Um skýrslu hagfræðistofnunar

Skýrsla Hagfræðistofnunar um afskriftasvigrúm og leiðréttingar lána

Sveinn Agnarsson, forstöðumaður hagfræðistofnunar

Trúir hagfræðistofnun samtökum fjármálafyrirtækja?


mbl.is Búnir að nota svigrúmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður hélt að tími svona vinnubragða væri liðinn en það er víst ekki tilfellið.

Ég er með þá kenningu að eiginfé nýju bankana sé þannig til komið að lánasöfnin voru flutt yfir á fullum afslætti en skráð verðmæti þeirra í bókum nýju bankanna sé áætlað innheimtuvirði.

Nýju bankarnir (Aríon og Íslandsbanki) eru í raun í eigu skilanefndanna.  Það skiptir því í raun engu máli fyrir skilanefndirnar á hvaða verði lánasöfnin eru flutt á milli því að það sem innheimtist í nýju bönkunum endar hjá skilanefndunum/kröfuhöfunum fyrir rest.

Ef allt hefði verið með felldu þá hefði ríkinu átt að vera alveg sama líka hvað innheimtist hjá bönkunum.  Því minna því betra í raun því það hefði létt skuldum af íslensku samfélagi án þess að ríkið hefði þurft að leggja fram fé.

Nú var það hins vegar nokkuð augljóst af örvæntingarfullum viðbrögðum Gylfa Magg þegar gengistryggð lán voru dæmd ólögleg að maðkur er í mysunni.  Var áhersla hans um að fá dæmda hæstu mögulegu vexti á þessi lán ekki einfaldlega tengd því að eiginfjárhlutfall bankana færi í drasl ef að innheimtuvirði gengistryggðu lánanna hefði farið að nálgast yfirfærsluverðið?

Var tregða hans til þess að viðurkenna að það væru uppi efasemdir um lögmæti lánanna ekki tengd því að eiginfjárhlutfall bankanna væri trúlega undir viðmiðum laga um fjármálafyrirtæki ef lánin væru ólögleg.

Ef svona er í pottinn búið þá skýrir það að minnst kosti út fyrir mér af hverju það eru alltaf tvær tölur í gangi í sambandi við skuldaafsláttinn.  Annars vegar er talað um ca. 28% afslátt frá nafnverði, sem er þá áætlað innheimtuvirði og hins vegar er um að ræða ca. 50% afslátt sem er sá afsláttur sem kom fram í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankakerfisins (yfirfærsluverð).

Þetta skýrir líka út fyrir mér af hverju það lá svona mikið á að setja lög um  endurútreikning gengistryggðra lána því óvissan um stöðu lánanna er um leið óvissa um eiginfjárhlutfall bankana.

Hefurðu skoðun á þessu? Er ég úti á þekju með þetta?

Seiken (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Seiken, margt til í þessu hjá þér, en annað er að menn sömdu greinilega af sér.  Þeim datt ekki í hug að Hagsmunasamtök heimilanna yrðu jafn sterk og rökföst og þau reyndust verða.  Og að þeim gengi jafnvel að sundurspila lélegan varnarleik þeirra.  Við höfum að vísu þurft að spila einum og tveimur færri allan tímann, en það hefur bara ekki dugað þeim.

Marinó G. Njálsson, 26.1.2012 kl. 22:50

3 identicon

Mæli sérdeilis skýrri og skorinorðri grein Ólafs Margeirssonar í Pressunni 26.01.2012! Hann jarðar skýrslu Hagfræðistofnunar!

http://www.pressan.is/pressupennar

Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 23:28

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur Stephensen ritstjórni Fréttablaðsins skrifaði góða grein um þetta mál sem segir allt sem segja þarf í þessu máli. Hér kemur ein málsgreinin í grein hans.

"Hver maður ætti að geta séð að þessi leið er ekki fær, og jafnvel þótt til væru peningar væri lítið réttlæti fólgið í slíkri endurdreifingu áfallsins sem lántakendur urðu fyrir við hrun krónunnar. Enda benda skýrsluhöfundar á að sambærileg leið hefur hvergi verið farin.
Hagsmunasamtök heimilanna taka reyndar engum sönsum þótt þessi niðurstaða liggi fyrir og telja Hagfræðistofnun fara með tómar blekkingar. Þeir eru kolfastir í ranghugmyndum um að risavaxin millifærsla fjármuna frá almennum skattgreiðendum til skuldara sé einfalt mál og sanngjarnt. Samtökin og forystumenn þeirra hafa í raun endanlega stimplað sig út úr vitrænni umræðu um þessi mál."

Þessi málsgrein er glullmoli og er sneiðin hans til Hagsmunasamtaka heimilanna svo sannarlega verðskulduð. Þar á bæ hafa menn frá upphafi blekkt fólk með rakalausum þvættingi um að hægt væri að fara í flatan niðurskurð lána án þess að kostnaðurinn við það lengi að mestu eða öllu leyti á skattgreiðendum þó allir með sæmilega þekking á þessum málum viti að svo er ekki og hefur aldrei verið raunhæft.

Fremstur í flokki með þessar blekingar hefur verið Marinó G Njálsson og hefur hann farið mikinn á bloggi sínu í því efni. Þegar mér var farið að ofbjóða blekkingarnar og rangfærslurnar á bloggi hans tók ég upp á því að koma inn og leiðrétta þær og færði rök fyrir mínum fullyrðingum í því efni. Viðbrögð Marinós voru að loka á aðgang minn að bloggi sínu. Það er nefnilega erfitt að halda úti blekkingum þegar einhver er alltaf að koma inn með athugasemdir og fletta ofan af þeim.

Sigurður M Grétarsson, 27.1.2012 kl. 14:24

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hrúturinn. Þessi grein Ólafs Margeirssonar er svo fáránleg að maður veltir því fyrir sér úr hvaða morgunkornspakka hann hefur fengið hagfræðigráðuna sína. Að halda því fram að hægt sé að leysa þetta mál hókus pókus með því einfaldlega að Seðlabankinn prenti 260 milljarða og greiði niður lánin með því og allir græði er svo fáranleg að hann fengi falleinkun á hagfræðiprófi fyrir að halda slíku fram. Með sömu rökum gætum við líka látið Seðlabankann greiða allann annan kostnað ríkisins án þess að það félli neitt á skattgreiðendur.

Það vita það allir með lágmarksþekkingu á hagfræði að með slíkju væri einfaldlega verið að þynna út galdmiðilinn og niðurstaðan væri einfaldlea óðaverðbólga sem engin græðir á síst af öllu skuldarar með verðtryggð lán.

Þegar hann talar um nettó gróðan vegna eftirspurnaráhrifa þá gleymir hann því að þeir sem fá greiðslurnar skapa líka eftirspurn í hagkerfinu. Því skapar það ekki aukna eftirspurn að flytja fé frá lánveitendum til lántaka þó það væri hægt en þannig er það ekki vegna eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Þá stendur eftir það sem Hagfræðistofnun Háskóala Íslands bendir á að kostnaðurinn lendir að mestu á skattgreiðendum. Skattgreiðendur mynda líka eftirspurn á markaði og því munu þær skattahækkanir sem þyrfti að fara út í til að fjármagna afskriftirnar koma á móti lækkun á greiðslubyrði lánanna. Niðurstaðan yrði nokkurn veginn óbreytt eftirspurn.

Ég var að vonast til að með þessari skýrslu hagfræðistofnunar færu menn að átta sig á að flöt niðurfelling er ekki og hefur aldrei verið möguleg án þess að skattgreiðendur borguðu brúsann svo hægt væri að fara að ræða rauhæfar leiðir til lausnar vanda skuldugra heimila. Þá gætum við farið að ræða hversu mikið skattgreiðendur eru aflögufærir og hversu mikið er réttlátt að láta þá greiða og síðan hvernig réttlátast er að dreifa þeirri upphæð á lántakendur í vanda.

Á meðan við höldum áfram að karpa um ófærar leiðir og erum þá síður að skoða færar leiðir þá blæðir heimilum í vanda út. Ábyrgð þeirra sem halda áfram að blekkja fólk með því að halda því fram að ófærar leiðir séu færar og skapa múgæsingu í kringum það er því mikil. Það munu margar fjölskyldur missa hús sín sem hægt hefði verið að bjarga frá því væru þeir aðilar ekki að þæfa málið og tefja fyrir raunhæfum lausnum með slíku lýðskrumi.

Sigurður M Grétarsson, 27.1.2012 kl. 14:35

6 identicon

Heill og sæll Guðmundur æfinlega; - og sælir, aðrir gestir, Guðmundar !

Sigurður M Grétarsson !

Áður en; þú hyggst vera með frekari gorgeir, Ólafi þessum Stephensen, prestlings syni til framdráttar - sem og öðru hyski, þeirra Jóhönnu og Steingríms, vil ég minna þig á, að ég - sem flestir annarra, minnar kynslóðar (f.1958), kynntumst því rækilega, að taka ómakið af kynslóðinni, fyrir ofan okkur í aldri (þeim; sem fædd eru, fyrir og eftir 1945, þ.m.t., sum systkina minna), hvað varðaði afborganir Banka lánanna, eftir upptöku verð tryggingarinnar, forðum.

Þau; sem eldri voru - og eru, voru að greiða 3 - 400 krónur (í mynt peningum, seinni árin); ársfjórðungslega, af sínum lána skuldbindingum, á sama tíma og við, þau yngri vorum - og erum; að greiða Tugi Þúsunda og Hundruð Þúsunda Króna, eftir atvikum, okkar skuldbindinga.

Þannig að; þú ættir ekki, að geypa mjög, um þjóðfélagslegt réttlæti, eða ekki réttlæti, frekar en Ólafur litli Stephensen, dreng auli sá - sem mér er til efs, að nokkurn tíma, hafi difið hendi, í kalt vatn, fremur en þorri þeirra, sem alist hafa upp, á fjárhirzlum Landskassans (Ríkissjóðs), sem jú Þórir, faðir Ólafs (misminni mig ekki, að muni vera), sókti í, sitt skotsilfur, líkt og aðrir Þjóðkirkju prelátar.

Reyndu svo einu sinni; að skoða mál öll, í víðara samhengi, en þéttbýlið suður í Kópavogi, gefur þér færi á Sigurður, með áunninni þröngsýni þinni, sem og undirlægjuhættinum, með valdastétt, þessa volaða lands, sem Ísland kallast - og vinir þínir; stjórnmála ræksnin, eru að eyðileggja, upp á hvern einasta dag.

Með beztu kveðjum úr Árnesþingi - fremur þurrum þó, til Sigurðar M Grétarssonar, og hans líka, að þessu sinni /     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 15:12

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður M Grétarsson,

Hefurðu kynnt þér á hvaða heimildum skýrsla Hagfræðistofnunar byggir, og sem allur sá málflutningur sem þú tekur undir er byggður á? 1) Tölur Seðlabankans (sem hann viðurkennir sjálfur að séu ómarktækar) og byggja á upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum 2) fréttatilkynningar frá Samtökum Fjármálafyrirtækja sem byggja á upplýsingum frá fjármálafyrirtækjum.

Með öðrum orðum þá jafngildir þetta því að hafa farið og spurt bankana hvort þeir væru nú ekki búnir að vera voðalega góðir að yfirfæra afskriftasvigrúmið til viðskiptavina sinna. Auðvitað svara þeir því játandi, annað kæmi verulega á óvart.

Sigurður M,ég vil spyrja þig fjögurra spurninga:

1) Þú last væntanlega skýrsluna sem þú ert að tjá þig um, og hefur þá væntanlega séð að skýrsluhöfundar hjá Hagfræðistofnun taka skýrt fram í upphafsorðum að þeir hafi engan aðgang fengið að gögnum sem sýni raunverulega stöðu þessara lánasafna á bókum bankanna eins og ætlast var til og var megintilgangur verkefnisins. Hvernig er hægt að draga ályktanir þegar engin gögn voru fyrir hendi sem nauðsynleg eru til að draga réttar ályktanir? Finnst þér slík vinnubrögð verjandi?

2) Þú hefur væntanlega kynnt þér þær fjölmörgu athugasemdir sem Hagsmunasamtök Heimilanna gerðu við skýrslu Hagfræðistofnunar og sem þú heldur því hér fram að eigi ekki rétt á sér. Vinsamlegast bentu á hvar farið er með rangt mál, eða í hvaða atriðum þær athugasemdir eiga ekki rétt á sér að þínu mati.

3) Tilgangurinn með þessari vinnu var aldrei sá að leggja mat á hvað væri löglegt eða hvaða lögum þyrfti hugsanleg að breyta, slíkt væri viðfangsefni fyrir lögfræðinga. Finnst þér eðlilegt að meginniðurstöður skýrslu Hagfræðistofnunar skuli byggja á lögfræðilegum túlkunum hagfræðinganna?

4) Að vera ófær um að læra af reynslunni er nú ekki beinlínis talið vera þroskamerki. Telur þú að áframhaldandi blindur trúnaður á að allt sé eins og bankarnir og stjórnvöld segja að það sé, muni skila þjóðfélaginu einhverri annari niðurstöðu í annað sinn, en þeirri sem skjalfest hefur verið í níu binda metsölubók þarsíðasta árs?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 16:34

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Guðmundur. Það er alvanalegt að skýrslur eins og þessi frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands séu byggðar á tölum sem koma frá öðrum. Þess er þá getið í skýrslunni og þá meta menn trúverðugleika hennar úr frá því hversu trúverðugar þær tölur eru. Niðurstaðan er þá alltaf með þeim fyrirvara að þær séu réttar. Það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þær séu það ekki þó vissulega sé það ekki útilokað.

Þegar þið hjá Hagsmunasamtökum heimilanna eruð að gagnrýna aðra fyrir að nota opinberar tölur fengnar frá öðrum til að meta það sem þeir eru beðnir um að meta þá get ég ekki betur séð en að þið séuð að kasta steini úr glerhúsi því ykkar útreikningar og útreikningar Marinós Njálssonar eru líka gerðir út frá slíkum tölum. Reyndar skautið þið alltaf framhjá því að kaupverð nýju bankanna á skuldabréfasöfnum gömlu bankanna eru með endurskoðunarákvæði á þessu ári og því vitum við ekki hvert endanlegt kaupverð er fyrr en það dæmi hefur verið gert upp.

Ykkar athugsemdir ganga út á það eitt að hagfræðistofnun hafi ekki farið í gögn bankanna og reiknað sjálfu út afskriftir þeirra. Allar spurningarnar sem þið segið þar að ekki hafi verið svarað eru hluti af þeim útreikningum sem bankarnir hafa sjálfir gert á þessu og leiddi til þeirrar niðurstöðu sem hagfræðistofnun byggir á. Það er því hægt að taka allar ykkar athugasemdir og segja í stuttu máli að þær gangi út á það eitt að útreikningar bankanna eru notaðir í stað þess að hagfræðistofnun geri sína eigin útreikninga.

Hvað veist þú um það hvort það vinni lögfræðingar hjá hagfræðistofnun eða að að þeir hafi leitað til lögfræðinga?

Ásökun þín á mig um að vera ófær að læra af reynslunni er skot út í loftið enda órökstudd. Eitt af því sem ég hef lært af reynslunni er að ef eitthvað er of ótrúlegt til að geta verið satt þá er það væntanlega vegna þess að það er ekki satt. Það á svo sannarlega við þá fullyrðingu að hægt sé að fara út í flata lækkun lána án þess að kostnaðurinn við lækkun innheimtanlegra lána lendi að mestu eða öllu leyti á skattgreiðendum. Hversu langt heldur þú að líði áður en þú áttar þig á því?

Eins og ég hef oft sagt áður þá getum við ekki farið að ræða af viti hvernig við ætlum að aðstoða heimili í vanda fyrr en við hættum að blekkja okkur með þeirri fullyrðingu að hægt sé að gera það án þess að kostnaðurinn lendi að mestu eða öllu leyti á skattgreiðendum. Meðan enn er verið að karpa um þetta atriði og stjórnvöld þurfa enn að kljást við þann draug þá blæðir heimilunum út. Því er ábyrð ykkar sem eruð að bera út þessar blekkingar og færa þær í trúverðugan búning mikil.

Þetta hefur bæði tekið mikla orku frá stjórnvöldum og sérstaklega af því að það er hluti þingmanna sem trúir þessu bulli auk þess sem málflutningur ykkar hefur latt fjölskyldur í vanda til að nýta sér þau úrræði sem stjórnvöld hafa boðið upp á og hefðu getað leyst vanda þeirra í mörgum tilfellum.

Það er því alveg á tæru að það munu fleiri fjölskyldiur missa íbúðir sínar og feiri fjölskyldur verða gjaldþrota heldur en hefði orðið hefðu Hagsmunasamtök heimilanna aldrei verið stofnuð.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2012 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband