Seðlabankastjóri Bretlands vill gjörbylta bankakerfinu
29.10.2010 | 13:51
The Economist segir frá (ásamt myndbandi).
Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, gagnrýndi bankakerfið harkalega í ræðu sinni þann 25. október á samkomu sem haldin var af the Economist. Hann sagði að "af öllum möguleiðum leiðum til að skipuleggja bankakerfið, er núverandi fyrirkomulag líklega það versta". Mögulegar leiðir til að lagfæra kerfið feli ekki eingöngu í sér að stórum bönkum sé skipt í smærri einingar, heldur einnig að núverandi fyrirkomulagi takmarkaðrar bindiskyldu (fractional reserve banking) verði alfarið útrýmt. Hann fjallaði einnig um vald "skuggabankakerfisins" sem lifir á braski, og nauðsyn þess að takmarka áhættu með aðskilnaði áhættujárfestinga, hefðbundinna viðskiptabanka og þeirra grunnkerfa sem eru nauðsynleg til að tryggja eðlilegt greiðsluflæði í samfélaginu (stundum kennt við Glass-Steagall). Meginniðurstaðan virðist vera sú að það til lengri tíma sé það þjóðhagslega óhagkvæmt að starfrækja núverandi kerfi þar sem kostnaðarsamar krísur koma óhjákvæmilega upp með reglulegu millibili.
Þetta er algjörlega í takt við þær hugmyndir sem settar hafa verið fram af áhugafólki um úrbætur á fjármálakerfinu (Icelandic Financial Reform Initiative). Ástæða þess að ég vek athygli á þessu er að það er mjög óvenjulegt að svo hátt settur aðili í alþjóðlegri bankastarfsemi viðri opinberlega svona róttækar hugmyndir um breytingar á fjármálakerfinu. Með greininni fylgir myndbandsupptaka af ræðunni og ég hvet alla áhugasama til að hlusta á hana, sérstaklega viðbrögð fundarstjórans í lokin þar sem hann lýsir ræðunni sem einni harkalegustu árás á fjármálavæðingu sem hann hefur heyrt.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:50 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert hvernig greinin er skrifuð dáltið á móti honum, enda langt síðan heilbrigð hagfræði hefur verið stunduð í heiminum.
H. Valsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 16:17
~ o ~
Vilborg Eggertsdóttir, 29.10.2010 kl. 17:18
King virðist standa undir nafni og í starfi. Hann veit að uppspretta tækifæranna er hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar verða til flest atvinnutækifærin. Stóru bankar Bretlands eru ófrekskjur sem ýta undir brask og hafa þurft að taka á sig gífurlegt tap. Þeir velja ekki hæfustu og bestu fjárfestanna, heldur þá sem eru nógu hugmyndaríkir til að skapa veð sem líta vel út en reynast svo tálsýnir einar.
Mikill niðurskurður sveitafélaga í Bretlandi, allt að 30% er dæmi um offjárfestingar og óhóflega lánastarfsemi sem innistæða var ekki fyrir. King er líklegur til að halda í starfið ef hann flettir ofan af agnúunum, en miklu meira þarf til. Ekki kemur að óvart ef miklar breytingar verða á ensku fjármálakerfi þegar fram líða stundir.
Hér geta mörg sveitafélögin falið framúrkeyrslur og litlar breytingar hafa orðið á bankakerfinu.
Ekki kemur á óvart að hópur manna hér á landi hafi hugleitt peningamál á svipuðum nótum eins aðkallandi og þau eru.
Sigurður Antonsson, 29.10.2010 kl. 21:29
Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2010 kl. 03:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.