Iðnaðarsaltkaupendur í stafrófsröð
16.1.2012 | 12:03
Tveir listar hafa verið birtir yfir fyrirtæki sem hafa keypt iðnaðarsalt frá heildsala. Til hægðarauka hef ég sameinað þess tvo lista, eytt tvítekningum og raðað nöfnum fyrirtækjanna í stafrófsröð. Einnig set ég tengla á sum fyrirtækin. Þetta er án allrar ábyrgðar og með fyrirvara um villur o.þ.h.
A. Hansen
Agnar Ludvigsson ehf. (Royal)
Al-Bakstur / Almar Bakarí
Aðalbakarinn ehf Siglufirði
B.M. Vallá ehf
Bakarameistarinn Suðurveri
Bakarinn Ísafirði
Björnsbakarí Austurströnd
Brauð- og kökugerðin ehf
Brauða- og kökugerðin ehf
Brauðgerð Kr. framl.Hrísal.
Brauðgerð Ólafsvíkur
Bæjarbakarí ehf
Esja Kjötvinnsla ehf
Express Pizza
Eyjabú ehf.
Eðalfiskur
Fellabakarí
Fellabakstur ehf
Fisksöluskrifstofan ehf
Fjallalamb
Fram Foods Ísland hf
Frjó Quattro
Furðufiskar
Galito veitingastaður
Gallery Pizza
Gamla Pósthúsið
Gamla bakaríið ehf
Grund - eldhús
Gullhamrar veitingahús ehf
Gæðafæði ehf.
H.A Veitingar Madonna Pizza
Hamborgarabúlla Tómasar
Hamborgarabúllan B5
Harðarbakarí
Heimabakarí
Hjá Jóa Fel - Holtagarðar
Hornabrauð ehf*
Hrói Höttur
Háskólabaunin ehf.
Hérastubbur bakari
Hótel Reykjavík Natura eldhús
Icelandic Byproducts ehf
Italiano ehf.
Kentucky Fried, Selfossi
Kf.Steingrímsfjarðar N1*
Kjarnafæði
Kjötpól ehf
Kökulist Hafnarfirði
Kökuval
Lostæti - Austurlyst ehf
Matfugl ehf
Mexico (Pengs ehf)
Mitt Bakarí (Grensásvegi)
Mjólkurbúið ehf
Mjólkursamsalan ehf
Mörk v/hjúkrunarheim eldhús
Múlakaffi
N1 Bílanaust Bíldshöfða *
N1 Hráefni Þjónustustöð EGS
N1 hráefni Sauðárkrók
NOKK ehf
Norðanfiskur ehf
Norðlenska ehf Kjötv.*/Akurey
Norðlenska ehf Sláturh/Húsav*
Norðlenska ehf * Kjötv./Húsaví
Norðlenska ehf Sláturh.á Höfn
Nýja Bakaríið Keflavík
Passion
Pizza Pronto / Bankastr.
Pizzafjörður ehf
Pizzan
Reynir bakari
Rizzo Express Bæjarlind
Rizzo Pizza Grensás
Rizzo Pizza Árbæ
Rub v/K6 ehf
Samhentir
Samkaup v/Hyrnan veitingar
Skeljungur hf / yfirkúnni
Skeljungur, VH Kletturinn
Sláturfélag Suðurlands
Stofnfiskur hf
Strikið
Sveitabakarí sf
SÞ - Lax ehf
Síld og Fiskur ehf
Sólfugl ehf
Vaxið brauðgerð ehf
Vegamót
Verkmenntaskólinn
Vignir G. Jónsson hf
Vogabær ehf.
Wilsons Pizza Ánanaust
Gjörið svo vel, þetta ætti að hjálpa fólki að vera ábyrgir neytendur, hvernig svo sem hver og einn kýs að fara að því. Sjálfur hef ég eins og flestir borðað ýmislegt sem er að finna á þessum lista, og margt af því er eflaust hluti af reglulegu mataræði hjá stórum hluta þjóðarinnar. Þarna eru veitingastaðir og bakarí áberandi, en athygli vekur að sjá einnig fisk- og kjötvinnslur. Það sem veldur mér hinsvegar mestum áhyggjum er tvennt: þetta er augljóslega notað í framleiðslu á mjólkurvörum fyrir bróðurpart landsins, og á listanum eru líka nokkrir dreifingaraðilar og fyrirtæki sem blanda saltið í kryddblöndur sem er svo dreift áfram til annara matvælaframleiðenda. Heilt yfir má telja líklegt að þetta sé notað í verulega stórum hluta matvælaiðnaðarins.
Matvælastofnun hefur efnagreint sýni af núverandi birgðum af saltinu og segir að þrátt fyrir að ekki sé um tandurhreint efni að ræða sé munur á innihaldi þess og vottaðs matarsalts nánast enginn. Með öðrum orðum hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að þessi vara sé skaðleg að svo stöddu. Hinsvegar hefur samskonar vara verið notuð í sama tilgangi í 13 ár, og þar sem hún hefur ekki verið vottuð er engin leið að vera viss eða ganga úr skugga um eftir á hvort og hversu stöðug að gæðum og innihaldi þessi vara er. Ef það hefði verið gert og varan staðist allar kröfur, þá er heldur engin ástæða fyrir því afhverju hún hefði ekki átt að hljóta vottun, og þess vegna er óskiljanlegt að annað hvort framleiðandinn eða innflytjandi hafi ekki sótt um vottun. Nema auðvitað ef varan stóðst einfaldlega ekki vottunarkröfur.
Enn sem komið er virðist vera ástæðulaust að fyllast hræðslu eða skyndilegri tortryggni gagnvart allri matvöru vegna þess að hún innihaldi þetta salt. Hinsvegar er morgunljóst að allir sem notuðu þetta í matvælaframleiðslu voru í raun að selja neytendum ónýtan mat, sem er alvarlegt lögbrot, alveg sama þó e.t.v. sé skaðinn lítill í þessu tilviki
Nokkuð hefur verið rætt um merkingar á umbúðunum, en þær hafa sést í sjónvarpi og eru merktar með stóru letri "Industrial Salt" o.s.frv. á tungumálum sem eru kennd í skyldunámi á Íslandi. Mér skilst að á þær sé einnig letrað að varan sé ekki ætluð sem matvæli. Því miður virðist sem viðbrögð seljanda séu á þann veg að þykjast hafa verið ólæs undanfarin 13 ár, í stað þess að viðurkenna hið augljósa að auðvitað var kolrangt að selja þetta með þessum hætti og engin ástæða kemur til greina nema sú að þetta var hagkvæmara og þannig var hægt að græða meiri peninga.
Þegar þessu var hrært saman við matinn handa okkur hafði enginn hugmynd um hvort það væri í lagi, það eina sem þeir vissu var að þetta var 20% ódýrara hráefni. Framkoma íslenskra fyrirtækja og stofnana við fólk af holdi og blóði hefur því miður snúist upp í langa röð ömurlega lélegra afsakana fyrir glórulausri spillingu, vanhæfni, eða hvoru tveggja í senn. Við vorum e.t.v. heppin í þetta sinn en næst þegar svona mál kemur upp er aldrei að vita nema afleiðingarnar gætu orðið verulega alvarlegar.
Stofnanir deila um salt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Merkilegast við umræðuna - er að ekkert hefur komið fram um hvað er að þessu "iðnaðarsalti".
Hver bannar að "iðnaðarsalt sé notað í fisk-IÐNAÐ - eða matvæla-IÐNAÐ... er ekki iðnaðarsalt fyrir fiskiðnað og matvælaiðnað? Hve segir það?
ER þetta bar spurning um "skráningar" - að það sé örugglega nóg og miklum kostnaði klínt á framleiðsluferlið....
En spurningin er sem sagt:
Hvað er svona "eitrað" í þessu iðnaðarsalti?
Kristinn Pétursson, 16.1.2012 kl. 20:59
Klárlega eru strangari kröfur til hráefna í matvæli heldur en til dæmis ef átt hefði að nota saltið til hálkueyðingar eða jarðvegsbindingar. Eins og fram kemur þá hefur Matvælastofnun prófað núverandi birgðir og segir þær hafa mjög svipað innihald og hreinleika eins og matarsalt. Þannig hefur ekkert komið fram sem bendir til eitrunar, en þetta er slæmt mál engu að síður.
Mesta áhyggjuefnið er ekkert liggur fyrir um gæði þeirra farma sem fluttir hafa verið inn undanfarin 13 ár og étnir af neytendum án þess að hafa undirgengist viðeigandi prófana og vottunarferli. Einhver af þeim förmum hefði allt eins getað innihaldið leifar af þungmálmum eða öðrum eitruðum efnum, án þess að neinn hefði orðið þess vísari, fyrst það var aldrei prófað.
Þetta er ekki ósvipað og ef í ljós kæmi sprengiefnageymsla í miðborg Reykjavíkur. Þó ekki hefði orðið slys þar hingað til þá væri það samt grafalvarlegt, því hættan af slíku væri augljós.
Víða um heiminn hafa komið upp tilvik þar sem notkun á óvottuðu hráefni í matvæli hefur haft slæmar afleiðingar, þ.á.m. vegna iðnaðarsalts. Þó að það sem núna liggur á lagernum sé sem betur fer ekki hættulegt, þá er aldrei að vita með næsta farm. Ef enginn hefur skaðast í þetta sinn er það heppni. Einu neikvæðu áhrifin væru þá rýring á trausti fólks á matvælaeftirliti, en við megum samt telja okkur heppin ef afleiðingarnar eru ekki verri en það.
Rétt er að fram komi að bæði seljendur og sumir kaupendur hráefnisins hafa komið fram og sagst hafa verið í góðri trú. Sumir seljendur telja sig hafa verið blekkta en seljandi segist ekki hafa beitt neinum blekkingum við markaðssetningu vörunnar. Fyrir mitt leyti er auðvitað ómögulegt að reyna að taka afstöðu til slíks hér og það geri ég ekki. Hinsvegar finnst mér að fyrst slíkar ásakanir eru uppi, að þá hljóti að þurfa að rannsaka málið. Einhver hlýtur að þurfa að svara til þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að framleiða og selja matvæli og annað sem getur haft áhrif á heilsufar neytenda.
Það sem þetta mál sýnir líka fram á er í hversu miklum molum neytendavernd á Íslandi er, þrátt fyrir að frá tíunda áratug síðustu aldar hafi verið hér í gildi ýmsar evrópskar tilskipanir sem eiga að stuðla að neytendavernd. Þar sem íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt nokkurn einasta vilja til að fara eftir þessum reglum, þá hlýtur maður að spyrja sig að því hver sé skynsemin í því að undirgangast fleiri slíkar reglur. Þetta er á vissan prófsteinn á það hver útkoman yrði af Evrópusambandsaðild, sem er markvisst kynnt á þeim forsendum að hún feli í sér bætta stöðu íslenskra neytenda. Öll reynsla af þessu tagi sem komin er á eftirfylgni þeirra reglna sem þegar gilda vegna EES-samningsins bendir til hins gagnstæða. Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað sýnt að þau eru gjörsamlega óhæf til að fara eftir þeim evrópsku reglum sem þau hafa sótt um að undirgangast.
Það er til hugtak yfir það að segjast ætla að fara eftir einhverju en ætla sér í raun aldrei að gera það. Þeir sem eiga börn kannast vel við þetta þegar þeir eru að reyna að fá ungviðið til að hlýða einhverju. Íslensk stjórnvöld eru nákvæmlega þannig, eins og frekur og óþekkur krakki sem vill vera með í leiknum en hefur engan skilning á mikilvægi þess að virða reglurnar. Við erum búin að prófa slíka vegferð einu sinni í bankarekstri og afleiðingar þess urðu innblástur að metsölubók í níu bindum. Sá sem hleypur á vegg og meiðir sig, stendur upp og hleypur aftur á sama veginn vegna þess að hann býst við einhverri annari útkomu, það er til hugtak yfir svoleiðis líka, en þetta er ein af þeim skilgreininum sem eru til á geðveiki.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.1.2012 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.