Ekkifrétt
26.4.2007 | 15:13
Þetta er ekki frétt, heldur hefur þetta alltaf verið svona og er svosem ekkert líklegt til að breytast heldur frekar en mannlegt eðli almennt. Um þetta get ég vitnað sem fagmaður á sviði upplýsingatækni, þ.m.t. í öryggismálum. Eins og ég þreytist aldrei á að minna fólk á, þá hefur veikasti hlekkurinn í tölvuöryggi sáralítið með tölvur eða forritun að gera heldur snýst aðallega um mannlegu þættina. Þ.e.a.s. hversu mikla fyrirhöfn hlutaðeigandi einstaklingar eru viljugir (eða ekki!) til að leggja á sig í því skyni að auka öryggi. Verkfærin eru öll fáanleg en notkun þeirra felur a.m.k. í sér einhverja lágmarks fyrirhöfn og mismiklar takmarkanir á notkunarmöguleikum, ásamt fleiri misjafnlega samrýmanlegum áhersluþáttum sem gjarnan þarf að vega og meta fyrir hvert og eitt notkunartilvik sérstaklega. Þegar upplýsingar og mannfólk koma saman er ekkert til sem heitir fullkomið öryggi!
Password" mest notaða leyniorðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Verra er samt falsöryggið, eins og t.d. þessir fjárans lyklar sem bankarnir neyða okkur til að nota.
Gaman að lesa eftir þig Mummi.
Sigurjón, 30.4.2007 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.