Frambjóðendur til Stjórnlagaþings (.xls og .csv)

Landskjörstjórn hefur birt lista yfir nöfn þeirra sem bjóða sig fram í kosningum til Stjórnlagaþings sem fara fram 27. nóvember næstkomandi. Listinn er birtur á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins í PDF skjali. Þetta skjalasnið hefur þann kost að vera læsilegt flestu fólki með auðfengnum hugbúnaði á nánast hvaða tölvu sem er. Fyrir sjálfvirka úrvinnslu með ýmsum hugbúnaði getur hinsvegar verið betra að fá gögnin á stöðluðu formi fyrir töfluupplýsingar. Ég tók mig því til og snaraði þessu yfir í Excel skjal og einnig á svokallað CSV snið (comma-seperated values) sem er auðvelt að lesa inn í flesta töflureikna og gagnagrunnskerfi. Athugið að ég ákvað að láta stafrófsröðina byrja á byrjun í stað handahófs eins og í skjali kjörstjórnar.

Sjá meðfylgjandi viðhengi, sem öllum er frjálst að nota án sértaks leyfis frá mér.

Ég minni einnig á kynningarsíðu frambjóðenda á vefritinu Svipunni.


mbl.is Nafnalisti frambjóðenda birtur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakkir til þín Gummi :)

Addy Steinarrs (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 20:57

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vonandi kemur þetta að gagni Addý.

Ég er reyndar ekki kallaður Gummi, en þér er fyrirgefið.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 21:12

3 identicon

Þakka þér fyrir og afsakaðu, þetta var alveg óvart Er ég að fara mannavillt eða bjóst þú á Álfhólsveginum hér áður fyrr?

Addy Steinarrs (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 22:16

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Frábært framtak hjá þér Guðmundur, sem vonandi aðrir nýta sér til úttektar á frambjóðendum.

Jón Baldur Lorange, 29.10.2010 kl. 22:58

5 Smámynd: Sigurður Hrellir

Vel gert!

Sigurður Hrellir, 29.10.2010 kl. 23:29

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Addý, ég hef aldregi á Álfhólsvegi búið. Hinsvegar kannast ég við einn Gumma sem bjó þar, hann átti SAAB minnir mig.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2010 kl. 00:13

7 identicon

Takk fyrir svarið, það var farið að angra mig hversu líkir þið eruð og nafnar þar að auki Nú veit ég hið rétta. Veit samt ekkert um Saabinn

Tek undir með þeim sem hæla þér fyrir framtakið - þetta er aldeilis frábært hjá þér! Og fyrst þú svo vinsamlega gefur leyfi þá mun ég benda á þessa síðu hjá þér á framboðsíðunni minni!

Addy Steinarrs (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 00:33

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gott framtak hjá þér Guðmundur, þökk fyrir.

Það er gaman að spá og spekulera t.d. í starfstéttum fólks, því óskandi væri að þingið yrði mannað sem flestum stéttum.

Fjölmennustu stéttirnar virðast vera lögmenn og framkvæmdastjórar

Svo er líka einn Íslendingur þarna

Níu framhaldsskólakennarar og nokkrir meistaranemar.

Þetta er fróðlegur listi frambjóðenda, sem veldur fyrst og fremst valkvíða og í annan stað ánægju yfir augljósum áhuga alls konar fólks.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.10.2010 kl. 02:25

10 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svona eiga menn að vera. Þakka fyrir frábært framtak.

Ragnhildur Kolka, 30.10.2010 kl. 14:15

11 Smámynd: Sigurjón

Hafðu þökk fyrir þetta Mummi.

Kv. S

Sigurjón, 5.11.2010 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband