Grikkland í ruslflokk
14.1.2011 | 20:48
Og næst verða það Írland, Portúgal, Spánn...
Mikil er dýrðin í Evrulandi.
Lánshæfismat Grikkja lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Evrópumál | Aukaflokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Guðmundur, ég sé að þú ert í Samtökum Fullveldissinna.
Hvað eru margir í þeim samtökum?
Er kannski Loftur Altice Þorsteinsson aðalsprautan þar? Kannski formaður?
Björn Birgisson, 14.1.2011 kl. 21:06
Já þið fenguð ekki að vera ein í þeim flokki
nolli (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 21:33
Þetta fer að verða ansi dapur málflutningur. Förum bara aftur í yndislega veröld Bjarts í Sumarhúsum þar sem börnin okkar eiga enga framtíð nema súra mjólk.
Finnur Bárðarson, 14.1.2011 kl. 22:58
Ég skal svara Birni vini mínum ef ég má. Eins og sjá má á heimasíðu samtakana eru þrír aðilar í stjórn, Ég, Guðmundur og Sigurbjörn Svavarsson. Enginn er titlaður formaður. Hverjir eru í samtökunum og hversu margir þeir eru er ekki opinbert, rétt eins og í öllum öðrum stjórnmálasamtökum.
Loftur Altice er nafngreindur höfundur nokkurra greina á heimasíðunni, en þú verður að spyrja hann hvort hann sé félagsmaður.
Axel Þór Kolbeinsson, 14.1.2011 kl. 23:19
Bíddu hvað fræði eru þetta? Grikkir yfirskuldsettir, gegnsýrðir af spillingu t.d. heilu fjölskyldur sem lifðu af launum látinna manna, fóru á eftirlaun upp úr 50 ára aldri og svo framvegis. Auðvita lækkar lánshæfismat þeirra. Og kannski Íra líka en hvað kemur það evru við. Ríkisstjórninr og lönd geta farið óvarlega með peninga þó að þau hafi sterkan gjaldmiðil semeiginlegan með öðrum löndum. Sýnir kannksi að þjóðir ESB eru ekki eins mikið undir yfirstjórn ESB eins og Guðmundur og fleiri halda fram.
PS. síðan langar mig að benda á að hausmynd þessa bloggs vekur held ég hjá fleirum en mér óhuganlegar hugsanir um óðlilega þjóðerniskend. Allavega styngur hún mig sem hausmynd sem maður myndi sjá hjá öfga þjóðernissinnum.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.1.2011 kl. 00:20
Björn: Ég sé að Axel meðstjórnandi minn í samtökunum hefur verið fyrri til að svara, og hef ég engu við það að bæta. Loftur er vissulega fullveldissinnaður, en hvort hann er skráður í þau samtök sem ég tilheyri er ekki mitt að upplýsa.
Mig langar líka að benda á að hefðbundin félagaskráning í stjórnmálaflokka er dálítið úrelt fyrirbæri. Ég hef t.d. átt farsælt samstarf með fólki úr öðrum hópum að ýmsum málefnum. Sumt af því er skráð í fleiri en einn flokk samtímis, og sum stjórnmálasamtök eru opin fyrir öllum burtséð frá aðild þeirra að öðrum samtökum. Við í Samtökum Fullveldissinna höfum t.d. engin afskipti af því hvort félagar okkar séu hugsanlega skráðir í önnur samtök, og telji þeir sig geta haft áhrif víðar sem samræmast fullveldisstefnunni og eigin sannfæringu, þá er það hið besta mál.
Finnur: Það sem er dapurlegt eru fyrst og fremst örlög þeirra Evrópuþjóða sem lenda í þessu skuldaflóði öllu saman. Ef það er hinsvegar orðið dapurlegt út af fyrir sig að fjalla um dapurlega atburði, þá mætti líklega herma það upp á meirihlutann af öllu sem kemur frá fréttastofum landsins.
Axel: Takk fyrir innleggið, ég hefði ekki einu sinni getað svarað þessu þar sem ég hef félagaskránna ekki undir höndum sjálfur, og að sjálfsögðu er hún ekki opinber frekar en í öðrum samtökum. Almennum félagsmönnum er hinsvegar væntanlega frjálst að segja frá aðild sinni sjálfir ef þeir vilja, við erum alls ekki nein leyniregla. ;)
Magnús Helgi: "Ríkisstjórnir og lönd geta farið óvarlega með peninga þó að þau hafi sterkan gjaldmiðil sameiginlegan með öðrum löndum."
Nákvæmlega, upptaka einhvers tiltekins gjaldmiðils er semsagt engin töfralausn í efnahagsmálum. Það er gott að við erum loksins orðnir sammála um það.
"Sýnir kannski að þjóðir ESB eru ekki eins mikið undir yfirstjórn ESB eins og Guðmundur og fleiri halda fram."
Hugsanlega hafa yfirstjórninni verið einhver takmörk sett hingað til, en lausnin sem ESB hefur fram að færa við þessu vandamáli er einmitt að innleiða meira af slíkri yfirstjórn. Þetta er liður í samfelldri þróun sem við fullveldissinnar höfum verið að benda á, að ESB er alltaf að þróast meira í átt að sameinuðu stórríki og það mun ekkert hætta því þó að Íslendingar myndu álpast þangað inn. Valið stendur á milli þess að taka þátt í slíku eða standa utan þess, og mín afstaða til þess ætti að vera öllum ljós.
"óhuganlegar hugsanir um óeðlilega þjóðerniskennd"
Þú verður sjálfur að svara fyrir hvern þann óhugnað sem bærist um í hugskoti þínu Magnús, ekki kann ég að henda reiður á því. Þjóðerniskennd hef ég ríka og er stoltur af, en hvort hún er af óeðlilegum toga verða aðrir að dæma um, og öfga er ég blessunarlega laus við. Ísland er landið mitt og ég elska það, mikið af fólkinu þar elska ég líka, og þetta er eitthvað sem ég fékk í gegnum uppeldið, barnæskuna og kynni mín af landinu. Ef það er óeðlilegt þá býst ég við að flestir sem ég þekki séu mjög óeðlilegir. Dóttir mín er skáti og þeir hylla þjóðfánann reglulega, er það kannski óeðlilegt? Eða er það hallinn á krossmarkinu í borðanum sem fer fyrir brjóstið á Magga? Eða er það sú staðreynd að þjóðartákn fósturlandsins skuli vera sett yfir annað þjóðartákn.... nei ESB er ekki þjóðríki eða þykist allavega ekki ekki ætla sér slíkt hlutverk, en hvað veit ég?
Mér þætti áhugavert að fá greiningu grafísks hönnuðar eða betra ef það væri táknfræðingur, um hvort einhver merki um öfga eða "óeðlilegheit" sé að finna í útlitshönnun bloggsíðunnar minnar. Persónulega finnst mér borðinn í síðuhausnum hafa meira jólalegt yfirbragð á þessum hvíta bakgrunni heldur en eitthvað sem ég myndi tengja við öfga. Ég kann vel við þetta litaþema, en menn sjá út úr þessu það sem þeir vilja sjá...
Hefði ég kannski frekar átt að nota svartan og rauðan? Og hafa Eimskipafélagsmerkið í staðinn fyrir krossinn? Neehhhh..... ;)
P.S. Það skal enginn halda að við sem erum yfirlýstir fullveldissinnar séum ekki orðnir þaulvanir því að fá á okkur þessar stöðluðu vænisýkisglósur. En ekki göngum við á fólk og spyrjum hvort það séu öfga-Evrópusinnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2011 kl. 01:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.