Eðlileg forgangsröð?

Ég vil þakka mbl.is fyrir að birta meðfylgjandi grein. Það reyndist nefninlega erfitt að lesa hana á prentinu eftir að ég frussaði morgunkaffinu yfir forsíðu blaðsins.

Það eru varla liðnir tveir sólarhringar frá áfellisdómi hæstaréttar yfir skipulagðri glæpastarfsemi sem stjórnvöld hafa vísvitandi látið að mestu afskiptalausa.

Að svo stöddu er líklega langt í að búið verði að koma bófunum bak við lás og slá eða skila ránsfengnum, enda um viðamikið og vandasamt verk að ræða.

En Steingrímur fékk sér kaffibolla með Indriða í gær, sem benti honum á að endurheimta þurfi ofgreiddar bætur hjá fórnarlömbum rányrkjunnar.

Lántakendur þurfa nú að leita uppi fullnaðarkvittanir vaxtabóta frá upphafi.

Reyna mun þurfa á fleiri stjórnarskrárákvæði fyrir hæstarétti.

Málflutningsréttindi halda áfram að vera góð fjárfesting.

Enginn lærir neitt nýtt í þessari sorgarsögu.


mbl.is Vaxtabætur til athugunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ekki skrítið þótt ríkisstjórnin leggi nú alla áherslu á að nema stjórnarskrána úr gildi.

Ragnhildur Kolka, 17.2.2012 kl. 11:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Talandi um forgangsröð:

Vísir - Fundað með Samtökum fjármálafyrirtækja um vaxtadóm

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, gerir ráð fyrir að nefndin muni funda með Samtökum fjármálafyrirtækja í fyrramálið til að fara yfir stöðu mála eftir vaxtadóminn sem Hæstiréttur kvað upp á miðvikudag. 

Vísir - Vonast eftir samstarfi við stjórnvöld vegna vaxtadómsins

Guðjón Rúnarsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, fagnar því að yfirvöld vilji hafa samráð við fjármálastofnanir um viðbrögð við vaxtadómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp á miðvikudaginn.

http://img.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20120219&Category=VIDSKIPTI06&ArtNo=120218878&Ref=AR&NoBorder&MaxW=800&MaxH=700

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2012 kl. 02:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jóhanna kallar eftir samstöðu og yfirvegun vegna gengisdómsins. Fagnar dómnum « Eyjan     Vísir - Réttur lánþega tryggður

"Nú er mikilvægt að fjármálafyrirtækin og stjórnvöld sameinist um að leysa með sanngjörnum hætti úr málinu, til hagsbóta fyrir lánþega og heimili þessa lands." - Jóhanna Sigurðardóttir 17. febrúar 2012, Fréttablaðið.

Gagnlegt að vita:

- Þetta hefur verið stærsta hlunnferð í sögu íslenskrar neytendaverndar. Og dómurinn á miðvikudaginn jafnframt líklega veigamesti sigurinn. Hingað til!

- Sökudólgarnir ganga lausir og eiga nú í viðræðum við stjórnvöld.

- Eigið fé þeirra datt úr 22,5% niður 9%. Ekki yfir nóttu heldur í björtu!

- Það "kostar" þá 350 milljarða að fara að lögum! Þeir hafa heimtað bætur. 

- Búast má við að einhverjar fjármálastofnanir muni ekki standast "höggið" sem fylgir því að skila ránsfengnum og fara að lögum.

Lýsing er sennilega í dauðateygjunum. Megi líkið brenna og varpast í landfylllingu. Undan voru gengin Avant og SP-Fjármögnun sem urðu bráðkvödd með tapi á báða bóga sem liggur nú falið í Landsbankanum. Skekkja í dreifingu höggsins gæti mögulega sett einn eða tvo banka undir 8% eigið fé. Þeir sem eru þegar búnir að taka upp á arma sína tvö gjaldþrota gengislánafyrirtæki eru augljóslega ekki í góðri stöðu fyrir. Ég velti því jafnframt fyrir mér hvaða áhrif missir þessa "gengistryggingarávinnings" gæti haft í för með sér fyrir gengisjöfnuð banka sem skuldar sjálfur yfir 300 milljarða í gjaldeyri.

Gleymið ekki að:

- Fulltrúar framkvæmdavaldsins höfðu undantekningalaust rangt fyrir sér um gengisafleiðuvextina á neytendalánunum. Hagsmunasamtök Heimilanna skrifuðu álit á vaxtalögum í nóvember í fyrra sem er aðgengilegt á vef Alþingis og sem Hæstiréttur Íslands staðfesti í meginatriðum á miðvikudaginn.

- Verðtryggingarkrabbameinið heldur áfram að breiðast út sem aldrei fyrr.

- Eins og önnur krabbamein mun það annaðhvort verða drepið eða drepa sjúklinginn, smáskammtalækningar stjórnvalda hafa reynst gagnslausar.

- Það þarf aldeilis að fara líka Í mál vegna verðtryggðra lána

- Enn hefur ekki reynt með fordæmisgefandi hætti á gildi laga um neytendalán, og þar með þess hluta EES-samingsins sem á að veita neytendavernd. 

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2012 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband