Söngvakeppnin: Hljóðstjórn ábótavant
11.3.2017 | 23:45
RÚV virðist hafa brugðist við gagnrýni undanfarinna daga á hljóðblöndun í útsendingum frá forkeppnum evrópsku söngvakeppninnar með því að senda úrslitakvöldið hér á Íslandi út óhljóðblandað. Ég vona þeirra vegna sem keyptu sig inn á viðburðinn að þetta hafi hljómað betur í salnum sem ég hef sjálfur enga hugmynd um.
Annars er það um úrslitin að segja að Íslendingar kusu klárlega taktískt frekar en eftir sannfæringu sinni eins og þeirra er von og vísa. Fyrir vikið virðast Daði og Gagnamagnið hafa lent í því eins og stundum gerist í sjónvarpskeppnum að það er ekki endilega besta atriðið sem vinnur heldur það sem virðist vera söluvænlegast.
Sem betur fer var taktíski valkosturinn í raun frábært atriði sem gæti átt eftir að ná langt í evrópsku keppninni. Rafmögnuð kraftballaða á heimsklassa sem er höfundum til mikils sóma og flutningurinn var óaðfinnanlegur. Persónulega fannst mér íslenska útgáfan jafnvel betri en sú með enska textanum þó hann sé ágætur. Til hamingju Svala & co.
Íslendingar fóru hamförum á Twitter | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.