Var fjársýslukerfið með í úttektinni?
2.10.2012 | 18:05
Samkvæmt skýrslu sem ESB lét gera þá kemur Ísland vel út varðandi fjarskipta- og upplýsingatækni.
Ætli fjársýslukerfi ríkissjóðs hafi verið með í úttektinni?
Það var jú á sínum tíma stærsti hugbúnaðarsamningur Íslandssögunnar og miðað við hversu mikið kostnaðurinn hefur vaxið er hann það sjálfsagt enn.
Ef það var ekki með í úttektinni er hún varla marktæk...
Og þar sem kerfið er hörmung þá hefur það varla verið hluti af þessari úttekt ef niðurstöðurnar eru svo góðar sem af er látið.
Umhugsunarvert.
![]() |
Ísland kemur ágætlega út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Tölvur og tækni, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Guðmundur!
Fréttin er villandi. Í henni er notað orðalagið úr tilkynningu PFS og talað um „upplýsingatækni“. Í skýrslunni, sem sagt er frá, er hins vegar hvergi minnst á upplýsingatækni (information technology). Viðfangsefni hennar er svonefnt „upplýsingasamfélag“ (information society), en það hugtak vísar til hvers kyns samskipta og viðskipta sem eiga sér stað á lýðnetinu (Internet).
Í samræmi við þetta er í skýrslunni fjallað um hluti á borð við rafræn viðskipti, rafrænar undirskriftir, fjölmiðlun á netinu, gagnavernd o.s.frv. Verkefnið, sem skýrslan er hluti af, snýst ekki á nokkurn hátt um upplýsingatækni eða hugbúnaðargerð almennt.
Birnuson, 2.10.2012 kl. 23:24
Takk fyrir þessa útskýringu. Ég tek hana til greina.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2012 kl. 16:13
Ekkert að þakka; það er sjálfsagt að deila með sér af því sem maður veit.
Birnuson, 5.10.2012 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.