Stolnar hugmyndir - en góðar
25.5.2013 | 15:48
Morgunblaðið fjallar í dag um hugmyndir að því hvernig leysa megi úr svokölluðum snjóhengjuvanda, þ.e.a.s. sem tengist erlendri stöðu þjóðarbúsins sem er óleyst eftir bankahrunið 2008. Í umfjöllun blaðsins segir meðal annars:
Jafnramt gætu yfirvöld skerpt á gjaldþrotalöggjöfinni um að einungis sé heimilt að greiða úr þrotabúum í krónum og auk þess afnumið undanþágu sem heimilar vaxtagreiðslur til aflandskrónueigenda í gjaldeyri.
Slíkar hugmyndir hafa reyndar verið til umfjöllunar hér á þessum síðum um allnokkurt skeið, eða nánast frá því að bankakerfið hrundi fyrir rúmum fjórum árum síðan.
Nú síðast t.d. hérna:
Lausn snjóhengjuvandans hér - bofs.blog.is
Hvað með Landsbankabréfið? - bofs.blog.is
Grunnur að útfærslunni hefur verið lagður fyrir dómstólum:
Færsluflokkur: IceSave - bofs.blog.is
Icesave IV: Afturköllun meintra skulda - bofs.blog.is
Icesave IV : skuldabréf Landsbankans - bofs.blog.is
Ríkisábyrgðarleiðin út úr kreppunni - bofs.blog.is
Heimilin gætu hagnast um 600 milljarða - bofs.blog.is
En færi ekki betur á því ef upphaflegra höfunda væri getið í umfjöllun um þessar hugmyndir og útfærslur á þeim?
UPPFÆRT 26.5.2013:
Sífellt fleiri taka nú undir þessar hugmyndir.
Það telst vonandi jákvætt að fá svo góðar undirtektir sem raun ber vitni.
Vígstaðan verði styrkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, IceSave, Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2013 kl. 00:19 | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur , það væri stílbrot í íslenskri umræðuhefð, að geta heimilda. Þú munt ekki verða nefndur frekar en Lilja Mósesdóttir eða Pétur Gunnlaugsson, þegar aðgerðir verða loks kynntar. Þessar hugmyndir lögmannsstofunnar hefur til dæmis Pétur Gunnlaugsson reyfað lengi á Útvarpi Sögu, þ.e að nauðsynlegt sé að setja lög um hrægammaeignarhald nýju bankanna.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.5.2013 kl. 16:44
Bíðum og sjáum... ;)
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2013 kl. 20:47
Heyrðu Jóhannes það var athyglisvert að þú skyldir nefna þetta:
"...nauðsynlegt sé að setja lög um hrægammaeignarhald nýju bankanna"
Hverjir eru þessir hrægammar?
Ég er búinn að velta þessu fyrir mér afskaplega lengi og hef spurt mjög marga málsmetandi menn að þessu, en enginn þeirra getur útskýrt fyrir mér hverjir þessir meintu vondu hrægammar eru. Reyndar veit ég ekki betur en að stærstu eigendur þess sem eftir er af íslenska bankakerfinu séu í eftirfarandi röð eftir stærð eignarhlutar:
Aðrir aðilar eiga einhver örfá prósent hver um sig.
Þetta er orðið eins og ráðgátan um jöklabréfin, ég spurði fullt af fólki mjög lengi hvað væru eiginlega jöklabréf? Enginn gat svarað því, ekki einu sinni efnahagsráðherra þjóðarinnar á þeim tíma. Svo komst ég að því um daginn að Glacier Securities Ltd. (Jöklabréf hf.) er verðbréfafyrirtæki sem var í eigu gamla Glitnis og er með höfuðstöðvar í Norður-Ameríku. Ég er samt engu nær um það hvernig jöklabréf gætu einhverntíma skipt máli fyrir mig og mína fjölskyldu...
Eða þá ráðgátan um gjaldeyrinn á bak við hin meintu "erlendu" lán. Fyrir það fyrsta hefur enginn getað sýnt mér samning um lán sem íslenskur neytandi hefur tekið erlendis frá, heldur aðeins við íslenska aðila sem heita nöfnum sem við þekkjum og hafa heimilisföng sem við vitum hver eru. Svo hefur ég á sama hátt og fyrr greinir farið út um allar koppa trissur og spurt menn og mýs hvað þeir hafi þá gert við allan gjaldeyrinn sem bankinn segist núna hafa lánað þeim? Svo furðulegt sem það kann að virðast getur enginn af öllu því ágæta fólki svarað svo einfaldri spurningu.
Stundum fær maður á tilfinninguna að það sé ekki alveg í lagi með fólk. Þegar ég var krakki treysti ég því alltaf að fullorðna fólkið vissi hvað það væri að gera, ólíkt mér sem var óviti. Ég sé núna að sú ályktun var barnaskapur.
Það er tildæmis ennþá verið að tala um Icesave, í þetta sinn númer 4, en í botnlausum óvitaskap vilja sumir frekar kalla það "snjóhengju".
Hvað er þetta eiginlega með að þurfa að nota samlíkingu við ís um allt hvað eina sem tengist fjármálakerfi Íslands, eru menn svona freðnir eða hvað?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.5.2013 kl. 21:36
"Jafnramt gætu yfirvöld skerpt á gjaldþrotalöggjöfinni um að einungis sé heimilt að greiða úr þrotabúum í krónum og auk þess afnumið undanþágu sem heimilar vaxtagreiðslur til aflandskrónueigenda í gjaldeyri".
Þetta er einstaklega einföld, auðskilin og áhrifamikil aðgerð. Ætti að verða fyrsta verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Ágúst H Bjarnason, 26.5.2013 kl. 09:49
Það væri margt öðruvísi ef stjórnvöld hefðu hlustað á gagnrýnisraddir eftir hrun. Óðagotið var hins vegar svo mikið að allt varð að gerast ofan í skúffu en ekki upp á borði, þrátt fyrir loforð um annað. Góðar hugmyndir náðu því ekki flugi á réttum tíma.
Mig langar hins vegar að benda á að í upptalningu þína hér að ofan um eigendur íslenska bankakerfisins vantar eignarhaldsfélög þau sem eiga Íslandsbanka annars vegar og Arionbanka hins vegar. Þau eignarhaldsfélög eru að mestu í eigu Glitnis annars vegar og Kaupþings hins vegar. Margir standa í þeirri villu að ríkið sé stærsti eigandi bankanna og eigi t.d. Glitni og Kaupþing en svo er ekki. FME tók aðeins yfir vald hluthafafundar viðkomandi félaga, en aldrei eignarhald hvers hlutar fyrir sig. Þetta er hlutafélög í slitameðferð og eru enn formlega í eigu skráðra hluthafa. Ég hef bent á þetta í þessum færslum:
#139. Þetta verður fróðleg niðurstaða....Kemst eignarhald bankanna loksins í dagsljósið?
#147. Hverjir eiga Glitni?
Mér hefur því alltaf fundist einkennilegt hvers vegna RSK hefur ekki forskráð hlutabréfaeign í þessum félögum á skattaskýrslur eftir hrun. Eignarhaldið hefur ekki breyst og hlutafélögin eru enn starfandi sem slík og hafa ekki verið gerð upp. (Raunar á slitameðferð að ljúka þannig að félögunum er skilað til eigenda sinna, eða sett gjáldþrot ef nauðasamningar hafa ekki náðst.)
Skv. ársreikningum Íslandsbanka og Arionbanka fyrir árið 2012 er formlegt eignarhald eftirfarandi:
Íslandsbanki er í 95% eigu ISB Holding, (sem er í eigu GLB Holding, sem aftur er í eigu Glitnis banka, sem hluthafar eiga svo ennþá formlega. Ekki kröfuhafar.) Endanlega er eignarhaldskeðja Íslandsbanka því:
Íslandsbanki < ISB Holding < GLB Holding < Glitnir < Hluthafar Glitnis.
Ríkið á 5% í Íslandsbanka en ekki krónu í Glitni.
Arionbanki er í 87% eigu Kaupskila ehf, sem er í eigu Kaupþings, sem hluthafar eiga svo ennþá formlega. Ekki kröfuhafar. Endanlega er eignarhaldskeðja Kaupþings því:
Arionbanki < Kaupskil < Kaupþing < Hluthafar Kaupþings.
Ríkið á 13% í Arion banka, en ekki krónu í Kaupþingi.
Enn og aftur, hér er verið að benda á formlegt eignarhald en ekki afleitt útfrá umræðu um skuldir við lánadrottna.
Hrægammarnir, sem formlega eiga Íslandsbanka og Arionbanka eru því Glitnir og Kaupþing, sem aftur eru í eigu hluthafa. Ekki kröfuhafa. Kröfuhafarnir hins vegar stýra bönkunum í gengum kröfur sínar á félögin og á slitastjórnir sem eiga sjá um hagsmuni þeirra.
Skilgreint hlutverk slitastjórna er hins vegar að tryggja áframhaldandi rekstur viðskiptabankastarfsemi gömlu bankanna, Glitnis og Kaupþings, hér á landi, sbr. ákvarðanir FME frá okt 2008.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.5.2013 kl. 10:16
Reyndar er þetta ekki alveg svona klippt og skorið.
Hérna eru niðurstöður greiningar á raunverulegum eignarhlut íslenska ríkisins í fjármálafyrirtækjum á lánamarkaði hér á landi.
(Þetta er ekki tæmandi listi, t.d. vantar sparisjóði.)
Tölurnar eru varlega áætlaðar þannig að um lágmarkseignarhluti er að ræða miðað við fyrirliggjandi ábyggilegar upplýsingar, þó kunna fleiri eignarhlutir eigi eftir að koma í ljós síðar en þeir gætu aldrei orðið svo stórir að það breyti miklu nema e.t.v. til örlítillar hækkunar á reiknuðum hlut. Með raunverulegum eignarhlut er átt við hlutfall krafna í þrotabú eða óbeina hlutafjáreign. Hér má sjá greiningartré eignarhluta helstu kröfuhafa sem hafa átt hlutdeild í samningum um þessa skiptingu, en ekki þöglir eigendur t.d. vogunarsjóðir sem hafa keypt kröfur á Kaupþing og Glitni, þynning er sýnd hægra megin og greinar eru afklipptar við brot úr prómill:
Íbúðalánasjóður:
Íslenska ríkið 100,0%
Ríkissjóður alls: 100,0%
Landsbankinn:
Bankasýsla ríkisins 100,0%
Ríkissjóður alls: 100,0%
Arion banki:
Bankasýsla ríkisins 13,0%
Kaupþing: 87,0%
5,50% Deutsche bank 4,785%
4,94% Seðlabanki Íslands 4,3%
0,38% Drómi hf. 0,33%
100,0% Arion banki 0,33%
13,00% Bankasýsla ríkisins 0,04%
87,00% Kaupþing 0,29%
4,785% Deutsche bank 0,01%
4,94% Seðlabanki Íslands 0,01%
1,41% SPB hf. 1,23%
100,0% ESÍ 1,23%
100,0% Seðlabanki Íslands 1,23%
1,31% Landsbankinn hf. 1,14%
100,0% Bankasýsla ríkisins 1,14%
Samtals:
Deutsche bank 4,785+0,01 = 4,786%
Bankasýsla ríkisins 13+0,04+1,14 = 14,18%
Seðlabanki Íslands 4,3+0,01+1,23 = 5,54%
Ríkissjóður alls: 19,72%
Íslandsbanki:
Bankasýsla ríkisins 5,0%
Glitnir: 95,0%
4,95% Landsbanki Íslands hf. 4,7%
100,0% TIF/FSCS/DNB o.fl.
2,92% Deutsche bank 2,774%
2,84% SPB hf. 2,7%
100,0% ESÍ 2,7%
100,0% Seðlabanki Íslands 2,7%
2,03% Kaupþing banki hf. 1,93%
5,50% Deutsche bank 0,1%
4,94% Seðlabanki Íslands 0,1%
0,38% Drómi hf. 0,01%
100,0% Arion banki 0,01%
13,00% Bankasýsla ríkisins 0,00%
87,00% Kaupþing 0,01%
5,50% Deutsche bank 0,00%
4,94% Seðlabanki Íslands 0,00%
1,18% Bankasýsla ríkisins 0,00%
1,41% SPB hf. 0,03%
100,0% ESÍ 0,03%
100,0% Seðlabanki Íslands 0,03%
1,31% Landsbankinn hf. 0,03%
100,0% Bankasýsla ríkisins 0,03%
Samtals:
Deutsche bank 2,774+0,1+0 = 2,874%
Bankasýsla ríkisins 5,0+0+0+0,03 = 5,03%
Seðlabanki Íslands 2,7+0,1+0+0,03 = 2,83%
Ríkissjóður alls: 7,86%
Drómi:
Mýrarhlíð ehf. 0,25%
100,0% Frjálsi fjárfestingarbankinn 0,25%
100,0% SPRON 0,25%
100,0 Arion banki 0,25%
14,18% Bankasýsla ríkisins 0,04%
5,54% Seðlabanki Íslands 0,01%
4,786% Deutsche bank 0,01%
SPRON 99,75%
100,0% Arion banki 99,75%
14,18% Bankasýsla ríkisins 14,14%
5,54% Seðlabanki Íslands 5,53%
4,786% Deutsche bank 4,77%
Samtals:
Deutsche bank 0,01+4,77 = 4,786%
Bankasýsla ríkisins 0,04+14,14 = 14,18%
Seðlabanki Íslands 0,01+5,53 = 5,54%
Ríkissjóður alls: 19,72%
Hilda:
Saga Capital 100,0%
100,0% Seðlabanki Íslands 100,0%
Ríkissjóður alls: 100,0%
MP Banki:
...meðal annara:
Klakki ehf. 4,50%
100,0% Deutsche Bank 100,0%
Drómi hf. 4,59%
14,18% Bankasýsla ríkisins 0,65%
5,54% Seðlabanki Íslands 0,25%
Samtals:
Bankasýsla ríkisins 0,65%
Seðlabanki Íslands 0,25%
Ríkissjóður alls: 0,9%
Lýsing:
Klakki 100,0%
100,0% Deutsche Bank 100,0%
Samtals:
Deutsche Bank 100,0%
Ríkissjóður alls: 0,0%
- Allar spurningar eða athugasemdir velkomnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2013 kl. 18:35
Ég skil svo sem hvað átt er við að kröfuhafar "eigi raunverulega" þetta og hitt félag með því að eiga svo og svo mikið af kröfum á það. En það er í grunninn rangur skilningur, þegar laganna bókstafur er grannt skoðaður.
Að sama skapi mætti að segja að fjármálastofnanir "eigi" nánast allt húsnæði á Íslandi vegna veðsetningarhlutfalls en vitanlega er það ekki svo, og ég er hræddur um að HH myndu ekki sætta sig við slík rök vegna heimila landsmanna.
Það að eiga kröfur á eitthvað félag þýðir ekki að eignarhald, þ.e. hlutafé, hafi færst til kröfuhafans fyrr en einhvers konar framsal eignarhaldsins hefur farið fram. Það hefur bara ekki gerst ennþá hvað varðar Glitni eða Kaupþing. Höfum í huga að FME tók yfir vald hluthafafundar, ekki eignarhald hlutafjárins sjálfs.
Slíkt framsal hlutafjár, sem að ofan er nefnt, gæti hugsanlega orðið með nauðasamningum, en ég hef reyndar efasemdir um að slitastjórn megi gera slíkt ef 103.gr.a. í lögum um fjármálafyrirtæki er skoðuð. Þar segir einfaldlega í stuttu máli að ljúka eigi slitameðferð fjármálafyrirtækis með því að skila félaginu til eigenda, eða setja það í gjaldþrotameðferð. Afhending slitastjórnar á eignarhaldi félags til kröfuhafa getur ekki talist rétt framkvæmd þeirrar greinar að mínu mati.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.5.2013 kl. 20:37
Það eina sem ég gerði var að rekja hvar eignarhlutir lenda þegar gjaldþrotaskiptin verða kláruð. Það skiptir ekki máli hvort það verður með nauðasamningum eða einhverju öðru formi skipta.
Ég er ekki að tala um vald hluthafafundar, heldur raunverulegt eignarhald á þeim kröfum sem ríkið á í þessi þrotabú í gegnum ýmsar stofnanir ríkisins eins og til dæmis bankasýsluna og seðlabankann.
Afhending sllitastjórnar á eignarhaldi til kröfuhafa er réttmæt framkvæmd ef litið er til 4. mgr. 103 gr. laga um fjármálafyrirtæki þar sem vísað er til almennra laga um gjaldþrotaskipti en samkvæmt þeim eru það kröfuhafar sem einmitt verða raunverulegir eigendur þrotabúsins. 103. gr. a. er bara útfærsla á þessu, og þegar kemur að því að velja hvort eigi að skila félaginu til eigenda eða setja það í gjaldþrotaskipti er síðarnefndi valkosturinn óhjákvæmilegur skv. 103. gr. ef þegar þykir sýnt að eignir búsins dugi ekki til að efna skuldbindingar þess. Hægt er að víkja frá því með nauðasamningi sem er í raun samningur um eftirgjöf skuldbindinga og ef hann felur í sér að kröfuhafar eignist fyrirtækið á móti, þá teljast það fullar efndir þegar sá samningur nær fram að ganga enda sé hann í samræmi við lagareglur almennt og staðfestan frjálsan vilja þeirra sem að honum eiga aðild. Þannig er sama hvort það eru hörð þrotaskipti eða "mýkri" útfærsla með nauðasamningi, niðurstaðan verður sú sama: kröfuhafar yfirtaka búið eða eignir þess.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2013 kl. 23:05
P.S. Smá viðbót, það er alltaf háð samþykki kröfuhafa sameiginlega ásamt skiptastjóra hvort nauðasamningleiðin er farin en ef það er ekki samþykkt þá er meginreglan sú að gjaldþrotaskipti taki þá sjálfkrafa við.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2013 kl. 23:06
Og meiri upplýsingar:
Miðað við útlánastöðu samkvæmt ársreikningum ofangreindra lánastofnana og reiknaðri hlutdeild í þeim er hlutdeild ríkisins sem lánveitanda á almennum lánamarkaði hvorki meira né minna en 65%.
Það er niðurstaða sem kemur nokkuð á óvart.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 02:37
Veit ekki alveg hvort við erum á sömu blaðsíðu og spyr því vegna #8: Áttu við að kröfuhafar eignist hlutaféð að lokum eða bara eignirnar?
Minn skilningur er sá að þeir geti að sjálfsögðu eignast eignir bússins upp í kröfur en aldrei hlutaféð og þar með félagið sem slíkt. Ekki gleyma því að hluthafar félags eru kröfuhafar líka, en kröfur þeirra eru aftast í kröfuröð.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2013 kl. 06:51
Ef nauðasamningur er samþykktur og kveður á um að þeir eignist hlutaféð og borgi fyrir það með eftirgjöf krafna sinna í þrotabúið, þá er það nákvæmlega það sem gerist í langflestum nauðasamningum. Ljúki skiptum hinsvegar með gjaldþroti er ekkert hlutafé lengur þar sem það er ekkert félag lengur, bara eignir sem þá skiptast milli kröfuhafa. Þannig gufar hlutaféð upp við gjaldþrot, ef eignir þrotabúsins hrökkva ekki umfram almennar kröfur. Þetta er líka ein af ástæðum þess að mikilvægt er að bankarnir ljúki skiptum í gjaldþroti.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 07:28
Reyndar: ekki NEMA aðrir kröfuhafar bjóði mjög hagstæða nauðasamninga! Sem ef vel er að gáð hefur verið stefna Framsóknarflokksins allan tímann.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 07:30
Þrátt fyrir orð þín í #12 get ég enn ekki séð 103.gr.a. heimili slitastjórn að gera nauðasamning sem snúist um annað en að gera upp eignir félagsins, þ.e. koma þeim í verð til greiðslu krafna, og þegar hann er samþykktur lýkur slitameðferð eins og segir í 1. og 2.mgr. greinarinnar. Þar segir að a) setja eigi félagið aftur í hendur eigenda, eða b) greiða út hlutafé eða stofnfé, ef eitthvað fé er eftir þegar allar kröfur hafi verið greiddar. (Kröfuhafar geta ekki fengið eitthvað aftur sem þeir áttu ekki fyrir, eða hvað?)
Ef farið er í gerð nauðasamnings og "ef nauðasamningur er staðfestur efnir slitastjórn eftir þörfum skuldbindingar við kröfuhafa samkvæmt honum og lýkur svo slitameðferð eftir því sem segir í 1. og 2. mgr." (Sem eru þau skilyrði sem ég hef lýst að ofan.)
Ef ekki er hægt að gera nauðasamning skal félagið fara í gjaldþrotaskipti og þá þurrkast vitanlega allt hlutafé út, eins og vera ber. Hvergi get ég séð að slitastjórn geti afhent kröfuhöfum hlutafé og jafnframt lokið slitameðferð skv. ákvæðum greinarinnar.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2013 kl. 09:39
"setja eigi félagið aftur í hendur eigenda"
...sem samkvæmt nauðasamningi gætu verið kröfuhafarnir, ef nauðasamningurinn felur það í sér að þeir fái greitt fyrir kröfur sínar með hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki. Þá eru það þeir sem eiga hlutabréfin.
Ef hús þrotamanns er selt nauðungarsölu, hver eignast það eftir söluna?
Algengast er að það sé stærsti kröfuhafinn í bú þrotamannsins
En þess vegna er líka mikilvægt að bankarnir endi í gjaldþroti.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.5.2013 kl. 10:58
Ok, við verðum ekki sammála um heimildir slitastjórnar til að greiða fyrir kröfur með hlutabréfum félaganna.
Og ég tel ekki rétt að bera saman nauðungarsölu á húsi við uppgjör fjármálafyrirtækis þar sem sérstök lög gilda um uppgjörið, en ætla ekki að fara dýpra í það.
Er hins vegar algjörlega sammála þér að gjaldþrot bankanna er eina leiðin til að enda þessa vitleysu. Og það fyrr heldur en seinna. Og ekki bara allir gömlu bankarnir heldur nýji Landsbankinn líka, enda er hann í raun kominn í þrot.
Erlingur Alfreð Jónsson, 27.5.2013 kl. 22:35
Nei, nýji Landsbankinn á einfaldlega ekki að greiða neitt.
Það þarf að afskrifa samningana um að borga Icesave.
Fullveldishafinn hefur kveðið á um það tvisvar með afgerandi hætti að óheimilt sé að greiða ólögvarðar kröfu vegna innstæðna í gamla Landsbankanum (við sögðum NEI manstu) og æðri dómstóll en fyrirfinnst hér á landi hefur jafnframt staðfest að það sé hin eina rétta og löglega niðurstaða. Skiptir þá nákvæmlega engu þó að umræddri skuld hafi verið klínt á fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins í landi þar sem ríkið er með fjármálakerfið í fanginu, enda er það þá samt skuld sem ríkið og viðskiptavinir bankans (Íslendingar) myndu enda með að þurfa að greiða með einhverjum hætti. Þessar skuldir eru klárlega ekki við erlenda innstæðuhafa, og þar að auki er lánið gengistryggt og ólöglegt auk þess sem það brýtur gegn rreglum um stærð áhættuskuldbindinga að skuldsetja banka einum aðila fyrir meira en öllu hans eigin fé og án þess að geta raunverulegus eiganda, og svo verður ekki framhjá því litið að þetta eru tengdir aðilar og svona stór lán milli tengdra aðila eru ekki bara ólögleg heldur meðal þess sem varð valdandi að fyrra hruni og mun verða valdandi að því seinna líka ef ekkert verður að gert. Það er ekki með nokkru móti hægt að halda því fram að þetta sé löglegur samningur, hann var gerður undir þvingunum og er þar af leiðandi ekki skuldbindandi fyrir samningsaðila svo þá þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þjóðréttarlegum sjónarmiðum eða eignarrétti þegar frumritið verður vonandi rifið og brennt á báli með athöfn á Austurvelli þann 9. apríl á næsta ári í beinni útsendingu sjónvarpsstöðva um landið og miðin og allan heiminn á internetinu.
P.S. Að koma þessu fyrir í fjórum setningum er búið að taka jafn mörg ár.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2013 kl. 22:06
Að bræða Snjóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 29.5.2013 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.