Staðfesting á alríki ESB
4.2.2014 | 19:45
Best þekkta ríkjasambandið í okkar heimshluta eru líklega Bandaríkin. Þau eru reyndar fleiri, sambandsríkin, til dæmis Ástralía, Kanada, Brasilía, og gömlu Sovétríkin voru líka dæmi um ríkjasamband þó svo að það hafi átt fátt annað sameiginlegt með öðrum sambandsríkjum sem hér eru nefnd til sögunnar.
Lengi hefur menn greint á um það keisarans skegg hvort Evrópusambandið skuli teljast vera sambandsríki, eða ríkjasamband, þó að öllum sem kæra sig um það megi vera ljóst hverskonar fyrirbæri sé þar á ferðinni. Er nægilegt að vísa til að það voru öðrum fremur amerískir sambandssinnar sem studdu við framgang myndunar sambands evrópskra ríkja í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, og stuðluðu þannig beint og óbeint að myndun Evrópusambandsins, með stuðningi áhrifamanna á meginlandi Evrópu sem áttu það flestir sameiginlegt að ríki þeirra hefðu farið illa út úr stríðinu og vildu þeir því setja hömlur á möguleika annara ríkja til að ná yfirráðum á meginlandinu (lesist: Þýzkaland).
Ekki verður um það deilt að myndun sambandsríkis sé ein af mögulegum leiðum til að tryggja frið á stóru samliggjandi landssvæði, enda hefur ríkt friður á meginlandi Evrópu að miklu leyti frá 1945 og meginland Norður Ameríku hefur ekki verið undirlagt stríðsátökum frá árinu 1865 þegar borgarastyrjöldinni um þrælahald lauk þar um slóðir.
Nú berast þau skilaboð frá umboðsmanni kjósenda í Evrópusambandinu, að auk þess að gerðar séu rannsóknir á spillingu innan þjóðríkjanna sjálfra, verði spilling rannsökuð sérstaklega í stjórnkerfi sjálfs Evrópusambandsins. Þannig er ESB og stjórnkerfi þess í raun skipaður sambærilegur sess við einingu sem nýtur þjóðréttarlegrar stöðu. Alríkið, er hér skilgreint með nákvæmlega sama hætti og í Bandaríkjunum, eða Sovétríkjunum sálugu, burtséð frá því hvaða hugtök eða heiti séu notuð yfir það.
Með því að umboðsmaður kjósenda í Evrópusambandinu hafi skilgreint "alríki" sambandsins með þessum hætti, verður vart lengur framhjá því litið að um sambandsríki sé að ræða, eða í það minnsta vísi að slíku fyrirkomulagi. Þetta er um leið áfellisdómur á málflutning þeirra sem hafa reynt að halda því fram að með inngöngu í ESB yrði Ísland ekki innlimað í sambandsríki eða ígildi þess. Sú kenning hefur nú verið opinberuð sem hreinræktaður Orwellismi (það er að segja endurskilgreining með því að breyta tungutaki en engu öðru í raun og veru).
Með öðrum orðum er það lygi að ESB sé eitthvað annað en sambandsríki.
Rannsaki spillingu hjá ESB líka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Fasismi, Stjórnmál og samfélag, Öryggis- og alþjóðamál | Breytt 5.2.2014 kl. 03:26 | Facebook
Athugasemdir
Já Guðmundur, svona hefur blekkingin fengið að blómstra, í skjóli ósýnilegra alþjóðavegabréfs-valdhafa, í risherbergi spillingar-valdapíramídans. Alþjóðabankans. Rót vandans er á toppnum. Og baneitruð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.2.2014 kl. 21:06
Eina marktæka þýðingin á skammstöfuninni ESB fyrir Ísland er eftirfarandi:
Eflum Sjálfstæði Byggðarlaga ! :)
Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2014 kl. 23:10
... þegar borgarastyrjöldinni um það hvort stök ríki gætu sagt sig úr bandalaginu - stríð sem hæglega gæti endurtekið sig í Evrópu ...
;)
Guðjón E. Hreinberg, 5.2.2014 kl. 15:23
Góður punktur Guðjón.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2014 kl. 19:19
E. S. B. - E.vrópska S.ovét B.andalagið, ... eða þannig !
Tryggvi Helgason, 6.2.2014 kl. 03:54
EUSSR er það líka stundum kallað.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.2.2014 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.