1. apríl hjá Bankasýslunni?

Samkvæmt yfirlýsingum talsmanns Landsbankans á bankinn ekki gjaldeyri fyrir afborgunum meintra skulda hans við þrotabú gamla Landsbankans lengur en fram til ársins 2016. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um gjaldeyrisforða og spá um viðskiptajöfnuð til næstu ára mun ekki heldur verða til nægur gjaldeyrir í landinu fyrir bankann til að kaupa, ætli hann að efna þessa ólögmætu kröfu.

Reyndar er mjög merkilegt að sjá hversu mikil samsvörun er milli stærðarinnar á þessum stærsta bita hinnar svokölluðu snjóhengju annars vegar, og svo hinsvegar stærðarinnar á gatinu í spám Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð til næstu ára. Lausnir á þessu vandamáli eru sem betur fer til, en þær eru ekki aðalefnið að þessu sinni.

Nú berast nefninlega þær fréttir upp úr nýútkominni ársskýrslu Bankasýslu ríkisins að hún hafi hug á að skrá Landsbankann á alþjóðlegan markað, og er þess jafnframt getið í skýrslunni að samkvæmt fyrirliggjandi söluheimild upp á 27,9% af bókfærðu virði næmi andvirði sölunnar 62,6 milljörðum. Hugmyndin er semsagt sú í miðri alþjóðlegri bankakreppu, að skrá gjaldþrota banka frá smáríki við ysta haf á alþjóðlegan markað. Ekki nóg með það heldur banka með sama vörumerki og þann sem setti hálfa Evrópu í uppnám og kallaði yfir sig beitingu hryðjuverkalaga í Bretlandi. Þó að slík ofsaviðbrögð hafi líkast til verið óréttmæt, þá er orðsporið sem eftir liggur rústir einar.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvað starfsmenn Bankasýslunnar hafi sett á brauðið sitt þennan morguninn, það hlýtur að hafa verið eitthvað undarlegt. Reyndar virðist vera um að ræða svo alvarlegt tilfelli af einhverskonar áður óþekktri hópsturlun, að það hlýtur að þurfa að kalla til bæði heilbrigðis- og vinnueftirlit á starfsstöð Bankasýslunnar. Jafnvel sóttvarnalækni og sprengjusveit lögreglunnar með fjarstýrða vélmennið sitt til þess að forðast megi snertingu og koma þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu heilkennisins.


mbl.is Skoða alþjóðlega skráningu Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður :)

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 13.6.2013 kl. 19:37

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ó nei !  Sýkingingin virðistt hafa drefist þrátt fyrir allt:

Viðskiptablaðið - Telur gott að skrá Landsbankann á markað 

Forstjóri Kauphallarinnar segir að semja verði um skuldir nýja Landsbankans við þann gamla áður en hann verður seldur.

„Þetta myndi styrkja markaðinn mjög mikið,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við Fréttablaðið í dag að Bankasýsla ríkisins sé að meta kosti og galla þess að skrá eignarhlut ríkisins í Landsbankanum tvíhliða á innlendum og alþjóðlegum markaði og skoða sölu á eignarhlut innlendra lífeyrissjóða, annarra fagfjárfesta eða sérhæfðra alþjóðlegra fjárfesta í fjármálafyrirtækjum.

Fréttablaðið hefur eftir Páli að hann sé jákvæður í garð slíkra hugmynda.


Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.

 http://bofs.blog.is/users/10/bofs/img/financial_scream.jpg

Eða hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2013 kl. 04:09

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú ekki hægt annað en taka undir þetta. Jafnframt hefði verið fróðlegt að heyra aðeins nánari útlistingar frá nefndum aðilum, Bankasýslu oþh., á því hvernig þetta væri svo álitlegt - þ.e.a.s. miðað við stöðu umrædds banka.

Allavega væri fróðlegt að sjá útkomuna á svona framkvæmd.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.6.2013 kl. 10:47

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf að passa vel uppá, að hagnaður MP-banka syndi ekki yfir í Landsbanka-hítina botnlausu. Það gætu verið 365 "1. aprílar" á þeim bænum. Ég hvet alla til að segja frá, sem vita eitthvað um skipulagða glæpastarfsemi bankanna. Það dugar ekkert minna en samstarf allra, sem eitthvað vita, til að afstýra enn meiri hamförum en orðið er.

Það þarf að kanna vel öll tengsl milli þessara bankaglæpa-stofnana. Og ekki bara á Íslandi.

Það borgar sig að vera alltaf á varðbergi, í ljósi biturrar reynslu fyrri ára.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2013 kl. 15:46

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Frá því ég vaknaði í morgun hefur sótt á mig óstjórnleg löngun til að hefja sölu á norðurljósum (aurora borealis). Ég held því miður að ég hafi smitast.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2013 kl. 16:32

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Nýju fötin keisarans eru þau fallegustu sem ég hef séð.

Guðmundur Pétursson, 14.6.2013 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband