545 milljarðar frá hruni

Uppsafnaður hagnaður nýju bankanna frá stofnun þeirra í kjölfar hruns fjármálakerfisins nemur nú samtals 545 milljörðum króna sem hafa verið teknar út úr hagkerfinu og þar með úr höndum almennings. Stærstan hluta þess tíma hefur ríkt kreppa og samdráttur en í slíku árferði er hagnaður sem þessi jafn ónáttúrulegur og metuppskerpa í brakandi þurrki.

Skýringin er sú að þessi hagnaður hefur verið búinn til með því að lánasöfn sem þessir bankar fengu á hálfvirði hafa verið innheimt, ekki aðeins á fullu verði heldur uppsprengdu og stökkbreyttu verði. Jafnvel eru dæmi um að þeir hafi innheimt kröfur sem þeir eignuðust aldrei raunverulega heldur þóttust bara eiga þær.

Hafi einhver haldið því fram að búið sé að gera upp hrunið, mætti benda viðkomandi á að það er ekki búið að skila þessum gríðarlegu fjárhæðum aftur til samfélagsins. Tugþúsundir heimila bíða þess enn að fá tjón sitt bætt, sem í mörgum tilvikum er óbætanlegt.


mbl.is 58,5 milljarða hagnaður hjá bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allt er þetta með ráðum gert af þeim sem hafa afl og vald.Ætlum við að líða þeim það? 

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2017 kl. 02:53

2 Smámynd: Hrossabrestur

Er ekki gjaldtaka bankanna út úr kortinu með þessum hagnaði?, er ekki nauðsynlegt að fara að setja þessum okrurum einhverjar skorður?

kv. hrossabrestur 

Hrossabrestur, 25.2.2017 kl. 09:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hrossabrestur.

Jú vissulega er nauðsynlegt að að setja þeim skorður.

Þess hefur margoft verið farið á leit við stjórnvöld frá hruni að gera slíkt en nánast alltaf við takmarkaðar undirtektir.

Meira að segja þegar mál sem hefði getað breytt þessu verulega neytendum í hag var til meðferðar fyrir EFTA-dómstólsnum, þá sendu íslensk stjórnvöld öflugt varnarlið á vettvang til þess að taka til varna fyrir verðtrygginguna og bankana.

Gleymum því ekki heldur þegar ólögmæti gengistryggingar var staðfest með dómi og í kjölfarið voru sett lög sem gripu inn í samningsfrelsi og vaxtafrelsi með því að afnema umsamda vexti lána og setja í staðinn á þá mun hærri seðlabankavexti. Jafnvel þó að vitað væri að það myndi skerða stjórnarskrárvarin réttindi neytenda.

Vandamálið felst því ekki bara í rentusækni bankanna heldur líka í þessari meðvirkni stjórnvalda, og óskiljanlegri tilhneigingu kjósenda til að kjósa það sama yfir sig aftur og aftur.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2017 kl. 12:43

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott dæmi um "maður líttu þér nær". Almenningi er talin trú um að brottfluttir íslendingar geymi þennan hagnað á aflandseyjum.  Vogunarsjóðir eru stikkfrí.

Kolbrún Hilmars, 25.2.2017 kl. 14:57

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Uppsafnaður og óúthlutaður hagnaður nýju bankanna er ekki geymdur á neinum aflandseyjum heldur í bönkunum sjálfum.

Eignarhlutir í bönkunum eru að mestu leyti í eigu ríkisins og úthlutaður arður af þeim rennur því í ríkissjóð. Helsta undantekningin frá því er 87% hlutur í Arion banka sem er í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupskil ehf. sem tilheyrir Kaupthing ehf. en það er eignarhaldsfélagsfélag sem heldur utan um slitabú gamla Kaupþings banka. Samkvæmt samkomulagi við ríkið um svokölluð stöðugleikaframlög rennur þó allur arður af þeim eignarhluta til ríkissjóðs á meðan hann hefur ekki verið seldur.

Kolbrún, telur þú að ríkissjóður sé vogunarsjóður?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2017 kl. 15:06

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gæti það verið viðeigandi skilgreining, Guðmundur?  Á sínum tíma var mikið rætt um að vogunarsjóðir hefðu keypt kröfur gömlu bankanna, en svo þagnaði umræðan og ríkissjóður var sagður hafa yfirtekið bankana, í misjöfnum hlutföllum að vísu. Hvað varð annars um þessa margumræddu vogunarsjóði?  Bíða þeir þolinmóðir eftir afléttum gjaldeyrishöftum í Seðlabankanum?

Kolbrún Hilmars, 25.2.2017 kl. 15:22

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má svo sem kannski velta því fyrir sér hvort rétt sé að líta á ríkissjóð sem vogunarsjóð...

En hvaða vogunarsjóða ert þú annars að vísa til Kolbrún?

P.S. Það eru engin gjaldeyrishöft, heldur fjármagnshöft.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2017 kl. 15:25

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég er að vísa til hinna meintu vogunarsjóða sem sagðir voru hafa keypt kröfur erlendra lánastofnana (svo sem Deutsche Bank) og rakað  síðan inn fé í ínnheimtum, en voru snyrtilega aldrei nafngreindir. 
Fjármagnshöft þýða auðvitað gjaldeyrishöft - með íslensku krónuna.

Kolbrún Hilmars, 25.2.2017 kl. 16:03

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Því fer fjarri að engir þeirra hafi verið nafngreindir.

Hér má nálgast upplýsingar um hverjir voru 50 stærstu kröfuhafar Glitnis og Kaupþings miðað við fyrri hluta ársins 2010:

http://www.althingi.is/altext/138/s/1328.html

Hér má svo nálgast samskonar upplýsingar miðað við árslok 2012:

http://www.althingi.is/altext/141/s/0906.html

Svo hefur auðvitað legið fyrir nánast allan tímann frá hruni hverjir eru langstærstu kröfuhafar og í raun þeir einu sem máli skipta í slitabúi gamla Landsbankans, þ.e. breski innstæðutryggingasjóðurinn og innlánstryggingadeild hollenska seðlabankans. Kannski má velta því fyrir sér hvort rétt sé að líta á þá sem vogunarsjóði?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2017 kl. 16:52

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Guðmundur, kærar þakkir fyrir þessar upplýsingar.  Þær fara allavega í mína möppu, þótt seint sé.  En; almennt veit fólk ekki annað en það sem fjölmiðlar birta, hefur enda öðrum erindum að sinna, svo sem lífsbaráttunni.   

Kolbrún Hilmars, 25.2.2017 kl. 17:43

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kolbrún. Margt má segja um fjölmiðla, meðal annars að þeir mættu í mörgum tilfellum gæta þess betur að bera fram réttar staðreyndir og að vísa í heimildir fyrir fullyrðingum sínum. Því miður sýna þeir ekki allir alltaf svo vönduð vinnubrögð sem æskilegt væri.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2017 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband