Virkar eldstöðvar undir jöklum hljóta að hafa bein áhrif á bráðnun viðkomandi jökla, svo sem Grímsvötn, Katla og Eyjafjallajökull. Auk þess getur öskufall frá gosum í þeim lagst á fleiri jökla sem flýtir jafnframt bráðnun þeirra og það sama má segja um eldgos utan jökla svo sem í Heklu.
Minnast má þess hvernig öskulagið frá Heklugosinu 1991 lagðist m.a. yfir Kerlingarfjöll þar sem um áratugaskeið var rekinn skíðaskóli. Askan flýtti bráðnun jökulfannarinnar í fjöllunum svo mikið að á innan við áratug varð skíðaiðkun illmöguleg og rekstraraðilar neyddust til að loka skíðasvæðinu. Eflaust hefur það flýtt enn frekar fyrir því þegar bráðnunin náði niður á eldra og enn þykkara öskulag frá Heklugosi 1980. Engar kenningar hafa komið fram um mannlegar orsakir fyrir þessu, enda hvarflar ekki að neinum að Hekla hafi gosið af mannavöldum. Aftur á móti er þetta skýrt dæmi um hve mikil áhrif eldgos geta haft á bráðnun jökla.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.12.2019 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.