IceSave-III samningar og fylgiskjöl

Í kvöld var lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp um ríkisábyrgð vegna IceSave og er það í þriðja sinn sem slíkt mál er lagt fyrir þingið eftir tvær árangurslausar tilraunir í fyrra.  Frumvarpið sjálft er ekki nema ein blaðsíða rúmlega og veitir í raun fjármálaráðherra fulla heimild til að undirrita fyrirliggjandi samninga, en með frumvarpinu fylgja svo 159 blaðsíður af athugasemdum og fylgiskjölum, þar á meðal texti samninganna við bæði Holland og Bretland ásamt íslenskri þýðingu. En sem fyrr eru allskyns leyniskjöl og hliðarsamningar sem ekki virðist standa til að birta opinberlega. "Samtök áhugafólks um opna stjórnsýslu" hafa lekið þremur af þessum fylgiskjölum á vefinn ásamt afritum af samningsdrögunum undirrituðum þar sem kemur fram ýmislegt sem vekur forvitni.

Ég  vek sérstaka athygli á bls. 29 í hollenska samningnum, en þar er listi yfir samningsskjölin sem er ekki heldur birtur með lagafrumvarpinu. Hér má sjá þennan lista og hef ég sett tengla á þau skjöl sem hægt er að finna á vefnum, hin sem ekki eru tenglar við hafa hvergi verið birt svo ég viti:

ICESAVE DOCUMENTS LIST 8 December 2010
Dutch Documents
1. Reimbursement and Indemnity Agreement (fylgir frumvarpinu einnig ísl. þýð.)
2. Currency side letter (ekki birt) *
3. DNB Assignment Agreement (lekið)
4. DNB Pari Passu Agreement (lekið) **
5. LEX Opinion (ekki tilbúið) ***
6. State Attorney Opinion (ekki tilbúið) ***
UK Documents
7. Disbursement, Reimbursement and Indemnity Agreement (fylgir frumvarpinu einnig ísl. þýð.)
8. Currency side letter (ekki birt) *
9. Side Letter to Settlement Agreement (lekið)
Settlement Agreement (leyniskjal frá 5. júní 2009) ****
10. UK Deed of Assignment (ekki birt) *****
11. LEX Opinion (sama og #5)

* Sérstakar bókanir varðandi gjaldeyrismálefni hafa ekki verið birtar opinberlega.

** Pari Passu agreement þýðir "jafnstöðusamningur" og er þekkt fyrirbæri í þjóðréttarlegum skuldbindingum. Ef þetta á hinsvegar við um jafnan forgang krafna í þrotabú Landsbankans þá er það áhyggjuefni. Sjá lesefni, meðal annars eftir Lee Buchheit formann íslensku samninganefndarinnar, í meðfylgjandi PDF skjali.

*** Lögfræðiálit LEX f.h. TIF og Ríkislögmanns f.h. Íslands liggja ekki fyrir ennþá.

**** Uppgjörssamningur dagsettur 5. júní 2009 var viðauki við fyrsta IceSave samninginn sem Alþingi samþykkti með breytingum sem Bretar og Hollendingar höfnuðu. Skjalið var upphaflega trúnaðarmál þar til því var lekið út en svo fyrir 2. umferð IceSave málsins var það loks birt opinberlega ásamt fjölda annara skjala.

***** Deed of Assignment þýðir samningur um framsal réttinda eða ráðstöfun eigna.

Undirrituð samningsdrögin ásamt ofangreindum fylgiskjölum og samantekt um niðurstöðurnar eru í meðfylgjandi PDF skjalamöppu sem ég hef útbúið, ásamt viðaukagreinum um kröfuforgang þjóðréttarlegra skuldbindinga.

Frumvarpið sjálft er í PDF skjali á vef Alþingis, en í fylgiskjali með því er enn einn hliðarsamningur, umsýslusamningur milli TIF og fjármálaráðuneytisins (sjá bls. 154).


mbl.is Icesave frumvarpið lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

JÁ JÁ auðvita er allt uppá borðinu og opin og gegnsæ stjórnsýsla eins og postularnir freðgrímur og jógrana lofuðu

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 05:27

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heilar þakkir, Guðmundur, fyrir þetta skúbb þitt og ljóst og kerfisbundið yfirlit fylgiskjala og birtingu þeirra sem til náðist, ásamt skýringum. Þetta verður væntanlega fréttaefni í dag, ef mér skjátlast ekki.

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 05:39

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég þakka þér kærlega fyrir að vekja athygli mína á þessu. Reikna með að þú sést búin að gera það vel og rækilega sjálfur en er að vinna að því líka sjálf. Sendir þú þetta ekki á fjölmiðla sjálfur?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2010 kl. 05:41

4 Smámynd: Magnús Ágústsson

já takk fyrir skúbbið

en sofið þið ekkert þarna á klakanum það er komið frammyfir hádegi hjá mér

Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 05:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rakel: Ég þarf þess yfirleitt ekki svona ber undir. Síðast þegar ég skúbbaði var það um viljayfirlýsinguna þar sem þau lofuðu AGS að borga IceSave, og svo var það fyrsta frétt í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum næstu daga á eftir. Höfundur Staksteina les líka oftast bloggið mitt og étur upp það sem er nothæft til að hæðast að skötuhjúunum á stjórnarheimilinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 05:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnús: Þú verður að athuga að á þessum árstíma er hér á klakanum er "nótt" allan sólarhringinn og algjört aukaatriði hvenær maður er sofandi eða vakandi, þangað til í fyrsta lagi í febrúar.

Hvernig á maður líka að geta sofið þegar það er alltaf einhver glæpasaga í gangi?

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 05:55

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef tekið eftir því Guðmundur og þess vegna finnst mér það ákveðinn heiður að þú skulir hafa vakið athygli mína á þessari færslu. Ég er búin að dreifa þessu á þá þingmenn sem eru á vinalistanum hjá mér á Fésbókinni og ég geri mér vonir um að gefi sér tíma til kíkja á þetta. Ég sendi þetta líka á einn sem er í Indefence-hópnum o.fl. sem hafa látið sig málin varða meira en gegnur og gerist.

Skil vel að Magnús er gáttaður á vökutíma okkar en ég verð eiginlega að taka undir með þér Guðmundur. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2010 kl. 06:20

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott Rakel. Það var einmitt þess vegna sem mér fannst tilvalið að benda þér á þetta. Af því að ég veit að þú hefur nokkuð gott tengslanet.

Ég er sjálfur ekki einu sinni á fésbókinni og mun aldrei verða...

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 06:29

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sé nú ekki alveg skúbbið þarna. 

Með forgang í kröfur, þá marg kemur fram að forgangskröfuhafar eru jafnsettir.  En tekið er fram að hugsanlega vilji td. TIF láta reyna á hugsanlegan súper-forgang og þá muni það fara hefðbundna dómsleið.  Allt og sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.12.2010 kl. 09:34

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Jafnstöðu-samningarnir sem Icesave-stjórnin ætlar að láta TIF gera við nýlenduveldin er eitt útaf fyrir sig regin hneyksli. Þeir sem horfðu á viðtalið á ÍNN, við samningamann »okkar« Lárus Blöndal, hafa sjálfsagt tekið eftir að hann fullyrti að Icesave-samningar III færu fyrir alþjóðlega dómstóla í Evrópu.

 

Lárus fullyrti að Íslendska samninganefndin hefði alfarið neitað að viðurkenna dómstóla nýlenduveldanna og niðurstaðan hefði verið alþjóðlegir dómstólar. Hvað kemur svo í ljós varðandi jafnstöðu-samningana ? Í fyrirhuguðum samningi TIF við seðlabanka Hollands stendur:

 

Section 5.6  Governing Law and Jurisdiction. This PARI PASSU agreement and any matter, claim or dispute arising out of or in connection with it, whether contractual or non-contractual, shall be governed by, and construed in accordance with, the laws of England.

 

Þar með eru sannaðar lygar á heldstu samningamann Íslands !

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 15:04

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Í báðum drögunum að Icesave-samningum III, það er að segja báðum aðal-samningunum er tekið fram, að Ensk lög skuli gilda um túlkun þeirra. Getur verið að samningamenn Íslands hafi verið svo drukknir á samningafundunum, að þessi staðreynd hafi farið fram hjá þeim ?

 

Í viðeigandi greinum (Section 9.9 og Section 10.9) segir:

 

Governing Law. THIS AGREEMENT AND ANY MATTER, CLAIM OR DISPUTE ARISING OUT OF OR IN CONNECTION WITH IT, WHETHER CONTRACTUAL OR NON-CONTRACTUAL, SHALL BE GOVERNED BY, AND CONSTRUED IN ACCORDANCE WITH, THE LAWS OF ENGLAND.

 

Ef samningamenn Íslands hafa einhverja sjálfsvirðingu þá hljóta þeir að segja sig umsvifalaust frá allri ábyrgð á þessum pappírum. Að öðrum kosti hljóta þeir að teljast lygarar og falsarar gagnvart eigin þjóð.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 16:50

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er hið alvarlegasta mál. Við áttum rétt á því skv. lögum hér að tekið yrði tillit til Ragnars Hall-ákvæðisins. Við áttum alltaf allan rétt á því að vísa þessu ekki í neina erlenda dómstóla, heldur láta brezku og hollenzku ríkisstjórnirnar um það sjálfar (ef þær kysu svo) að sækja málið gegn okkur og þá vitaskuld í varnarþingi íslenzka ríkisins, fyrir íslenzkum dómstólum. Engin fyrir fram loforð átti að gefa um, að við myndum lúta erlendum dómstóli í því lagamáli; um það yrði að fara eftir okkar eigin þjóðar- og lífshagsmunum, rétt eins og í landhelgismálinu á sínum tíma.

Eitt ljótasta ákvæði Svavarssamningsins var, að dómsaga um hann yrði falin enskum dómstólum! Nú er það landráðaákvæði* Icesave1-samningsins gengið aftur í þessum Icesave3-samningi, og skv. fréttum nú kl. 5 frá Alþingi vonast ríkisstjórnin til, að þetta renni hratt í gegnum þingið!

Það er í hæsta máta undarlegt af Lárusi L. Blöndal að taka þátt í þessu. Mönnum hefur dottið í hug, að Lee Buchheit hafi í raun verið keyptur til að breyta stefnu sinni í málinu. Það er sárt til þess að vita, ef Lárus er kominn á kaf í að þjóna Icesave-stefnu stjórnvalda og e.t.v. stjórnarandstöðuþingmanna í þokkabót.

Þetta yrðu ekki fyrstu svik Fjórflokksins, en vonandi fjölgar þeim ekki úr þessu. Það EINA jákvæða við þetta gæti verið það, að þjóðin hafni endanlega þeim flokkum, sem að svikunum standa.

* Sjá HÉR:

86. gr.:

Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

91. gr., 3. málslið:

Sömu refsingu ["skal sæta fangelsi allt að 16 árum"] skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri."

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 17:19

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Við sjáum í hendi okkar, að Lárus Blöndal fer með rangt mál varðandi lagagrunn Icesave-samninga III. Samkvæmt þeim samningsdrögum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi er skýrt tekið fram, að í öllum tilvikum skal með ágreining fara samkvæmt Enskum lögum. Þetta er fullkomlega óþolandi lítilsvirðing við réttindi Íslendinga.

 

Þetta er þó ekki það eina sem setja verður úr á málflutning Lárusar. Til dæmis hefur hann opinberlega dregið það fram, að vextir í Icesave-samningum III séu mun lægri en vextir á þeim lánum sem Írar eru þvingaðir til að taka, til bjargar bankastofnunum Evrópusambandsins.

 

Lárus virðist ekki hafa hugmynd um, að Írar eru að fá raunveruleg lán, en Íslendingar hafa ekki tekið nein lán hjá nýlenduveldunum. Að aðal-samningamaður landsins skuli ekki átta sig á þessum mismun, nálgast vítavert gáleysi. Hægt er að nefna fleirri atriði sem þessi samningamaður virðist sofandi fyrir.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 18:17

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Valur: ég er hjartanlega sammála því að fyrst útibúin í Bretlandi og Hollandi áttu að heyra undir íslenska lögsögu varðandi fjármálaeftitlit og innstæðutryggingar, þá er bara rökrétt að varnarþingið sé í Reykjavík, þar sem innstæðutrygingasjóðurinn hefur aðsetur og Landsbankinn hafði sínar höfuðstöðvar.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.12.2010 kl. 18:29

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við bæta því við orð Lofts, að þessir Icesave-samningar eru ekki aðeins ólöglegir skv. ESB-lagaverkinu, heldur væri væri öll vaxtataka brezka ríkisins af Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta umfram 1,5% brot á EES-jafnræðisreglum (sjá HÉR og heimildir sem þar er vísað til.

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 19:40

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna vildi ég bæta því við – o.s.frv.

Jón Valur Jensson, 16.12.2010 kl. 20:09

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 

FSCS (Financial Services Compensation Scheme) er tryggingasjóður Bretlands og hann sá um eigin greiðslur vegna trygginga Landsbankans. Þarna var Landsbankinn með fullar tryggingar eins og Glitnir og Kaupþing. FSCS sá einnig um greiðslur fyrir ríkisstjórn Bretlands, sem ákvað að eigin frumkvæði að greiða langt umfram ESB-lágmarkið.

FSCS hefur því ekkert lán tekið hjá ríkissjóði Bretlands, vegna Icesave. Þeirra eigin kostnaður var borinn af starfandi bönkum í Bretlandi og þurftu bankarnir ekki að greiða neitt auka-álag á iðgjöld sín, til að standa undir því. Framlag Bretska ríkisins var auðvitað á ábyrgð þess sjálfs.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 16.12.2010 kl. 22:06

18 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er þú að tala um þetta í líð 2 www.althingi.is/pdf/icesave/09-NL-Currency-Side-letter.pdf

Og þetta í lið 8 www.althingi.is/pdf/icesave/05-UK-Currency-Side-letter.pdf

Þetta eru reyndar skjöl frá 2009 eru það þau sem vantar inn í þetta eða er verið að tala um ný skjöl.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.12.2010 kl. 03:08

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir að benda á þetta Maggi. Það verður að fyrirgefast þó maður nái ekki utanum allt skjalaflóðið sem fylgir þessu bannsetta máli. ;)

En ég veit hinsvegar ekki hvort í nýja samningnum er verið að vísa til þessara skjala frá í fyrra eða hvort þau hafi verið uppfærð ásamt nýja samningnum, sem til einföldunar skal kalla IceSave3.

Það breytir hinsvegar ekki því sem er meginatriði pistilsins, að það vantar sum af þessum skjölum í sjálft IceSave3 lagafrumvarpið. Best hefði verið að öll skjöl sem vísað er til allstaðar í samningunum væru birt sem fylgiskjöl með frumvarpinu. Annars er engin leið að átta sig á því hvað á að fara að greiða atkvæði um og þá er ekki um að ræða opna og gegnsæa stjórnssýslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.12.2010 kl. 03:46

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Guðmundur!

Jón Valur Jensson, 17.12.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband