Evrópusambandið á rangri leið
22.6.2011 | 20:54
Tæpur helmingur Íslendinga telur að landið sé á réttri leið eftir að IceSave ríkisábyrgð var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl sl.
Valdhafar í ESB vilja hinsvegar ekki að Grikkland fari sömu leið vegna þess að þeir hafa ekkert Plan-B og Wall Street má ekki við afskriftum. Við skulum sjá til hversu ágengt Evrópusambandinu verður í þjónkun sinni við fjármagnseigendur.
Danir vilja ekki borga skuldir Grikklands, Bretar vilja ekki borga skuldir Grikklands, og Írar hafa nú þegar ákveðið að fara íslensku leiðina sama hvað þeir belgja sig í Brüssel.
Grikkland er IceSave Evrópusambandsins og enginn vill taka á sig skellinn.
Hvar eru þeir núna sem spáðu endalokum íslenskrar siðmenningar ef ríkisábyrgð yrði hafnað hér? Þeir hafa líklega ekki komið til Grikklands nýlega.
Nei þessi mynd er ekki frá S-Ameríku fyrir 20 árum heldur er hún tekin fyrir nokkrum dögum síðan á stjórnarskrártorginu í Aþenu höfuðborg Grikklands, sem áður var talin vagga siðmenningar og lýðræðis. Það var áður en ESB kom til sögunnar.
Ísland á réttari leið eftir þjóðaratkvæðið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.