Bjóðum þeim varnarsvæðið á Miðnesheiði!

Eins og komið hefur fram áður á þessu bloggi, þá finnst mér að bjóða ætti Kristjaníubúum að flytja sig um set hingað til Íslands og setjast að á varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Rökin fyrir því eru margvísleg, en þó sterkust að því leyti að það hefur í för með sér gagnkvæman ávinning fyrir alla aðila sem að málinu kæmu. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn gætu endurskipulagt svæðið, tilvist fríríkisins væri tryggð um ókomna framtíð, og Íslendingar myndu losna úr þeirri óvissu og vandræðagangi sem öðru fremur hefur einkennt alla umræðu og ákvarðanatöku í málefnum varnarsvæðisins. Þetta væri allavega mun skárri lausn en að láta heilan bæ standa tóman og engum til gagns á meðan ráðamenn velkjast um í valkvíða.
mbl.is Kristjaníubúar vilja frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband