Villandi fyrirsögn
19.2.2014 | 10:52
Samkvæmt fyrirsögn tengdrar fréttar hefur heimilum í "vanskilum" við Íbúðalánasjóð fækkað, og er vitnað um það í mánaðarskýrslu sjóðsins.
En það er auðvitað ekkert skrýtið þar sem þrátt fyrir boðaða frestun á nauðungarsölum, er ekkert lát á þeim. Hjá sýslumanninum í Reykjavík eru til að mynda auglýstar fyrirtökur á 11 nauðungarsölum í dag, og þar af er Íbúðalánsjóður gerðarbeiðandi í þremur þeirra.
Þessi heimili verða auðvitað ekki lengur í "vanskilum" eftir að búið verður að selja ofan af þeim. Þær verða ekki einu sinni lengur "viðskiptavinir" Íbúðalánasjóðs eftir það, og koma þess vegna ekki fram í neinni svona tölfræði.
Það hefur verið fjallað áður um þetta hér á þessu bloggi, og bent á það hversu mikil samsvörun er milli fjölda íbúða sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín, og "fækkunar" heimila sem eru skráð í "vanskilum" hjá sjóðnum. Að teknu tilliti til þess er ekki um neina fækkun að ræða, heldur hefur ástandið þvert á móti versnað og virðist halda því áfram.
Sjá fyrri umfjöllun um sama efni:
... en fleiri heimili í óskilum - bofs.blog.is
Ekki fækkun heldur fjölgun - bofs.blog.is
Villandi fréttaflutningur - bofs.blog.is
Heimilum í vanskilum fækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fasismi, Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.