Hvenær er kynningarátak í raun auglýsingaherferð?

Auglýsingum er ætlað að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og vitund almennings um það vörumerki sem verið er að markaðssetja. Lesendur verða svo að dæma sjálfir hvenær slíkt flokkast undir kynningarstarf og hvenær undir sölumennsku, dæmi:

http://www.evropustofa.is/um-evropustofu/markmid.html

Markmið Evrópustofu er að stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.

Enn fremur: http://www.evropustofa.is/um-evropustofu/starfsemin.html

Evrópustofa er miðstöð kynningar og upplýsinga. Hlutverk hennar er að auka skilning og þekkingu á ESB, þar á meðal kostum og göllum við mögulega aðild.

Athugun á undirsíðum í vefkerfi Evrópustofu leiðir ekki í ljós neitt sem fjallar um galla aðildar að Evrópusambandinu. Leit að orðinu "gallar" í vefkerfinu skilar heldur engum niðurstöðum. Samkvæmt því mætti halda að á Evrópusambandsaðild væru engir gallar, en lesendur verða sjálfir að vega og meta sannleiksgildi þess á móti áróðursgildinu. Aftur á móti er sérstök síða undir flokknum "Fyrir fjölmiðla" tileinkuð því að kveða niður svokallaðar "flökkusögur" sem fjalla á neikvæðan hátt um ESB.

http://www.evropustofa.is/en/fyrir-fjoelmidla/floekkusoegur-um-esb.html

Vissir þú að...

  • … ESB leyfir börnum að leika sér með segulstál, leikfangavaraliti, partýflautur og blöðrur?
  • reikningar ESB standast 96,7%?
  • … þjóðtungur aðildarríkja ESB verða að opinberum tungumálum?
  • ... Evrópusambandi hefur ekkert á móti sölu á heimabakstri í fjáröflunarskyni?

Þess er hinsvegar ekki getið nema neðanmáls að til að fá reikningana samþykkta af endurskoðendum þyrftu þeir að standast 98%. Þess er hvergi getið að Evrópusambandið hefur aldrei fengið reikninga sína uppáskrifaða samkvæmt þessum skilyrðum.

Á yfirlitssíðu "fróðleiks um ESB" eru þessir málaflokkar:

http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/malefnin.html

  • Landbúnaður og dreifbýlisþróun
  • Byggðastefna
  • Neytendamál
  • Menning og tungumál
  • Menntun, starfsþjálfun og ungmennastarf
  • Orkumál
  • Umhverfismál
  • Málefni hafsins og fiskveiðar
  • Mannréttindi, lýðræði og réttarríkið

Hvergi er minnst á efnahags- eða peningamál! Hér verða lesendur líka sjálfir að vega og meta þá ritstjórnarlegu ákvörðun að fjalla alls ekki um meginkjarnann í meintum rökum fyrir aðild Íslands.

Á tenglasíðunni eru sérstakir flokkar fyrir Já- og Nei- samtök. Uppstillingin vekur athygli, Já samtök eru sett ofar á síðuna en Nei í stað þess að hafa þau hlið við hlið á síðu sem er einmitt í tveimur dálkum. Undir Já eru talin upp sjö samtök en þrjú undir nei. Hér verða lesendur aftur að mynda sér sjálfstæða skoðun á þeirri ritstjórnarlegu ákvörðun að undanskilja í það minnsta 5-10 sambærileg samtök sem eru alfarið á móti aðild, og væru þar með fleiri en Já samtökin ef listinn væri tæmandi.

http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hlekkir.html

Já hreyfingar

  • Já Ísland
  • Evrópusamtökin
  • Evrópuvakt Samfylkingarinnar
  • Sjálfstæðir Evrópumenn
  • Sterkara Ísland
  • Ungir Evrópusinnar
  • Evrópuskrifstofan

Nei hreyfingar

Nei hreyfingar sem eru ekki taldar með:

Og loks, hvað væri kynningarátak auglýsingaherferð án ljósmyndasamkeppni og veglegra verðlauna?

http://www.evropustofa.is/frettir/news-detail/article/ljosmyndasamkeppni-evropustofu.html

Evrópustofa efnir til ljósmyndasamkeppni í tilefni af opnun upplýsingamiðstöðvarinnar. Þema keppninnar er Ísland og Evrópa og eru þátttakendur hvattir til að fanga á mynd hvernig Evrópa og Evrópusambandið birtast í okkar daglega lífi og umhverfi. 

„Ísland er hluti af Evrópu og við viljum hvetja fólk til að íhuga hvernig Evrópa birtist okkur í hvunndeginum, hvað sé íslenskt og hvað evrópskt og hvernig þessi tvö hugtök spila saman,“

Verðlaun

1.    sæti: Flugferð fyrir tvo til Evrópuborgar að eigin vali.*
2.    sæti: Glæsileg Canon IXUS 230 HS myndavél ásamt hulstri.
3.    sæti: Hentugur Camlink þrífótur og bakpoki fyrir ljósmyndabúnað frá KATA.


Lesendur verða auðvitað sjálfir að mynda sér skoðun á ESB-aðild, um leið og þeir ljósmynda eitthvað evrópskt á Íslandi. Hér er innlegg mitt í samkeppnina:

Lög nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands

V. kafli. Rekstur skipa og loftfara.
25. gr. Skip, loftför og önnur farartæki Landhelgisgæslu Íslands.
Landhelgisgæsla Íslands gerir út skip og rekur loftför auk annarra farartækja sem nauðsynleg eru til gæslu landhelginnar og annarra verkefna stofnunarinnar. Bjóða má út eða stofna hlutafélag um flugrekstur, skiparekstur eða tækniþjónustu Landhelgisgæslu Íslands með skilyrðum sem ráðherra setur, að fengnum tillögum stofnunarinnar. Þá geta tæki verið eign Landhelgissjóðs.
Skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands skulu auðkennd með skjaldarmerki Íslands á áberandi stað. Skip skulu einkennd nafni en loftför með nafni og skrásetningareinkennum.
Ráðherra ákveður með reglugerð lit og önnur einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands.

REGLUGERÐ um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands 

...  2. gr.Varðskip, sjómælingabátur og léttbátar.

Litur og einkenni skipa Landhelgisgæslunnar skulu vera sem hér segir:
  1. Varðskipin: Yfirbygging skips skal vera grá (litanúmer NCS. S.4005-B20G). Sjólínufleygur svartur (litanúmer NCS. S.9000-N), hæð á stefni 60 sm frá stefni undir fánalitum og endar við afturhluta fánalita. Botn rauður (NCS. S.6020-Y80R) og hæð upp fyrir sjólínu 15 sm. Á yfirbyggingu fyrir neðan brú, frá afturhluta brúar og fram er merkingin „Coast Guard“ svartlituð (NCS. S.9000-N), hæð stafa 50 sm (með leturgerðinni helvetica). Skipsnafnið á hlið yfirbyggingar svartlitað (NCS. S.9000-N) eða krómað, hæð stafa 25 sm. Handrið utan skips, landfestapollar og reykháfshattar máluð með svörtum lit (NCS. S.9000-N). Þilförin grá (NCS. S.6502-B). Lendingarhringur á þyrluþilfari hvítur (NCS. S.0500-N) og öryggislína á þyrluþilfari appelsínugul (NCS. S.0585-Y50R) og sjálflýsandi. Kranar, akkeri og bolur máluð með gráum lit (NCS. S.4005-B20G). Fánalitir á síðum eru hvítur (NCS. S.0500-N), breidd randar 47 sm, blár (NCS. S.3560-R80B), breidd randar 215 sm og rauður (NCS. S.1085-Y90R), breidd randar 93 sm. Halli á fánaröndum 120° miðað við efribrún á sjólínu. Orðið „Landhelgisgæslan“ með hástöfum (stafagerð helvetica) málað á síður skipsins í svörtum lit (NCS. S.9000-N), hæð stafa 99 sm. Stafir skyggðir með hvítum lit (NCS. S.0500-N), skygging stafa 3 sm. Akkerið málað grátt (NCS. S.4005-B20G). Merki Landhelgisgæslunnar á stefni. Skjaldarmerki lýðveldisins miðskips á brú. Björgunarbátahylki grá (NCS. S.4005-B20G).

mbl.is „Gegndarlaus áróður ESB"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Takk fyrir vandaðan, innihaldsríka og málnefnanlegan pistil. Við þurfum einmitt allan sannleikann, en ekki bara sérvaldar áróðurs-lokkunar/blekkingar-greinar. Þú ert alltaf sjálfum þér samkvæmur og ég hef ekki enn rekist á motsagnir né óheiðarleika í þínum skrifum.

Það er þeim til smánar og vanvirðingar, sem leggjast svo lágt að taka þátt á ósönnum áróðri og persónulegum árásum á þá sem segja sannleikann um þessi mál.

Það var reynt að vara við bankahruninu með engum árangri, vegna þess að það voru gerðir út áróðurs og níðpennar, sem töldu þjóðinni trú um að ekki mætti hlusta á viðvaranir. Þeir sem reyndu að vara við Baugs-innrásinni og bankahruninu, voru taldir geðveikir eða gamaldags, af misvitrum og óvönduðum ríkisfjölmiðlum og þeirra hjálpurum.

Það er synd að segja að Ísland sé vel menntuð þjóð, á meðan svona gamaldags Gróusögu-áróðurs-herferðir fá að standa almenningi í þessu landi fyrir þreifum. Nú er svona áróðurs og níðpenna-faraldur búinn að ná nýjum hæðum hjá sumum ESB-sinnum.

Mannorðsmorð og einelti virðist vera leyfilegt í sumum tilfellum, eða alla vega ekki hindrun fyrir suma penna, sem sjá ekkert nema sína brengluðu öfgatrúar-falsmynd af ESB. Sumir eru svo siðblindir að þeir sjá ekkert rangt við að nota rógburð og Gróusögur, til að reyna að gera sig trúverðuga. Það væri réttast að birta nöfnin á netinu, af þeim sem standa fyrir slíkum sögutilbúnaði. Það kemur kannski seinna, þegar maður verður búin að grafa upp höfundana. Eineltishringur er vel þekkt fyrirbrigði, þar sem einn setur af stað einhverjar lygar til að skaða ákveðna persónu, og heldur að hann sleppi að svara fyrir það, ef lygarnar fara í gegnum nógu marga (Gróusögu-aðferðin).

Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið að lokum. Það er ekki bara eitthvað sem ég er að segja, heldur er það staðreynd.

Eineltis-rógburður og Gróusögur hafa aldrei þótt samfélagslega bætandi, heldur er slíkt eins og skemmd epli í samfélaginu, sem skemma út frá sér. Lygar og blekkingar eru í hávegum höfð, til að ESB-árásin takist, á svikna og bankarænda skattborgara. Á meðan er seðla-bankakerfið í EES að undirbúa næsta bankarán á Íslandi, með aðstoð þessara óvönduðu ESB-öfgatrúar-auglýsinga-níðpenna.

Það er sorglegt hvað sumir eru tilbúnir að leggjast lágt í þessum áróðursskrifum. Það er talað um það víða í samfélaginu, að bæta þurfi málnefnanlega rökræðu og umræðuhefðina á Íslandi. Sumir eiga afskaplega langt í land, í því sambandi.

Ég veit ekki hvað er hægt að gera fyrir svo illa farnar sálir, sem trúa því að ESB-lygaáróður, rógburður og mannskemmandi níðskrif bæti eitthvað hjá þeim sjálfum eða öðrum.

Ég bið bara alla góða vætti að hjálpa þeim sem eru svo sjúkir á sálinni og í öfgatrúnni á ESB, að viðhafa slík vinnubrögð. Þannig fólk er staðnað á mjög sjúkum og vondum stað.

Það er mjög mikið að hjá þeim sem leggja aðra í einelti með einelti, lygum og rógburði, til að upphefja sjálfa sig, sinn málstað og sína skoðun. Þeir eru vægt til orða tekið, ekki trúverðugir né velviljaðir.

Það þýðir ekkert að koma með nýja Háskóla-fyrirlestra um siðblindu eftir næsta hrun. Það þarf að gera úrbætur í siðblindri stjórnsýslunni núna fyrir næsta hrun. Það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Höfum við ekki haft ástæðu til að skilja það ennþá, núna 3 árum eftir bankarán (hrun).

Eru ekki enn 7 Háskólar á Íslandi? Til hvers? Ekki er kennd gagnrýnin hugsun og treysta á eigin dómgreind í þessum skólum, með neinum gagnlegum árangri!

Þessir skólar eru búnir að aumingjavæða þjóðfélagsþegnana svo alvarlega, að þeir þjóna illum tilgangi, í mörgum tilfellum. Lygastjórnvöld kaupa sér lygar frá háskólamenntuðum mönnum, og þeir háskólamenntuðu menn sem segja satt, eru gerðir ótrúverðugir. Hver ber ábyrgð á þessu? Hver ber ábyrgð á bankaráninu (hruninu)?

Er það svona menntað samfélag sem við viljum?

Háskólamenntað fólk sem telur sig yfir almenna skattborgara hafið, og telur sig vita meir um raunveruleikann, heldur en þrælandi skattborgarar, sem borga fyrir þau skólagjöldin! Er þetta ekki siðlaust háskólasamfélag, sem við búum í?

Það er ekkert skárra í ESB-löndunum. Höfuðstöðvar útrásarspillingarinnar, viljandi og skipulagt eftirlitlausu, eru í Brussel.

Ársreikningar ESB hafa ekki verið endurskoðaðir í fjöldamög ár. Hvers vegna?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.1.2012 kl. 09:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið Anna Sigríður.

Til að svara spurningu þinni um reikninga ESB, þá er það ekki svo að þeir hafi ekki verið endurskoðaðir, það er líklega gert a.m.k. árlega.

Málið er bara að endurskoðendurnir hafa ekki getað skrifað upp á reikningana, vegna þess að þeir hafa ekki staðist reikningsskilareglur. Og þannig hefur það verið á hverju einasta ári frá upphafi.

Á góðri íslensku heitir svoleiðis "rassvasabókhald".

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 14:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kakan sem var á boðstólum í opnunarhófi Evrópustofu í gær:

http://www.dv.is/media/blog/postimage/esbkaka_jpg_800x1200_q95.jpg?entry=

Ætli hráefnið í baksturinn hafi komið frá EuroShopper?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 15:05

4 identicon

En fín mynd af mér :)

Sema Erla. (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 21:38

5 identicon

Flott færsla! Þú ert magnaður Guðmundur! Þú líka nafna mín ;)

anna (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 22:43

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sema Erla. Það er vonandi í lagi að ég hafi endurbirt myndina.

Var þetta bragðgóð kaka?

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 23:32

7 identicon

Sæll Guðmundur,

Við hjá Evrópustofu viljum þakka þér fyrir góðar ábendingar um vefsíðu stofunnar. Vefsíða Evrópustofu er og verður í sífelldri mótun og við fögnum ábendingum um hvernig megi bæta hana.

Markmið Evrópustofu er sannarlega að auka þekkingu á kostum og göllum við mögulega aðild en það hyggjumst við gera með því að hvetja til upplýstrar umræðu með þátttöku ólíkra aðila. Rétt er að benda á að við leit á vefnum okkar ber leitarorðið "kostir" ekki neinn árangur, ekki frekar en "gallar".
 
Almenn viðmiðunarregla hjá Evrópustofu er að þær hreyfingar sem vísað er til hafi sett sér lög, hafi stjórn og stjórnarformann. Það er sjálfsagt að bæta inn krækjum fyrir hreyfingar sem uppfylla þessi skilyrði.

Varðandi uppsetningu á hlekkja-síðunni þá var það ekki meðvituð ákvörðun að setja já-hreyfinguna ofar nei-hreyfingunni. Þetta var góð og gild ábending og hefur hún nú verið tekin til greina (sjá: http://www.evropustofa.is/frodleikur-um-esb/hlekkir.html). Jafnframt bættum við inn hlekkjaflokk sem inniheldur krækjur inn á ESB-síður stjórnmálaflokka í þeim tilfellum sem það er í boði.

Varðandi framsetningu þeirra málaflokka sem nú eru listaðir á vefsíðunni og þú nefnir í bloggfærslunni þinni viljum við árétta að ekki var tekin ritstjórnarleg ákvörðun um að sleppa ákveðnum málaflokkum heldur er stefnt að því að því að setja inn leiðara fyrir alla stefnumálaflokka ESB á vefsíðuna (sjá á þessari vefslóð: europa.eu/pol/index_en.htm). Vonandi náum við að ljúka þeirri vinnu sem fyrst og verða peningamálin að sjálfsögðu þeirra á meðal.

Bestu kveðjur
Jóna Sólveig Elínardóttir
Vefstýra
Evrópustofa - Upplýsingamiðstöð ESB

Tölvupóstfang: jonasolveig@evropustofa.is
Vinnusími: 527 5701

Jóna Sólveig Elínardóttir (IP-tala skráð) 24.1.2012 kl. 16:02

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæl Jóna Sólveig og takk fyrir viðbrögðin.

Munuð þið verða áfram með sérstaka hjálparsíðu fyrir fréttamenn með leiðbeiningum um hvernig kveða megi niður meintar "flökkusögur" sem draga upp neikvæða mynd af ESB?

Munuð þið setja upp sambærilega hjálparsíðu um hvernig kveða megi niður flökkusögur sem draga upp jákvæða mynd af ESB?

-Eins og að aðild myndi bæta stöðu íslenskra neytenda. ("Neytendavernd" ESB hefur verið virk hérlendis gegnum EES í 20 ár og litlu skilað af viti).

-Eða að við inngöngu í ESB myndi stjórnmálastéttin skyndilega eflast að siðferði og byrja að framfylgja lögum í þágu almennings. (Það væri þá í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn yrðu fyrir slíkri vitrun upp til hópa.)

Verður útskýrt hvaða kosti og galla hinn samevrópski gjaldmiðill evran hafi, ólíka öðrum pappírsmiðum og málmskífum, fyrir utan myndskreytingarnar?

Stendur jafnframt til að reyna markvisst að útrýma þeirri bábilju að ábyrg peningamálastefna fylgist að við lit og myndskreytingar á seðlum og mynt?

Svo er ég með spurningu sem væri afskaplega gaman ef Evrópustofa myndi útvega svar við frá Brüssel, því stór fjöldi Íslendinga hafa sent bréf þangað til að reyna að fá svör en engin viðbrögð hafa borist. Það eru meðal annars eftirfarandi spurningar:

  • "Heimilar ESB ríkisstuðning við fyrirtæki í samkepnnisrekstri?"
  • "Fela reglur ESB í sér ríkisábyrgð á innstæðutryggingum?"

Ég bíð spenntur eftir svörum, sem hljóta nú loksins að berast fyrst að búið er að stofna sérstaka sendiskrifstofu hér á landi til að koma á framfæri upplýsingum um Evrópusambandið.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2012 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband