Undir fölsku flaggi

Fáni ESB á varðskipinu Tý

Mynd fengin að láni úr frétt mbl.is. Fáni Evrópusambandsins hefur verið málaður á varðskipið Tý.

Ekki fæst betur séð en að þessi ósómi brjóti í bága við:

Lög nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna

V. kafli. Rekstur skipa og loftfara.
25. gr. Skip, loftför og önnur farartæki Landhelgisgæslu Íslands.
... ... ...
Skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands skulu auðkennd með skjaldarmerki Íslands á áberandi stað. Skip skulu einkennd nafni en loftför með nafni og skrásetningareinkennum.
Ráðherra ákveður með reglugerð1) lit og önnur einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands. ... ... ...   1)Rg. 1172/2008.

REGLUGERÐ um lit og einkenni farartækja Landhelgisgæslu Íslands

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um skip og loftför Landhelgisgæslunnar, í eigu ríkissjóðs eða Landhelgissjóðs.

Skip og loftför Landhelgisgæslu Íslands skulu auðkennd með skjaldarmerki Íslands á áberandi stað. Skip skulu einkennd nafni en loftför með nafni og skrásetningareinkennum. Litur þeirra og einkenni skulu vera eins og segir í reglugerð þessari. ... ... ...

2. gr. Varðskip, sjómælingabátur og léttbátar.
Litur og einkenni skipa Landhelgisgæslunnar skulu vera sem hér segir:
  1. Varðskipin: Yfirbygging skips skal vera grá (litanúmer NCS. S.4005-B20G). Sjólínufleygur svartur (litanúmer NCS. S.9000-N), hæð á stefni 60 sm frá stefni undir fánalitum og endar við afturhluta fánalita. Botn rauður (NCS. S.6020-Y80R) og hæð upp fyrir sjólínu 15 sm. Á yfirbyggingu fyrir neðan brú, frá afturhluta brúar og fram er merkingin „Coast Guard“ svartlituð (NCS. S.9000-N), hæð stafa 50 sm (með leturgerðinni helvetica). Skipsnafnið á hlið yfirbyggingar svartlitað (NCS. S.9000-N) eða krómað, hæð stafa 25 sm. Handrið utan skips, landfestapollar og reykháfshattar máluð með svörtum lit (NCS. S.9000-N). Þilförin grá (NCS. S.6502-B). Lendingarhringur á þyrluþilfari hvítur (NCS. S.0500-N) og öryggislína á þyrluþilfari appelsínugul (NCS. S.0585-Y50R) og sjálflýsandi. Kranar, akkeri og bolur máluð með gráum lit (NCS. S.4005-B20G). Fánalitir á síðum eru hvítur (NCS. S.0500-N), breidd randar 47 sm, blár (NCS. S.3560-R80B), breidd randar 215 sm og rauður (NCS. S.1085-Y90R), breidd randar 93 sm. Halli á fánaröndum 120° miðað við efribrún á sjólínu. Orðið „Landhelgisgæslan“ með hástöfum (stafagerð helvetica) málað á síður skipsins í svörtum lit (NCS. S.9000-N), hæð stafa 99 sm. Stafir skyggðir með hvítum lit (NCS. S.0500-N), skygging stafa 3 sm. Akkerið málað grátt (NCS. S.4005-B20G). Merki Landhelgisgæslunnar á stefni. Skjaldarmerki lýðveldisins miðskips á brú. Björgunarbátahylki grá (NCS. S.4005-B20G). ... ... ...

mbl.is Fáni ESB á varðskipinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Einkar áhugavert og spurning hvort ekki þarf að gera breytingar á lögum og reglugerðum til þess að Ísland geti staðið í svona "stríðsrekstri" á vegum ESB....?

Ómar Bjarki Smárason, 17.4.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Ljómandi - þar höfum við það, þarna skulu vera Íslensku fánalitirnir og þessi ESB fáni á varðskipum okkar er lögbrot..........

Eyþór Örn Óskarsson, 17.4.2011 kl. 16:25

3 Smámynd: Jón Sveinsson

Ríkisstjórn Íslands er eitt lögbrot þau vita vel hvað má eða má ekki þeim er alveg sama þau eru þjóðníðingar og valdagráðugt hismi verður virkilega að taka á þessari elítu með valdi það þarf að stoppa þau strax áður en skipið fer svona frá landi voru.

Jón Sveinsson, 17.4.2011 kl. 21:22

4 Smámynd: Dagný

Hneisa.

Dagný, 17.4.2011 kl. 22:14

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ætli þeim sé ekki "flaggað" út og þá á þetta ekki við, ég meina vá, við erum að tala um ríkisfyrirtæki sem er að fara að "flagga" út rekstri, hversu auman ríkisrekstur erum við að tala um eiginlega, það er skömm af þessu, og svo er hægt að moka hundruðum milljóna í að kanna plúsa og mínusa á ESB!

Sævar Einarsson, 18.4.2011 kl. 08:24

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reglugerð þessi gildir um skip og loftför Landhelgisgæslunnar, í eigu ríkissjóðs eða Landhelgissjóðs.

Gildissviðið er skilyrt við eignarhald en hvergi er getið um undantekningar vegna útleigu. Ekki fæst séð að þetta sé frávíkjanlegt. Í lögunum ná refsiákvæði ekki til 25. greinarinnar og því er þetta varla beinlínis lögreglumál. Svo flækir það málið að þarna er beinlínis um að ræða eina af löggæslustofnunum ríkisins. Hvert á maður eiginlega að hringja þegar "löggan" fer ekki eftir lögum??? Ég hef grennslast fyrir um hvernig framfylgja eigi þessu lagaákvæði og reglugerðinni en ekki fengið skýr svör ennþá. Það gæti samt verið forvitnilegt að láta kanna það nánar...

Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2011 kl. 17:07

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi frétt fór framhjá mér fyrir rúmlega viku síðan. Ég á ekki til orð yfir þennan gjörnin.

Sumarliði Einar Daðason, 25.4.2011 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband