Aumlegar mótmælaaðgerðir

Samkvæmt talningu lögreglu voru um 3.500 manns á mótmælum sem boðað hafði verið til í dag vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að draga til baka ólýðræðislega og ólöglega umsókn fyrri ríkisstjórnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem var lögð fram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sem betur fer eru andstæðingar lýðræðis í Evrópumálum ekki fleiri en raun ber vitni.

En til samanburðar þá voru tífalt fleiri á mótmælum í október 2010 þegar krafist var tafarlausra aðgerða til þess að taka á skuldavanda heimilanna af myndugleik. Hvers vegna er þessi sami fjöldi ekki mættur núna til þess að mótmæla því að núverandi ríkisstjórn hafi ekki staðið við loforð þess efnis?

Íslenskt samfélag hefur tekið fram úr sér í óskiljanleika.

Góðar stundir.


mbl.is Enn er mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Þú skilur þetta mótmælabrölt núna, á sama hátt og ég.

Er það virkilega rétt, að einhverjir vinnuveitendur hafi gefið fólki frí til að mótmæla í gær? Ég heyrði Alvar blessaðan segja eitthvað um það, á Útvarpi Sögu í morgun. Ég vona að það sé ekki rétt. Alvar blessaður er nú ekki vanur að fara með fleipur, heldur segja staðreyndir, sem margir aðrir þora ekki að segja.

Hvað þarf að borga þessum 3-4000 þúsund mótmælendum, til að mæta á mótmæli fátæklinga, eldri borgara, og sjúkra, sem ekki hafa efni á okurleigu eftir húsnæðisrán bankanna? Hvar var allt þetta nýjasta mótmælafólk, þegar þau virkilega nauðsynlegu mótmæli stóðu yfir síðast? Var þeim kannski alveg sama, þótt sumir hefðu ekki efni á að leigja sér húsaskjól, og jafnvel ekki salt í hafragrautinn? Eftir að bankanna stjórnsýslu-herfylkingar brenndu heimilin ofan af almenningi á Íslandi, með ólöglegum ofbeldisaðgerðum?

Er eitthvað undarlegt að maður spyrji?

Til hvers eru bankar og lífeyrissjóðir eiginlega? Og hver treystir þeim gjörspilltu ofbeldis-stofnunum? Er ASÍ-guðinn, og allt hans tindátalið týnt og tröllum gefið?

Hvernig væri að þessi nýjasta tegund af mótmælendum svöruðu þeirri spurningu, persónulega, og hver fyrir sig? Hvar voruð þau þá? Hvar voru góðu vinnuveitendurnir frígjafa-glöðu þá?

Það er ekki hægt að sækja svarið yfir saltvatnið, alla leið til Brussel! Til Brussel, þar sem enginn af toppunum veit neitt í sinn haus, og enginn lítur eftir hvað verður um árlegt okur-aðildargjald fátækra ESB-þjóðanna (almennings). Það er margsönnuð staðreynd, að enginn hefur viljað skrifa undir endurskoðun reikninga í þeirri peningaþvotta-myllu, í tæplega 20 ár. Sumir frá ýmsum löndum hafa hætt störfum í Brussel, vegna þessarar spillingar. Þeim hefur ofboðið spillingin þar á bæ, og haft samvisku til að hætta.

Það kostar mikið að framleiða vopn. Og kostar óbætanlega mikið að nota þau!

ESB-friðarbandalag?

Hverju er raunverulega verið að mótmæla núna, 24. og 25. Febrúar 2014?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.2.2014 kl. 13:30

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er því miður rétt að einhver fyrirtæki, þar á meðal Marel hf., eru dottin í LÍÚ drullupollinn og farin að senda starfsmenn sína á mótmæli.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2014 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband