Var IceSave samþykkt eða hvað?
23.3.2011 | 18:35
Borgunarsinnar hafa haldið því á lofti að aðgengi að fjármálamörkuðum fáist ekki nema samningar um ríkisábyrgð vegna innstæðutrygginga Landsbankans verði samþykktir.
Eina tilvikið sem þeir hafa þó vísað til, eru lánsumsóknir Landsvirkjunar vegna framkvæmda við Búðarhálsvirkjun, sem lengi vel voru sagðar í gíslingu evrópska fjárfestingarbankans (EIB).
Lausnargjaldið væri: já við Icesave.
***
Þessi rök hafa verið notuð stíft þrátt fyrir að EIB tilheyri ekki neinum markaði heldur sé rammpólitísk stofnun á vegum ESB þar sem fjármálaráðherrar Hollands og Bretlands eru meðal stjórnarmanna.
En í síðustu viku birtist úr heiðskíru lofti frétt um að Landsvirkjun fær lán hjá Norræna fjárfestingarbankanum (NIB), það fyrsta í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar.
Áróðursmaskínur hrukku í gang og sögðu lánið háð heildarfjármögnun, meðal annars frá evrópska fjárfestingarbankanum (EIB) sem krefjist IceSave ríkisábyrgðar.
***
Í dag birtist svo aftur úr heiðskíru lofti frétt um að Landsvirkjun fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum vegna Búðarhálsvirkjunar
Ég var í þann mund að kíkja á dagatalið og athuga hvort ég hefði ruglast á mánuðum, hvort það væri í raun kominn apríl og þjóðin búin að álpast til að ábyrgjast IceSave.
En þá varð mér litið á frétt Viðskiptablaðsins: Ekki beinn fyrirvari um Icesave í lánasamningi Landsvirkjunar.
Að sögn Landsvirkjunar er fjármögnun Búðarhálsvirkjunar langt komin og gert ráð fyrir að henni ljúki innan skamms. Enda ekki nema tæpir sjö milljarðar sem núna vantar upp á.
Einhverntíma hefðu það þótt litlir peningar.
***
Þannig að þegar við höfnum IceSave samningnum og borgum ekki 26 milljarða strax á þessu ári í vexti, þá þurfum við ekki heldur að leggja fram samsvarandi upphæð svo Landsvirkjun geti haldið áfram að byggja Búðarhálsvirkjun.
Og fyrst NIB og EIB eru búnir að lofa megninu af upphæðinni hlýtur næst að vera komið að NBI að lána það sem upp á vantar og fullkomna stafasúpuna.
Það væri "tær snilld" ef stór hluti vaxtanna færi aftur til ríkisins í gegnum bankann þess.
Slíkur samningur væri sá eini þar sem við gætum raunverulega komið út í plús!
Ég segi JÁ við því!
P.S. Staksteinar: skrifa sig næstum sjálfir í þessari viku! ;)
Landsvirkjun fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: IceSave, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta. Ekki spurning. Nú þarf bara að kenna "já sinnum" að segja "já við Nei."
Kveðja
Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 20:31
Sammála
Allir að segja NEI við Effinnn IceSave !
Anna Lísa (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:10
FEES 6.6 Incoming EEA firms
FEES 6.6.1 01/11/2007
Þetta bendir til þess að FSCS (FSA )þurfi að skoða vandlega innstæðutryggingasjóð viðkomandi EEA ríkis til þess að geta metið hversu mikill aflsláttur eigi að vera (ef einhver ?). Ef afsláttur er enginn þá er EEA ríki að greiða það sama (einungis fyrir top-up) og UK bankar greiða fyrir sína fullnaðar tryggingu.
http://fsahandbook.info/FSA/html/handbook/FEES/6/6
Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 21:17
Alain Lipietz, einn af höfundum tilskipunar 2002/87/EB um eftirlitsskyldu með fjármálastarfsemi, hefur einnig bent á að breskum og hollenskum stjórnvöldum hafi samkvæmt tilskipuninni verið skylt að hafa eftirlit með því að rekstrargrundvöllur Landsbankans væri í lagi, þar með talið að fullnægjandi innstæðutryggingar væru fyrir hendi vegna IceSave.
Komi síðar í ljós að svo hafi ekki verið hvað varðar starfsemi bankans í áðurnefndum löndum, þá sé um að afglöp þarlendra eftirlitsaðila, en ekki íslenskra. Í þessu samhengi má nefna að engin spjót standa á íslenskum stjórnvöldum vegna innstæðutrygginga hér innanlands.
Lipietz benti einnig á að samkvæmt túlkun sem varð ofan á þegar tilskipanirnar voru endurskoðaðar eftir árið 2000, skuli innstæður vera tryggðar í ríkinu þar sem starfsemin er (í tilviki IceSave: Bretlandi og Hollandi), en ekki heimalandinu (í þessu tilviki Íslandi).
Tilskipun 94/19/EB um innstæðutryggingar segir í 6. gr., 1. mgr.:Aðildarríkin skulu sjá til þess að útibú, sem eru stofnuð af lánastofnunum með höfuðstöðvar utan bandalagsins, séu tryggð á þann hátt sem segir í þessari tilskipun.
Svo er spurning hversu mikið mark borgunarsinnar vilji taka á manni, sem vann nú bara við að búa til þær reglur sem vesalings kJÁnarnir segjast vera svo ólmir að vilja fara eftir, en virðast svo ekki kunna að lesa rétt...
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2011 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.