Villandi fréttaflutningur

Því er haldið fram í meðfylgjandi frétt að heimilum í vanskilum við Íbúðalánasjóð hafi fækkað. Þetta er eflaust ekki rangt í sjálfu sér, en með því að setja þetta svona fram er samt gefin villandi mynd af raunveruleikanum. Sjónhverfingin liggur í því að í tölum um "vanskil" eru aldrei tekin með þau heimili sem eru þegar komin á höfuðið eða á götunni, en þau eru augljóslega ekki lengur viðskiptavinir hjá Íbúðalánsjóði og teljast því ekki með.

Þannig gefa upplýsingar um "vanskil" í raun afar villandi mynd af stöðu heimilanna. Til dæmis ef þau væru öll gjaldþrota væru engin þeirra beinlíns í "vanskilum ". Allavega ekki eins og það er skilgreint í þessari tölfræði.

Áður hefur verið fjallað um þetta hér á þessu bloggi og er áhugasömum bent á að kynna sér þá umfjöllun: Ekki fækkun heldur fjölgun - bofs.blog.is 

 


mbl.is Heimilum í vanskilum fækkar enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband