Kúba norðursins snýr aftur

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's varar við áhættu sem stöðu ríkissjóðs Íslands kunni að stafa af áætlun ríkisstjórnarinnar um að lækka skuldir heimila. Yfirlýsing S&P byggir hinsvegar á þeirri forsendu að lækkunin verði framkvæmd með þeim hætti að ríkissjóður taki að sér að greiða niður höfuðstól skulda einstaklinga (og kröfuhafar fái þar með kröfur sínar greiddar að fullu).

Þessa aðvörðun verður því að taka með þeim augljósa fyrirvara, að það er engin slík áætlun í gangi hjá neinum hér á landi, hvorki ríkisstjórn landsins né öðrum aðilum. Ekki einu sinni hjá bönkunum, sem stæra sig af því hversu mikið þeir hafi sjálfir lækkað skuldir heimila (eftir að hafa verið þvingaðir til þess af dómstólum).

Málflutningur S&P er því bara Kúba norðursins afturgengin.

Af þessu tilefni væri líklega mjög hollt að rifja upp ágrip úr notkunarskilmálum S&P:

The ratings and credit related analyses of Standard & Poor's and its affiliates and the observations contained in reports and articles published on this Web Site are statements of opinion as of the date they are expressed and not statements of fact or recommendations to purchase, hold, or sell any securities or make any investment decisions. Standard & Poor's assumes no obligation to update any information following publication. Users of the information provided through this Web Site should not rely on any of it in making any investment decision. Standard & Poor's opinions and analyses do not address the suitability of any security. Standard & Poor's does not act as a fiduciary or an investment advisor. While Standard & Poor's has obtained information from sources it believes to be reliable, Standard & Poor's does not perform an audit and undertakes no duty of due diligence or independent verification of any information it receives. ... ... ...

Þess má geta að dómsmálaráðuneyti Bananaríkjanna hefur höfðað mál gegn S&P fyrir blekkingar og villandi viðskiptahætti. Helsta málsvörn fyrirtækisins í málinu er sú, að einungis flón myndi taka mark á svo "uppblásnum" yfirlýsingum eins og þeim sem fyrirtækið hefur látið frá sér. Til að mynda þegar stórir bankar, þar á meðal þeir íslensku, fengu toppeinkunn skömmu áður en þeir sprungu í tætlur. Reyndar þá má rekja stóran hluta orsaka fjármálakreppunnar til þess að S&P og hin matsfyrirtækin tvö sem deila með sér markaðnum (cartel), gáfu gölluðum undirmálslánavafningum toppeinkum sem gerði útgefendum þeirra kleift að selja þá út um allan heim.

Það er ekkert við nýjustu yfirlýsingu S&P um Ísland, sem gefur annað í skyn en að viðskiptahættir fyrirtækisins séu þeir sömu og áður, þ.e. villandi og ómarktækir, og byggðir á röngum upplýsingum um staðreyndir mála. Enda er þetta bara "þeirra skoðun", rétt eins og sú skoðun að án ólöglegrar ríkisábyrgðar á innstæðutryggingum yrði hér heimsendir. Eini heimsendirinn sem bólar á virðist hinsvegar vera hjá trúverðugleika Standard & Poor's sem með sama áframhaldi verður sennilega bráðum réttnefni.

P.S. Flokkað undir: Spaugilegt.


mbl.is Skuldalækkun skilar verri horfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein stærsta blekking ríkisstjórnarinnar er að halda því fram að ríkissjóður eigi ekki að greiða skuldalækkunina.

Ef ríkinu tekst að semja við kröfuhafa um eftirgjöf á krónueignum er það ríkisfé sem hægt er að nýta  til að lækka skuldir ríkisins, auka framlög til velferðar- og menntamála ofl.

Auk þess vill SDG stofna sjóð til að greiða þessar skuldir. Ef ekki semst um eftirgjöf á krónueignum kröfuhafa þarf ríkið samt að greiða alla lánalækkunina.

Hugmyndir ríkisstjórnarinnar eru algert glapræði. 80% lánlækkunarinnar kemur þeim 20% sem mestar tekjur hafa til góða. Aðrir sem fá lækkun tapa, því að hlutur þeirra í kostnaðinum af lánalækkuninni (í formi skatta og verri opinberri þjónustu) er mun meiri en lækkun þeirra eigin lána.
 
S&P hefur að sjálfsögðu fullkomlega rétt fyrir sér. Að hunsa aðvaranir viðurkenndra alþjóðastofnana eins og AGS, OECD og S&P er feigðarflan sem leiðir til einangrunar. Kúpa norðursins er því ekki fráleit samlíking.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 16:26

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú ert greinilega að misskilja þetta líka.

Skuldir heimilanna hafa þegar lækkað um nokkur hundruð milljarða.

Vegna þess hefur ekki farið króna úr ríkissjóði.

Og þarf ekki heldur að gera það þó að meiri lækkun náist.

Það sem ekki verður borgað, verður ekki borgað.

Hvorki af ríkissjóði, þér eða mér, eða neinum öðrum.

Einfaldur raunveruleiki, kannski of fyrir suma.

P.S. Hverjar eru annars þessar "hugmyndir ríkisstjórnarinnar" sem vísað er til? Eina hugmyndin sem hefur verið samþykkt er að skipa starfshóp sem á að útfæra þetta nánar, og sú vinna á öll eftir að fara fram.

Talandi um "hugmyndir" og hver fær þær, þá er einungis brot af því sem þegar hefur verið niðurfært vegna "hugmynda" þáverandi ríkisstjórnar, en bróðurparturinn af því er til kominn vegna þeirra lántakenda og lögmanna þeirra sem fengu þá "hugmynd" sem náði fram sigri í viðkomandi dómsmálum. Haldi einhver að því ferli sé lokið er það barnaskapur. Ekkert hefur hinsvegar verið niðurfært samkvæmt neinum hugmyndum núverandi ríkisstjórnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 17:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

... nema veiðigjöldin reyndar.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 17:24

4 identicon

Nei, ég er ekki að misskilja neitt.

Lánalækkanir hingað til hafa verið fjármagnaðar af fjármálastofnunum. Þær samþykktu lækkanir vegna þess að þær töldu að féð væri annars tapað.

Það hefur komið skýrt fram að nú sé stefnt að því að þær krónueignir sem ríkið hugsanlega fær frá kröfuhöfum fyrir að hleypa þeim úr landi með sínar eignir verði notaðar til að lækka skuldir einstaklinga. 

Hér er alls ekki um það að ræða að kröfuhafar gefi eftir skuldir einstaklinga enda eru þetta kröfur á gömlu bankana. Lánin eru hjá nýju bönkunum.

Það er engum vafa undirorpið eð ef ríkinu tekst að hafa eitthvert fé af kröfuhöfum með þessum hætti þá getur það ráðstafað því að eigin vild. AGS og fleiri hafa einmitt bent á að fénu væri betur varið í að greiða niður skuldir ríkissjóðs.

Hugmyndir Framsóknar eru að lækka skuldir allra um vísitöluhækkunina frá 2007 til 2010 sem er yfir 30%. Að vísu eru komnir einhverjir óljósir fyrirvarar í stjórnarsáttmálann.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 19:18

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lánalækkanir hingað til hafa verið fjármagnaðar af fjármálastofnunum.

Rangt. Það sem ekki er borgað þarf ekki að "fjármagna". Útlán bankanna til almennings voru færð niður um helming í bókhaldi þeirra við hrunið. Það borgaði enginn fyrir það. Hinsvegar voru ýmsir kröfuhafar sem þurftu að þola tap á tilteknum viðskiptum sem "fjármögnuðu" þessa banka. Eigendur og eftir atvikum starfsmenn þeirra banka hljóta að bera ábyrgð á því tjóni.

Hugmyndir Framsóknar eru að lækka skuldir allra um vísitöluhækkunina frá 2007 til 2010 sem er yfir 30%.

Hugmyndir lántakenda og lögmanna þeirra í dómsmálum, eru ekkert sérstaklega hugmyndir Framsóknarflokksins.

En ef út í það er farið, þá er hér þingsályktunin sem var samþykkt:

http://www.althingi.is/altext/142/s/0009.html

Hvergi í henni er að finna neina sérstaka tillögu um að ríkissjóður taki að sér að greiða niður höfuðstól lána einstaklinga.

Það er þó rétt að í greinargerðinni með tillöguni segir að grunnviðmiðið sé að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010.

Dómstólaleiðin nær hinsvegar aftur til lántökudags fyrir lán tekin eftir aldamót hér um bil og í sumum tilvikum jafnvel fyrr. Það hefur ekkert með núverandi ríkisstjórn, þingmeirihluta, eða Framsóknarflokkinn, að gera.

Loks svo það sé alveg á hreinu: Ég er ekki Framsóknarflokkurinn !

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2013 kl. 19:58

6 identicon

Nýju bankarnir keyptu skuldabréf gömlu bankanna út frá mati á því hve mikið af þeim myndi innheimtast.

Þeir tóku vissa áhættu. Það er því af og frá að hægt sé að krefjast lækkunar á lánum þess vegna.

Það væri svipað og ef þú keyptir hlutabréf sem myndu hækka mikið næstu árin og fyrri eigandi kæmi og krefðist stórs hluta hagnaðarins.

Reyndar efast ég um að þetta hafi verið góður díll fyrir bankana miðað við miklar afskriftir, einkum fyrirtækja.

Enn og aftur, það stendur ekki til að bankarnir lækki lánin. Það er ekki hægt án þeirra samþykkis enda brot á eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar.

Ríkisstjórnin stefnir að því að greiða lánalækkunina með tekjum af að selja kröfuhöfum gömlu bankanna leyfi til að fara með eignir sínar úr landi. Þær tekjur getur hún nýtt til að greiða skuldir ríkisins ofl.

Ríkisstjórnin byggir tilveru sína á sérhagsmunagæslu og hálfvitahætti verulegs hluta kjósenda. Ef hún sér ekki að sér, stefnir beint í nýtt hrun, miklu verra en hið fyrra vegna mikilla skulda ríkisins.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 20:50

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég fæ ekki betur seð en margir kunnáttumenn innlendir hafi fært að því gild rök að á endanum muni hugmyndir Framsóknarmanna og Hægri grænna um fjármögnun niðurfellinga lenda á ríkissjóði.

S&P eru ekki þeir einustu sem komast að þessari niðurstöðu.

Í eyrum þessara gagnrýnenda mun það ekki ganga upp að segja annars vegar að þetta verði gert eins og lofað var, en segja á hinn bóginn að vegna þess að þetta hafi verið sett í nefnd muni það ekki verða gert á þann hátt sem lofað var.

Ómar Ragnarsson, 26.7.2013 kl. 22:50

8 identicon

Einhvern veginn er ég farinn að endurlifa árið 2007 aftur, þegar þáverandi menntamálaráðherra talaði um að sérfræðingur greingardeildar Merill Lynch þyrfti að fara í endurmenntun. Við erum best, allir aðrir algjörir vitleysingar og vita ekkert hvað þeir eru að segja.    

thin (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 00:04

9 identicon

S&P eru ekki hátt skrifaðir hjá mörgum. Og margt hægt að finna klúðrið í þeirra herbúðum. Hvort starfshættir séu þeir sömu og áður eða hvort vandaðri vinnubrögð hafi verið tekin upp verður hver að meta fyrir sig.

En lántökukostnaður og vextir Íslenska ríkisins fara eftir mati S&P hvert sem álit okkar á þeim er. Okkar álit hefur enga þýðingu og við gætum eins reynt að bæta veðrið með því að bölva rigningunni. Við verðum bara að bíta í það súra að lýðskrum og óvarlega orðuð loforð kjörinna fulltrúa koma til með að kosta okkur lakari lífskjör en ella, hvort sem þau verða efnd með tilheyrandi útgjöldum/tekjutapi ríkissjóðs eða ekki.

Ufsi (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 04:11

10 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Yfirlýsingar S&P er eitthvað sem mér þykir ekki fréttnæmt. Þeir eru fulltrúar auðugra hagsmunahópa. (Ef til vill hrægammasjóðanna?) Spurningin er frekar afhverju vilja þessir hagsmunahópar koma þessu á framfæri núna? Ég fyrir mína parta tel að skuldastaða okkar sé hörmuleg. Skuldum við ekki 1400 milljarða snjóhengju? Hagfræðingar hafa lýst því yfir að þjóðin ræður ekki við þessar greiðslur nema erlendir aðilar gefi eitthvað eftir af kröfum sínum. Það er bæði þeim og okkur fyrir bestu.

Jörundur Þórðarson, 27.7.2013 kl. 09:19

11 identicon

Snjóhengjan er ekki skuld, hvorki ríkis né annarra.

Snjóhengjan er krónueignir sem eigendurnir vilja skipta í gjaldeyri og flytja úr landi. Þar sem hér er um gífurlegt fjármagn að ræða myndi slík yfirfærsla valda hruni á gengi krónunnar. Þetta er því ekki skuldavandi heldur gjaldeyrisvandi sem felst í smæð krónunnar.

Það er hins vegar rétt að íslenska ríkið skuldar allt of mikið. Þegar við bætist að það borgar margfalt hærri vexti en ríki sem við berum okkur saman við, er ljóst að vandinn er gífurlegur.

Ríkisstjórnin á auðvitað að hafa skuldalækkun ríkisins í fyrirrúmi. Í staðinn hyggst hún sólunda hundruðum milljarða í að lækka skuldir einstaklinga, einkum hinna best settu. Ég held að engu sé logið með því að segja að helsti efnahagsvandi Íslands sé ríkisstjórnin.

Þetta er eins og fjölskylda sem stendur frammi fyrir mikilli hættu á að missa húsið en lætur allt reka á reiðanum og sólundar fé í fjölskyldumeðlimi í stað þess að leggja hart að sér við að komast á réttan kjöl.

Öllum sem hugsa skýrt ætti að vera ljóst að varnaðarorð S&P eru fullkomlega réttmæt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 10:02

12 identicon

Gáfu S & P okkur ekki A+++ haustið 2008?

Annars var fyndið að heyra Bjarna tala um að þetta væru bara getgátur um það sem gæti hugsanleg orðið - eru þessar spár og framtíðarmöt ekki alltaf það?

Grímur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 11:04

13 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ásmundur #11: "Snjóhengjan er ekki skuld, hvorki ríkis né annarra."

Jú reyndar er hún skuld, alla vega að hluta. Eignir kröfuhafa gömlu bankanna eru, eins og nafnið bendir til, kröfur á þá. Þær eru því skuldir gömlu bankanna. Snjóhengjan er því vissulega skuld að hluta til alla vega.

En mig langar hins vegar að benda á að ríkissjóður hefur á undanförnum árum þurft að greiða þessum svikamyllufyrirtækjum, sem lánshæfisfyrirtækin eru, fleiri hundruð milljónir vegna lánshæfismats, sem enginn á að taka mark á eða byggja fjárfestingar á sbr. þeirra eigin fyrirvara, en er þó "nauðsynlegt" til að hafa aðgang að að alþjóðlegum lánamörkuðum! Kostnaður ríkissjóðs á árunum 2002-2010 var 230 milljónir.

Ég birti um þetta bloggfærslu árið 2011.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.7.2013 kl. 11:21

14 identicon

Nei, Erlingur, við erum að tala um skuldir ríkisins. Auk þess er þetta eign í þrotabúinu sem afhendist kröfuhöfum um leið og þrotabúið er leyst upp. Þetta er því ekki skuld sem íþyngir  ríkinu eða þjóðarbúinu á nokkurn hátt.

Vandinn er hins vegar sá að hluti af þessum eignum er í krónum. Ef þeim væri skipt í gjaldeyri á stuttum tíma myndi gengi krónunnar hrynja niður úr öllu valdi. Ríkisstjórnin lætur sig dreyma um að kröfuhafarnir gefi eftir krónueignir til að sleppa út með gjaldeyrinn sem er þrisvar sinnum hærri upphæð. 

Ef það gengi eftir fær ríkið fúlgur fjár í krónueignum auk þess sem sá hluti snjóhengjuvandans sem tengist þrotabúum bankanna er úr sögunni. Það er ekki um það að ræða að skuldir verði gefnar eftir.

Ásmundur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 13:13

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég fæ ekki betur seð en margir kunnáttumenn innlendir hafi fært að því gild rök að á endanum muni hugmyndir Framsóknarmanna og Hægri grænna

OMG viljið þið hætta þesssum útúrsnúningum.

Bara til þess að það sé á hreinu þá tek ég skýrt fram:

Ég er ekki framsóknarflokkurinn !

Og ef þið eruð enn ekki búin að ná því:

Ég er ekki framsóknarflokkurinn !

Það er bara alveg nákvæmlega sama hversu mikið þið blaðrið um framsóknarflokkinn þetta og hitt, þá eruð þið bara einfaldlega hvorki að tala um mig, né þá leið sem er verið að fara til að leiðrétta skuldir heimila.

Svo auglýsi ég eftir upplýstri umræðu byggðri á staðreyndum.

Hef ekki séð fara mikið fyrir henni um þessi mál.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2013 kl. 13:13

16 Smámynd: Óskar

Guðmundur það er eiginlega átakanlegt að lesa þessa þvælu þína um að skuldaniðurfærsla til almennings lendi ekki á ríkisstjóði. Reyndu að komast í hagfræði 101 í einhverjum kvöldskólanum í haust.

Óskar, 27.7.2013 kl. 14:10

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Undirrituð er heldur ekki framsóknarmaður!  En:

Nýja ríkisstjórnin þarf tíma til þess að fást við og leysa þetta skjaldborgarmál  heimilanna.  Fyrrverandi ríkisstjórn hafði 4+ ár sem dugði ekki einu sinni til að leggja drög að slíku.

En ég hef heyrt að jafnvel komi til greina að fara Roosevelt leiðina ( Styrmir Gunnarsson reifar hana vel í MBL dagsins) fyrir þá verst settu. 

Fyrir hina verði niðurfærsla skuldanna á ábyrgð lánastofnana sem eru svo bólgnar af gróða að þær vita ekki hvernig megi ráðstafa - nema auðvitað með bónusum, ofurlaunum og slíku.

Kolbrún Hilmars, 27.7.2013 kl. 14:25

18 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Er ekki hagfræði og nálgun hagfræðinga á rekstur hagkerfa einmitt ástæða þess að þessi umræða er til staðar og fjármálakerfi heimsins er í molum? Veit ekki hvort rétt sé að nema þau fræði af hægfræðikennurum nútímans, eins og þessum hámenntuðu snillingum, sem við köllum hagfræðinga, tókst að rústa flestum fjármálakerfum og hagkerfum heimsins.

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.7.2013 kl. 14:28

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar. Það er átakanlegt að þú skulir hafa svona mikla trú á hagfræði eftir allt það tjón sem hagfræðingar og þeirra þvæla hafa valdið okkur.

Það er búið að lækka skuldir heimilanna nú þegar um nokkur hundruð milljarða án þess að króna af því hafi komið úr ríkissjóði.

Þetta er staðreynd, hefur ekkert með hagfræði að gera, heldur allt með það að kunna að reikna. Sem ég geri og hef gert við þetta viðfangsefni.

Ert þú búinn að reikna það út Óskar hvað kostar ríkissjóð ef skuldir heimila eru leiðréttar? Ef þú ert búinn að því væri gaman að sjá útreikningana. Þá sýni ég þér kannski mína og við getum borið þá saman og ég bent þér á hvar þínir eru vitlausir. Þú gerðir eigin útreikninga var það ekki áður en þú fórst að viðhafa fullyrðingar um innihald og niðurstöður minna, er það ekki???

Ég skora á þig að rökstyðja mál þitt og það hefurðu ekki gert.

Ég kalla eftir upplýstri umræðu byggðri á staðreyndum.

Athugasemd þín #16 inniheldur hvorugt.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.7.2013 kl. 16:48

20 Smámynd: Tryggvi Helgason

Að mínu mati, þá þarf að afnema með lögum frá Alþingi allar þessar svokölluðu vísitölureglur á lánum og afborgunum af lánum og vaxtagreiðslum af lánum.

Þá skal jafnframt að setja sérstök lög sem fyrirskipi "ÖLLUM" þeim sem hafa lánað peninga og sem hafa krafið lánþega um endurgreiðslu með vísitölubreytingum, - með tilheyrandi hækkunum vaxta og höfuðstóls, - að endurreikna öll lán frá 1, jan. 2008.

Þá verði þessum sömu lánastofnum fyrirskipað með sérstökum lögum að endurreikna öll lán frá þessum degi og reikna einfalda 4 prósent vexti á hverjum gjalddaga til þessa dags, og jafnframt án nokkurrar vísitöluhækkunar á höfuðstól lánsins.

Það sem lántakandinn kann að hafa ofgreiit með fyrstu afborguninni eftir fyrsta endur-útreikninginn, - (það er eftir 1, jan. 2008), - þá skal sú krónutala dregin frá höfuðstólnum fyrir endur-útreikning næsta afborgunardags. Síðan reiknaðir 4 prósent vextir á þann nýja höfuðstól.

Þannig verði haldið áfram endurúreikningi, með sama hætti, til dagsins í dag.

Tryggvi Helgason, 28.7.2013 kl. 00:46

21 identicon

Eignir kröfuhafa eru eignir kröfuhafa, EKKI ríkisins.

Eignir kröfuhafa eru ALLAR fengnar frá lántakendum í landinu, EKKI ríkinu.

Ef það næst samkomulag um að kröfuhafar skilji X-mikið af þessum eignum eftir í landinu, hvaða heimtingu á RÍKIÐ á að fá að hirða þetta, í stað þess að þessu verði skilað aftur til lántakenda?

Við skulum ekki gleyma því að fyrri norræna hægri snú fram og aftur velferðarstjórn fyrir suma ætlaði sér að taka eitt risastórt lán hjá evrópska seðlabankanum og greiða allar kröfur erlendra hrægamma upp í topp gegn til að liðka fyrir aðildarsamningi að esb.

Þá hefðu engar afskriftir orðið á þessum eignum, og ekkert svigrúm verið til að koma til móts við skuldabvanda heimilanna í landinu.

Það er annar ákaflega forvitnilegt að horfa upp á alla sem fullyrtu fyrir síðustu kosningar að þessar hugmyndir væru óframkvæmanlegar hókus pókus vúdú hagfræðikjaftæði handa heimskum kjósendum rífa sig nú endanna á milli um hvað skuli gera við þetta svigrúm sem nú er almennt viðurkennt að verður til staðar.

Á ríkið að hirða það, svo það sé hægt að halda áfram ótakmörkuðu launaskriði hjá toppunum á ríkisjötunni, eða á að skila þessu aftur til lántakenda, þaðan sem þessar eignir koma upphaflega frá.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 11:39

22 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tryggvi. Ef lán yrðu endurreiknuð með föstum vöxtum frá og með 1. janúar 2008. Hvers vegna þá 4%? Afhverju ekki alveg eins 2%? Eða 0% ?

Sigurður. Það þarf ekki samkomulag um eitthvað sem er búið að gera, fyrir fjórum árum síðan rúmlega, en þá voru skuldir heimilanna við bankakerfið afskrifaðar um helming. Það eina sem vantar er að fólk fái að sjá þess merki á greiðsluseðlunum sem því eru sendir heim.

Varðandi "vúdúhagfræðingana" sem þykjast vita allt betur en náunginn og að besta leiðin sé að berja hausnum við steininn... þá hef ég ekki heyrt einn þeirra bjóða fram hagfræðilega skýringu á því hvers vegna ekki sé hægt að framkvæmd umrædda leiðréttingu. Reyndar þá veit ég ekki til þess að neinn þeirra hafi útskýrt mál sitt, heldur bara slegið því föstu að eitthvað sé svona og hinsegin en ekki einhvernveginn öðruvísi. Sé betur að gáð er slíkur málflutningur mjög í ætt við Kúbu norðursins.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2013 kl. 15:16

23 identicon

Góður pistill Guðmundur.

Það er hreint og beint óhuggulegt ef lántökukostnaður og vextir íslenska ríkisins fara eftir mati S&P sem eru fulltrúar auðugra hagsmunahópa og hrægammasjóða.

Er ekki nóg að þeir stjórni íslenskum bönkum sem eru stútfullir af peningum án þess að þeir reyni að stjórna ríkissjóði líka?

Ég tek ofan fyrir núverandi ríkisstjórn að reyna að finna fleti sem hentar íslenskum almúga - annað en fyrri ríkisstjórn sem kepptist við að fá 10+ hjá sama fyrirbæri.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2013 kl. 19:46

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðskiptablaðið - S&P segir ekkert mark takandi á upplásnum yfirlýsingum

"Í frétt Bloomberg segir að fyrirtækið muni krefjast frávísunar m.a. á grundvelli þess að enginn raunsær fjárfestir hefði tekið mark á yfirlýsingum fyrirtækisins um að lánshæfiseinkunnir þess væru sjálfstæðar, hlutlægar og án hagsmunaárekstra."

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2013 kl. 21:25

25 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Steingrímur Sigfússon hefur trúað blint á þetta matsfyrirtæki síðan 2009 og gerir enn, sbr. yfirlýsingar hans í hádegisfréttunum um daginn.

Á sama hátt og hann hefur trúað í blindni á AGS og ESB.

Austmann,félagasamtök, 29.7.2013 kl. 01:37

26 identicon

Ég stóð í þeirri trú að núverandi kröfuhafar hefðu keypt kröfurnar á sínum tíma á miklum afslætti og hækkað svo bókfært virði þeirra í stað þess að afskrifa skuldir lántakana? Er það ekki þess vegna sem bankarnir skila nánast methagnaði á sama tíma og hagkerfið er í nokkurri lægð?

Flowell (IP-tala skráð) 29.7.2013 kl. 12:46

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er rétt. Þeir eru eins og bændur sem skila metuppskeru í brakandi þurrki: það getur ekki  átt sér neinar heilbrigðar skýringar. Sérstaklega ekki þegar allir stærstu bændurnir sem eiga samanlagt yfir 90% af ökrunum, skila allir methagnaði samtímis, þegar það er brakandi þurrkur. Slík uppskera getur ekki átt sér eðlilegar náttúrulegar skýringar.

Hér má sjá niðurfærsluna:

http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/utlanbankatilheimila.png

Það er ekki hægt að tala um "árangur" af neinni "endurreisn" á Íslandi fyrr en þessi sama mynd sést á heimsendum greiðsluseðlum til almennings.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2013 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband