Björgunarsjóður evrunnar á athugunarlista
6.12.2011 | 20:53
Það er ekki furða þó könnun sem birt var í Svíþjóð í dag sýni að 87,6% þarlenda vilji ekki aðild að evrusvæðinu. Þar er einfaldlega allt að springa í loft upp.
Í gær setti matsfyrirtækið S&P öll evruríkin í heild sinni á athugunarlista með neikvæðum horfum:
Svona voru viðbrögð leiðtoga Evrópu:
- Vilja auka aga á evrusvæðinu - mbl.is
- Samkomulagið svar við hótun S&P - mbl.is
- Juncker ræðst harkalega á S&P - fagnar tillögum Merkel og Sarkozys
- Einungis sáttmáli fyrir evrusvæðið? - mbl.is
En viðbrögð fjármálamarkaða urðu þversum:
- Misjöfn viðbrögð við niðurstöðum Merkel og Sarkozy-Asía og Evrópa lækka - Frétt - Evrópuvaktin
- Vísir - S&P veldur niðursveiflu á mörkuðum og gengisfalli evrunnar
- Lækkun í Evrópu - mbl.is
- Evrópa gæti dregið Asíu niður - mbl.is
- Lækkun í kjölfar viðvörunar - mbl.is
- Mat S&P skekur markaði - mbl.is
- Sáttmálabreytingar skapa óvissu | RÚV
Og jafnvel hörðustu rokktónlistarmönnum varð ekki um sel:
- Vísir - Metallica flýtir tónleikaferð af ótta við evrusvæðið
- Metallica óttast endalok evrusvæðisins - mbl.is
Bandaríska þungarokkhljómsveitin Metallica hefur ákveðið að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusvæðið kunni að liðast í sundur. Óttast hljómsveitin að ef til þess kæmi gæti það leitt til þess að erfitt gæti orðið fyrir hana að innheimta laun sín vegna tónleika í evruríkjunum.
Í dag barst svo enn ein fréttatilkynning:
Viðskiptablaðið - S&P skoðar neyðarsjóð ESB
- Björgunarsjóður evrusvæðisins h.f. settur á athugunarlista með neikvæðar horfur um langtímaeinkunn (AAA).
- Helmingslíkur á lækkun lánshæfiseinkunnar innan 90 daga.
- Tekur mið af því að öll ríkin 17 sem ábyrgjast sjóðinn voru í gær sett á athugunarlista með neikvæðar horfur.
- Óhagstætt heildarendurmat á lánshæfi evrusvæðisins gæti leitt til lækkunar EFSF um eitt til tvö þrep (AA+/AA).
- Endurskoðuð einkunn EFSF mun taka mið af lægstu einkunn meðal þeirra ríkja sem áður höfðu hæstu einkunn (AAA).
- Frakkland (AAA) gæti lækkað um allt að tvö þrep (AA).
Veðhæfi skuldabréfa með einkunn AA er umtalsvert minna en AAA. Í mörgum tegundum fjármálaviðskipta eru engin bréf gjaldgeng nema þau hafi hæstu einkunn. Björgunarsjóðurinn EFSF er ekkert annað en lítt dulbúin tilraun til að búa til vafning úr misjafnlega góðum eignum, með því markmiði að fá samt hæstu einkunn á heildarvafninginn, svo hægt sé að selja hann kröfuhörðum fjárfestum. Samskonar svikavafningar húsnæðislána hrundu fjármálakreppunni af stað í Bandaríkjunum 2007, eini munurinn er að nú eru það evrópskir ríkisskuldavafningar.
Hér má sjá yfirlit síðustu viku um áþreifanlegt eigið fé evrópskra banka:
Þarna eru þrír stærstu bankar Frakklands: Credit Agricole (sem fór hugsanlega á hausinn í kyrrþey um daginn) með aðeins 1,5%, BNP Paribas (einn stærsti banki heims) með 2,85%, og Société Générale (8. stærsti banki Evrópu) með 2,96%; allir meðal ellefu lægstu. Lánshæfiseinkunn BNP er AA en hinna tveggja A+ og þeir mega því ekki við neinum óvæntum uppákomum.
Með öðrum orðum: lánshæfiseinkunn Frakklands er myllusteinn evrunnar. Hér má glögglega sjá hvernig "ávinningur" af sameiginleigu myntinni er að engu orðinn:
En það er ekki aðeins evran sem er í hættu, heldur jafnvel lýðræðið sjálft:
Fréttaskýring: Stöðugleikasáttmáli á sterum - mbl.is
Í gær náðu [forseti Frakklands og kanslari Þýzkalands] samkomulagi um að aðildarríki evrusvæðisins innleiði ákvæði í stjórnarskrár sem kveði á um hámarkshalla í ríkisrekstri sem nemur 3% af landsframleiðslu.
Ákvörðunin var ekki tekin af ríkjunum sjálfum eða stjórnendum Evrópusambandsins, heldur af leiðtogum tveggja ríkja sem hafa aðeins lýðræðislegt umboð sinna eigin þegna til að taka slíkar ákvarðanir. Þegnar hinna evruríkjanna 15 hafa aldrei greitt Merkel eða Sarkozy atkvæði sín. Enda virðast þau ekki einu sinni ætla að bera ákvörðunina undir þjóðþing aðildarríkjanna, hvað þá kjósendur og ekki heldur sína eigin.
Eurozone To Avoid Any Popular Vote In Treaty Change | ZeroHedge
The Telegraph's Bruno Waterfield reports, "EU to avoid any votes - parliamentary or popular on treaty change - via obscure Lisbon Treaty 'passerelle' clause, Art. 126 (14) via protocol 12. "This decision does not require ratification at national level. This procedure could therefore lead to rapid and significant changes," says confidential Van Rompuy text.
Reynt hefur verið að boða þá falskenningu að með ESB-aðild fáist aukin völd innan þess sem einhvernveginn vegi upp það fullveldisafsal sem aðild hefur óhjákvæmilega í för með sér. Forvitnilegt væri að heyra skoðanir Spánverja, Finna, Hollendinga, og annara evruþjóða á þessari kenningu, á meðan stjórnarskrár þeirra eru endurskrifaðar á lokuðum einkafundum í París, Berlín eða Brüssel.
Þess er svo skemmst að minnast þegar George Papandreou forsætisráðherra Grikklands ætlaði að senda kröfur þríeykisins (ESB/ECB/IMF) um niðurskurð í ríkisfjármálum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann var umsvifalaust settur af og einn af aðstoðarbankastjórum evrópska seðlabankans og meðlimur í þríhliðanefnd Rockefellers var skipaður slitastjóri í hans stað. Ekki leið á löngu áður en sami leikur var leikinn gegn Ítalíu og formaður evrópsku þríhliðanefndarinnar skipaður slitastjóri þar.
Í næstu skoðanakönnun um afstöðu til Evrópusamruna og upptöku evru ættu svarmöguleikarnir í raun að vera þessir:
Hvort viltu: a) möguleika á lýðræðislegri ákvarðanatöku í fullvalda ríki,
eða b) þegnskyldu í þýzkri hjáleigu undir járnhæl ríkiskanslara.
Veldu annaðhvort a) eða b). Schnell!
Engum þýzkum kanslara hefur tekist með fallbyssum og skriðdrekum, það sem Merkel virðist ætla að gera með skuldabréfum og pennastrikum.
87,6% Svía vilja ekki evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkar: Öryggis- og alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Athugasemdir
EU talks on doubling financial firewall (FT Twitter)
FT Releases Mother Of All Rumors (Zerohedge)
- EU OFFICIALS WEIGH RUNNING TWO RESCUE FUNDS TOGETHER
- EU WEIGHS RUNNING TWO RESCUE FUNDS, MORE IMF SUPPORT
- EU WEIGHS GIVING ESM ACCESS TO ECB FUNDING
Þetta eru auðvitað eintómir óstaðfestir orðrómar. Talið við okkur aftur þegar búið er að afla 1-2 trilljón evra til að fjármagna björgunarsjóðin(a).
Verst að þeim tókst ekki einu sinni að afla 3 milljarða í fyrsta útboði...
Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 21:29
Svíar hafa gegnumsneitt engan áhuga á evru eða ekki evru, en þeir hafa frábærann fjármálaráðherra, Anders Borg sem ekki er félagsbundinn pólutíkus, heldur snjall fjármálaspekingur sem hefur haldið utan um fjármálastenu Svíþjóðar og krónan er sterk og þess vegna eru þeir ánægðir með sitt. 87,6% svía hafa meiri áhuga á boltanum, Zlatan og svo íshocky að sjálfsögðu.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 21:31
Takk fyrir allar slóðirnar og þessar staðreyndir.Góð samantekt!
Nigel Farage hefur löngum verið sannspár. Það er magnad að fylgjast með þýzkum fréttum þessa dagana. Uff...
anna (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 23:11
What is the difference between Santa Claus and EFSF?
.
.
.
.
.
.
.
..
.
You still can find people that belever in Santa Claus.
Fékk þennan sendan í dag....... og ákvað að láta hann fljóta hér með. Það veitir ekki af því að brosa í skammdeginu.
G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 00:10
Afsakið áttil að vera.. You still can find people that believe in Santa Claus.
G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 00:11
Hvað sagði ég? :
Merkel und Sarkozy: Vertragsänderung im März 2012 - Europas Schuldenkrise - FAZ
Die EU-Verträge sollen schnell reformiert werden.
Frankfürter Allgemeine Zetiung túlkar ákvörðun S&P sem árás á evruna:
Europas Top-Bonität in Gefahr: Mit amerikanischer Brille - Wirtschaft - FAZ
Dálkahöfundurinn Ambrose Evans Pritchard er annarar skoðunar:
S&P has no choice: Euroland risks bankruptcy on current policies – Telegraph Blogs
Hér er svo afar góð tæknileg greining á innviðum evrukerfisins:
FT Alphaville » How Germany is paying for the Eurozone crisis anyway
Og viti menn, einhver á ritstjórn mbl er að fylgjast með:
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2011 kl. 02:17
charles hugh smith-It's Your Choice, Europe: Rebel Against the Banks or Accept Debt-Serfdom
Og þetta er löngu orðið klassískt:
Guðmundur Ásgeirsson, 7.12.2011 kl. 03:16
S&P Warns It May Cut Most European Banks, European Union Itself | ZeroHedge
- Ratings On National Asset Management Agency Placed On Watch Negative Following Similar Action On Republic of Ireland
- Oesterreichische Entwicklungsbank Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On Austria
- Spain's Balearic Islands Downgraded To 'A-' On Weak Liquidity; Rating Placed On CreditWatch Negative
- Spain's Corporacion de Reservas Estrategicas de Productos Petroliferos On CreditWatch Negative In Line With Sovereign
- Waarborgfonds Sociale Woningbouw 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On The Netherlands
- ONDD Placed On CreditWatch Negative Following Similar Rating Action On Belgium
- Instituto de Credito Oficial Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On Spain
- Assistance Publique - Hopitaux de Paris 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On France
- Agence Francaise de Developpement Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On France
- Erdoelbevorratungsverband 'AAA' Long-Term Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On Germany
- Autobahnen- Und Schnellstrassen-Finanzierungs-Aktiengesellschaft Placed On CreditWatch Negative
- Euro Arab Insurance Group P.S.C. Ratings Lowered To 'BB' Following Sovereign Downgrade; Outlook Negative
- Etablissement Public d'Amenagement De La Defense Seine Arche Placed On CreditWatch Negative
- Belgian Rail Infrastructure Manager Infrabel 'AA' Rating Placed On CreditWatch Negative After Similar Action On Belgium
- Landwirtschaftliche Rentenbank Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On Germany
- Nederlandse Financierings-Maatschappij Voor Ontwikkelingslanden N.V. Placed On CreditWatch Negative
- Sociedad Estatal de Participaciones Industriales 'AA-/A-1+' Ratings Placed On CreditWatch Negative On Sovereign Action
- OeBB-Infrastruktur AG Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On Austria
- Oesterreichische Kontrollbank AG Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On Austria
- KfW 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Watch Action On Germany
- Waarborgfonds Voor De Zorgsector Placed On CreditWatch Negative Following Similar CreditWatch Action On The Netherlands
- Caisse d'Amortissement de la Dette Sociale 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative After Similar Action On France
- Societe Anonyme de Gestion de Stocks de Securite 'AAA' Rating Placed On Watch Neg Following Similar Action On France
- Reseau Ferre de France 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On France
- DFS Deutsche Flugsicherung 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On Germany
- Unedic 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On France
- Euroclear Bank S.A. 'AA+' Long-Term Ratings Placed On Watch Neg On Possible Reduced Capacity For Member Support
- Italian Utility Acea Downgraded To 'A-/A-2', 'A-' Rating Placed On CreditWatch Negative On Weakened Financial Ratios
- Ratings On Seven Portuguese Banks Placed On CreditWatch Negative Following Similar Action On Sovereign
- Cassa Depositi e Prestiti SpA 'A/A-1' Ratings Placed On Watch Negative Following Watch Negative On Republic of Italy
- Ratings On 35 Eurozone Public Finance Entities On CreditWatch With Negative Implications Following Sovereign Actions
- Long-Term 'AAA' Rating On The European Union Placed On CreditWatch Negative
- Standard & Poor's Places Several Large Bank Groups Across The Eurozone On CreditWatch Negative
- Long-Term 'AAA' European Atomic Energy Community Rating Placed On CreditWatch Negative
- Poste Italiane Group L-T Rating Lowered To 'A-', All Ratings Remain On CreditWatch Negative
- Standard & Poor's Applies Revised Bank Criteria To 33 Italy-Based Banks
- Italy-Based Eurofidi 'BBB/A-2' Ratings Placed On CreditWatch Negative Following Rating Action On The Sovereign
- Standard & Poor's Applies Its Revised Bank Criteria To 27 France-Based Banks
- Council of Europe Development Bank 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative
- European Investment Bank Long-Term 'AAA' Rating Placed On CreditWatch Negative
Dóminókubbarnir falla... fjölmargir bankar, þar á meðal evrópski fjárfestingarbankinn, og jafnvel Evrópusambandið sjálft, sett á athugunarlista með neikvæðum horfum.
Á meðan er þetta að frétta af íslenskum fyrirtækjum:
Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 12:39
OK þetta er orðið súrrealískt:
Ackermann fékk senda bréfsprengju | RÚV
Fékk senda virka sprengju í pósti - mbl.is
Lögreglan í Frankfurt í Þýskalandi staðfesti í morgun að bréfsprengja hefði fundist í umslagi sem borist hefði Josef Ackermann, aðalbankastjóra Deutsche Bank, í gær.
Á pakkanum stóð að sendandinn væri Evrópski seðlabankinn, sem einnig er með höfuðstöðvar í Frankfurt.Guðmundur Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 12:45
Eftirköst neyðarfundar gærkvöldsins hjá evruleiðtogum:
Öll ESB-ríki sammála nema Bretar - mbl.is
ESB sameinað en Bretar ekki - mbl.is
Bretar einangraðir í Evrópu - mbl.is
EU treaty change: Nicolas Sarkozy snubs David Cameron with a swife body swerve | Mail Online
Þarf að ráðgast við danska þingið - mbl.is
Vilja þjóðaratkvæði um breytingarnar - mbl.is
Þjóðaratkvæði gæti þurft á Írlandi - mbl.is
Standard og Poors vara við skuldavanda | RÚV
Matsfyrirtækið Standard og Poors varaði við því í kvöld að fjöldamörg evrópsk tryggingafyrirtæki gætu átt það á hættu að lánshæfismat þeirra yrði lækkað vegna skuldavandans á evrusvæðinu.
Allianz, Aviva, Axa, Generali og Mapfre voru meðal fyrirtækja sem Standard og Poors nefndi í því sambandi.
Og þetta er bókstaflega allt að springa í loft upp:
Særðist þegar bréfasprengja sprakk - mbl.is
Yfirmaður skattstofunnar í Róm á Ítalíu slasaðist af völdum bréfasprengju. Talið er að sprengjuna megi rekja til FAI andófshreyfingarinnar, þeirrar sömu og sögð er bera ábyrgð á áðurnefndri sendingu til Josef Ackermann bankastjóra Deutsche bank.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.12.2011 kl. 23:45
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.