Tuttuguþúsund mótmælendur
5.4.2016 | 03:17
Bara svo að það sé á hreinu þá var Austurvöllur gjörsamlega smekkfullur á milli 17:00 og 19:00 og ekki nóg með það heldur voru allar aðliggjandi götur líka troðnar af fólki. Til sönnunar því eru myndir sem teknar voru á staðnum. Hafandi verið viðstaddur mörg af stærstu og mikilvægustu mótmælum samtímans getur undirritaður borið vitni um að sjaldan, jafnvel aldrei, hafa eins margir verið samankomnir á Austurvelli til að tjá óánægju sína heldur en í dag. Nokkuð hefur verið á reiki í fjölmiðlum í dag hver fjöldi þáttakenda hafi verið en af fjöldatölum frá fyrri mótmælum að dæma er þó hægt að fullyrða að fjöldinn hafi ekki verið undir fimmtán þúsund og sennilega yfir tuttugu þúsund. Sjálfur hefur undirritaður aldrei upplifað jafn mikinn fjölda í slíkum mótmælum. Þegar hæst stóð var beinlínis ómögulegt að komast inn á Austurvöll, slikur var mannfjöldinn sem þar var samankominn. Það ánægjulega við það er þó að með þessu sýnir íslenska þjóðin að sá neisti sem kviknaði hjá henni með búsahaldabyltingunni 2009 og mótmælum í kjölfarið, hefur ekki slokknað. Á meðan sá neisti lifir má búast við því að stjórnvöldum í landinu verði sýnt viðhlítandi aðhald, og það eru góðu fréttirnar frá deginum í dag. Annað sem var líka mjög ánægjulegt við mótmælin í dag var hversu friðsöm þau voru, en ekki varð vart neitt mikið alvarlega heldur en að sumir hentu eggjum og margir mættu með banana sem þeir hentu í átt að Alþingishúsinu en líkamlegt ofbeldi sást hinsvegar hvergi.
Áfram Ísland!
7-8 þúsund manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:24 | Facebook
Athugasemdir
Lögreglan: „Aldrei séð annan eins mannfjölda“
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2016 kl. 04:13
Guardian fjallar um mótmælin á Austurvelli: „Mótmælin í dag sprengja skalann“ - DV
Langfjölmennustu mótmælin « Silfur Egils
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2016 kl. 04:59
Thad var gott ad sjá ad í gaer voru adeins örfáir kjánar sem hentu eggjum og ödru ad Althingishúsinu og í lögreglumenn. Ef tekst ad halda svona kjánum frá mótmaelum af thessu tagi, vikta thau mun meira, en thegar allt fer úr böndunum, jafnvel vegna lítils hóps. Fyrirmyndarmótmaeli í alla stadi, thó menn deili um málefnid.
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.4.2016 kl. 05:27
Hvað ætlið þið að gera góðu menn þegar twitter stjórn Birgittu nær kjöri en þá er komin stjórnleysingjastjórn stjórnuð að Twitter tísti.
Valdimar Samúelsson, 5.4.2016 kl. 06:33
Það má heita full sannað að margir eru kjánarnir á Íslandi.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 15:52
Það var beitt svikaaðferðum Rúvara og Jóhannesar Kristjánssonar til að undirbyggja þessa aðför alla, þvet gegn öllum sæmilegum vinnubrögðum í fréttamennsku. Lesið t.d. leiðara DV um það í dag. Annars er leiðari Moggans alveg hörkugóður.
Svo þurftu allir að viðra sig í góða veðrinu, því bezta fram að þessu, líka vel heilaþvegnir frá deginum áður og fram á gærdaginn í Rúvapparatinu, þannig að menn voru jafnvel í stuði til að gleypa við lýðskrums-málfutningi Illuga Jökulssonar.
Sigurður Ingi tekur svo við forsætisráðherra-veldissprotanum, ef að líkum lætur og mig hafði grunað strax í gær, og vinstra liðið væntanlega hæstánægt.
Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 16:24
Er JVJ enn á útopnu að gera sig að algjöru fífli hér á Moggablogginu, þrátt fyrir alla hringavitleysu dagsins?
Skúli (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 17:49
Þetta er að verða ákaflega þægileg stærð. Öll íslenska þjóðin orðin aðeins 20.000 manns. Samkvæmt öllum þeim sem segja að þetta sé þjóðin.
Hvað eru þá þessir 310 þúsund Íslendingar sem ekki komu á Austurvelli að gera?
Tja kannski eru þessir 310 þúsund sem ekki koma á Austurvöll bara önnum kafnir við að stofna með sér það sem kallað er þjóðfélag. Það skyldi þó ekki liggja þannig í málinu?
Ég skil þetta ekki.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 5.4.2016 kl. 19:45
Takk Jón Valur fyrir góð og málefnaleg skrif undanfarið, ég er ekki á moggablogginu og get því ekki gert athugasemdir við lokaðar færslur þar.
Það var forvitnilegt að heyra í Árna Páli í viðtali í kvöldfréttum.
Hann virtist tengja einhverja meinta aðför Sigurðar Inga að RÚV við nýlega háttsemi þeirrar stofnunar.
Enn fremur sagði hann að stjórnarliðar gætu átt von á enn fleiri óþægilegum upplýsingum úr lekagögnum.
Að vonum var hann ekki spurður nánar út í þetta af fréttamanni en vissulega virðist Árni Páll vita eitthvað sem almenningur veit ekki.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 5.4.2016 kl. 21:48
Spurt er: Hvar voru hinir 310.000 Íslendingarnir?
Svar: Þeir komust ekki inn á Austurvöll, sem var svo troðfullur af fólki á meðan mótmælin stóðu hæst að það var líkamlega ómögulegt að komast inn eða út af svæðinu, og allar aðliggjandi götur voru smekkfullar líka. Margir þurftu því beinlínis frá að hverfa, en hversu margir þeir voru er ekki vitað.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2016 kl. 22:23
Guðmundur minn ég hélt að þetta væri 1. apríl gabb.
Ómar Gíslason, 5.4.2016 kl. 22:30
Við vorum yfir 30 manns á Ísafirði, og fleiri á Akureyri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2016 kl. 23:09
Skúla til upplýsingar segir Eggert Skúlason í leiðara DV í dag (5.-7. marz, Aumingja Ísland nefnist leiðarinn):
"... En gildran sem sett var upp af hálfu þáttastjórnendanna var líka fordæmalaus. Hvar hefði það gerst í heiminum að spyrill smyglaði sér inn í viðtal við þjóðarleiðtoga og færi að taka þátt í viðtali? Bara á Íslandi."
--Takk Bjarni Gunnlaugur, mín er ánægjan, ef ég get orðið einhverjum að liði við að rýna í þessa atburði.
Jón Valur Jensson, 5.4.2016 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.