Neita að bera kostnað vegna lífeyrissjóða

"Eina leiðin til þess að fá sjóðina til þess að bera nokkurn kostnað af Íbúðalánasjóði er með því að afnema eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar", segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða.

Talandi um eignarrétt þá hljóta lífeyrissjóðirnir í ljósi þessarar nýjustu yfirlýsingar, að vera tilbúnir að skila þeim hluta eignarréttarvarinna atvinnutekna sem þeir hafa hirt af fólki gegnum tíðina, ásamt þeirri 3,5% raunávöxtun sem lofað hefur verið af þeim fjármunum til að réttlæta eignarnámið.

Þar sem stærðfræðilega er útilokað að lífeyrissjóðirnir muni nokkurntíma geta staðið við það loforð, þá eru þeir auðvitað ekki í neinni aðstöðu til þess að krefjast neins varðandi eignarrétt eða að hann sé virtur eitthvað sérstaklega þegar kemur að málefnum þeirra.

Það mætti hinsvegar kannski skoða það, hvort þeir eru ekki tilbúnir að afskrifa kröfur sínar á hendur Íbúðalánasjóði, gegn því að endurkröfur sjóðfélaga fyrir inngreiddum hluta atvinnutekna ásamt 3,5% raunávöxtun verði einnig afskrifaðar. Að minnsta kosti niður að því marki sem lífeyrissjóðirnir treysta sér til að standa við, í ljósi eignarréttar launþega.

Eitt er þó alveg ljóst:

   Heimilin neita alfarið að bera kostnað vegna ÍLS!

Eins ljóst er það að:

   Heimilin neita alfarið að bera kostnað vegna LLS!

Þessir aðila hljóta að mega taka tapið sitt og hafa það í kvöldmat, eins og þeir hafa sjálfir boðið heimilum landsmanna upp á um langt árabil.


mbl.is Neita að bera kostnað vegna ÍLS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvernig snýr eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar að þeim 500 milljörðum sem stjórnir lífeyrissjóðanna töpuðu af fé sjóðsfélaga. Þarna fór nærri fjórðungur alls fjár sjóðanna, vegna stjórnleysis þeirra!

Það er vart hægt að hlusta á málflutning þessa fólks fyrr en það gerir grein fyrir þessu gífurlega tapi sjóðanna, sem þegar hefur valdið töluverðum skerðingum á lífeyrisgreiðslum til sjóðsfélaga.

Ekki ein króna af þessum 500 milljörðum féll til sjóðsfélaga. Sá kostnaður sem lífeyrissjóðirnir þurfa að bera vegna leiðréttingu lána er einungis brot þessarar upphæðar og nánast hver króna sem þar mun verða tekin út úr kerfinu mun skila sér til sjóðsfélaga sjálfra.

Það er því mikill munur á þeim 500 milljörðum sem sjóðirnir töpuðu vegna stjórnleysis og þeirra hugsanlegu milljarða sem sjóðirnir þurfa að leggja til leiðréttingu lána.

Það er orðin þrúgandi þögnin um þá 500 milljarða sem stjórnir sjóðanna töpuðu. Að bera fyrir sig eignarréttrákvæði stjórnarskrár þegar kemur að leiðréttingu fyrir sjálfa sjóðsfélaga, er vart annað en hismi og aumingjaskapur!

Gunnar Heiðarsson, 8.8.2013 kl. 17:05

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stjórnendur lífeyrissjóða-ráns-báknsins eru gjörsamlega umboðslausir til að ráðskast með lífeyriseignir þeirra, sem greitt hafa í sjóðina frá upphafi.

Það er í gildi Stjórnarskrá á Íslandi, sem er æðri lögum, sem samþykkt hafa verið á alþingi.

Það þarf ekki að þvæla neitt um þessa staðreynd.

Þetta ætti öllu viti bornu fólki að vera algjörlega augljóst.

Þeir sem ekki skilja þetta, eru væntanlega efni í varanlega öryrkja, á lágmarks og lífeyrissjóðs-skertum framfærslu-bótum frá TR.

Eða hvað?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2013 kl. 18:42

3 identicon

Það er ekki til önnur lausn á skuldavanda heimilanna en gera lífeyrissjóðina upptæka og nota það fé sem eftir er í þeim til að lækka þær. Það dugar að sjálfsögðu ekki til að greiða þær alveg upp. Síðan á að taka upp gegnumstreymiskerfi að evrópskri fyrirmynd. Leggja á sérstakan skatt á öll laun upp á 10% og annað eins á atvinnulífið með laun sem gjaldstofn. Síðan fái allir lífeyri upp á sömu upphæð. Hætt verði þessari mismunun, sem felst í núverandi kerfi þar sem fólk getur fengið svimandi háan lífeyri ef það hefur verið á háum launum, sem er svo tekinn af þeim sem hafa haft lág laun alla ævi.

E (IP-tala skráð) 9.8.2013 kl. 09:02

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er allavega alveg ljóst, að þeir sem eru sjálfskipaðir forstjórar í lífeyrissjóðunum eiga ekki að vera á ó-útskýrðum og ó-rökstuddum ofurlaunum við að spilavítast/stela lífeyri þeirra sem greitt hafa í sjóðina.

Skömm þeirra er mikil, sem sjá ekkert siðbrenglað við slíka rányrkju.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2013 kl. 11:12

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki til önnur lausn á skuldavanda heimilanna en gera lífeyrissjóðina upptæka og nota það fé sem eftir er í þeim til að lækka þær.

Jú... það er hægt að gera það sama við uppsafnaðan "hagnað" bankanna eftir hrun. Það er ekkert eðlilegt við það að skila methagnaði í kreppu og eigendur nýju bankanna hafa ekki með nokkru móti getað átt lögmætar væntingar um hagnað af þeim að svo stöddu, þannig að þá er ekki heldur verið að skerða þær væntingar með eignarnámi á froðunni.

Annars er ég sammála því að stokka ætti upp lífeyriskerfið. Besta fjárfesting lífeyrissjóðanna myndi vera að veita fé í uppbyggingu samfélags sem hefur raunverulega tök á því að veita öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Ef það væri fyrir hendi, þá þyrfti enginn að eiga lífeyrissjóð, ef við fengjum bara að eiga hvort annað þá er það feikinóg því við eigum ekki í neinum vandræðum með að hjálpast að hér á þessu landi þegar við þurfum þess.

Fjárfesta í samfélagsauði frekar en verðlausum bréfum og rusli.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2013 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband