Fær Bretland aukaaðild að EES?

Breski þingmaðurinn Liam Fox tilkynnti rétt í þessu að samningamenn Bretlands hefðu náð samningi við Ísland og Noreg um viðskipti milli landanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sá samningur kemur í kjölfar samskonar samnings við Lichtenstein sem var nýlega undirritaður.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra staðfesti í viðtali við mbl.is að samningurinn muni tryggja óbreytt fyrirkomulag tolla og viðskipta, þrátt fyrir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sem verður eftir 11 daga.

Gott og vel, kryfjum nú aðeins þessar fregnir:

Bretland hefur náð samningum við:

  • Ísland, Noreg, og Lichtenstein
  • (þ.e. öll EES-ríkin utan ESB)

Um:

  • að fyrirkomulag viðskipta milli ríkjanna fjögurra
  • (sem fram að þessu hefur byggst á EES samningnum)
  • muni verða óbreytt eftir útgöngu Bretlands úr ESB.

Með öðrum orðum: Samningar hafa náðst um aukaaðild Bretlands að EES !

 


mbl.is Ísland nær samningi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki bara besta mál, aukaaðild að EES, og full aðild síðar?

Guðlaugur Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 22:57

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Einkennileg röksemdafærsla, að segja að sá (UK) sem samdi við EES- lönd um gagnkvæm viðskipti hljóti við það aukaaðild að þeim.  Bretar verða ekki fylki í Bandaríkjunum ef þeir semja við þau um viðskipti.

Þetta eru beinir samningar frjálsra aðila, óbundinna af ESB.

Ívar Pálsson, 18.3.2019 kl. 23:12

3 identicon

Evrópusambandsríkin eiga öll aðild að EES, ásamt Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Bretland hefur samið við þrjú þessara landa og að auki við Sviss. 

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 18.3.2019 kl. 23:20

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Bretar verða ekki fylki í Bandaríkjunum ef þeir semja við þau um viðskipti."

Ísland er ekki heldur "fylki" í Evrópu vegna aðildar þess að EES-samningnum.

"Þetta eru beinir samningar frjálsra aðila, óbundinna af ESB."

Það sama gildir um samningssamband Íslands og Noregs á grundvelli EES-samningsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.3.2019 kl. 23:55

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Bretar gerðu samning við Liectenstein, síðan við Ísland og Noreg. Skilmálar tolla og viðskipta eru eins og í EES- samningnum, en þjónustuliðnum er sleppt. Bretar eru að semja við þessi EES- lönd hvert um sig, en ekki að eiga við EES- samning þeirra við ESB. Þeir munu ekki koma nálægt EES- samningnum með töngum, heldur aðeins eiga við aðildarlönd hans.

Ívar Pálsson, 19.3.2019 kl. 08:05

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einmitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2019 kl. 10:26

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég held að þú sérst að misskilja þetta Guðmundur.  Bretland er ekki að semja við EEA/EES svæðið, enda ráða Íslendingar og Norðmenn ekki yfir því sem slíku.

Það mætti hins vegar halda því fram að Bretar og EFTA hafi gert með sér samning.

En slíka samninga hafa EFTA ríkin gert fjölmarga, s.s. við Kanada án þess að ríkin gerist aðilar að EFTA, hvað það EEA/EES svæðinu.

Enda hafa aðildarríki EFTA ekki neina heimild til að hleypa nokkru ríki inn í EEA/EES svæðið, hvorki með auka aðild né fulla.  Það væri enda nokkuð langt gengið.

G. Tómas Gunnarsson, 19.3.2019 kl. 11:53

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll G. Tómas.

Að sjálfsögðu er ég ekki að meina þetta alveg bókstaflega heldur var færslan sett fram með þessum hætti til að draga fram það sem mér finnst athyglisvert við þessa þróun mála. Sem er hve miklu betur virðist ganga að semja um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, við flesta aðra en Evrópusambandið sjálft.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2019 kl. 12:16

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Öllum er að sjálfsögðu frjálst að setja mál sitt fram á þann hátt sem þeir kjósa, en ég verð að segja að þetta er skrýtin framsetning.

Samningar EFTA ríkjanna við Bretland hafa ekkert að gera með EEA/EES svæðið.

Fela á engan hátt einn eða neinn aðgang að nefndu svæði, eða tengjast því.

En það er alveg rétt að flestum gengur betur að semja sín á milli en Bretum og "Sambandinu".  "Sambandið" hefur enda engan áhuga á því að gera "sanngjarnan" samning.

En Íslendingar ættu að þekkja það vel, og auðvitað Bretar einnig að enginn samningur er betri en slæmur.

G. Tómas Gunnarsson, 19.3.2019 kl. 22:35

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega. Enginn samningur er betri en slæmur.

Ég hef reyndar aldrei skilið um hvað þessar samningviðræður snúast. Síðast þegar ég sagði mig úr einhverjum samtökum þá sendi ég þeim bara tilkynningu um úrsögn. Ekki var óskað eftir neinum samningaviðræðum og jafnvel þó svo væri hefði ég bara sagt nei takk, ég þarf ekki að semja um neitt við samtök sem ég er hættur í og enginn getur neytt annan til að semja við sig.

Samningaviðræður um útgönguskilmála eru reyndar aðeins nauðsynlegar í einni tegund kringumstæðna sem ég veit um:

Gíslatöku.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2019 kl. 23:01

11 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvað gerist ef það kemur upp ágreiningur á milli Íslendinga  og breta um túlkun á þessum samningi hvort sem að það tengdist innflutningi á hráu kjöti eða einhverju öðru.

Myndi þá EFTA-dómstóllinn skera úr um þau áreiningsefni? Eða hvað?

Jón Þórhallsson, 20.3.2019 kl. 17:36

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég veit það ekki því ég hef ekki lesið þann samning.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2019 kl. 19:22

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti sú speki ekki að vera meira uppi á borðum í fjölmiðlum?

Jón Þórhallsson, 20.3.2019 kl. 19:24

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú það hlýtur að vera þeirra hlutverk að upplýsa.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2019 kl. 19:26

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Held að þetta sé nú einhver misskilningur. EES felur í sér að Ísland, Noregur og Lichtenstein eru í tollabandalagi við ESB ríkin. Samningar Breta við þessi þrjú ríki felur ekki í sér neitt tollabandalag við ESB ríkin. Því eru þessir samningar langt frá því að fela í sér neina aðild að EES, hvorki aukaaðild (hvað sem átt er við með því) né neina aðra aðild.

Ef Guðmundur eignast krakka með Jónu, og Jóna eignast krakka með Kormáki, þá hefur Guðmundur samt ekki eignast neinn krakka með Kormáki embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2019 kl. 21:50

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg rétt Þorsteinn.

Enda var þetta sett fram svona í ákveðnum hálfkæringi.

En til að benda hversu þvælt og snúið þetta ferli er.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.3.2019 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband